Undanúrslitum karla í bikarkeppni blaksambandsins er lokið. Það verða HK og Þróttur Reykjavík sem keppa til úrslita en HK er því með lið í úrslitum í bæði karla- og kvennaflokki.
Þróttur Reykjavík lagði Stjörnuna 3-1 í kvöld eftir að hafa lent 1-0 undir. HK kláraði aftur á móti KA, 3-1, og rétt eins og í hinum leiknum lenti sigurliðið undir eftir fyrstu hrinu.
Þá er ljóst hvaða lið mætast á morgun. Í kvennaflokki eru það HK og Afturelding og byrjar leikurinn klukkan 13.00 og í karlaflokki verða það HK og Þróttur Reykjavík og hefst sá leikur klukkan 15.00.
Bæði lið HK komust í úrslit í bikarkeppninni í blaki

Mest lesið




Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn


Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski boltinn


Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn
