Sport

Mammútar Íslandsmeistarar í krullu 2014

Kristinn Páll Teitsosn skrifar
Mammútar, Íslandsmeistarar í krullu 2014.
Mammútar, Íslandsmeistarar í krullu 2014. Mynd/Aðsend
Mammútar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í krullu í fimmta sinn í gær með sigri á Görpunum.

Mammútar lentu í öðru sæti í deildarkeppninni, einu sæti á eftir Görpunum í efsta sæti og var ljóst að hér væru að mætast bestu krullu lið landsins. Leikurinn var sveiflukenndur og skiptust liðin á forskotinu þar til Mammútarnir stálu seinustu stigum leiksins og unnu titilinn.

Í liði Mammúta eru þeir Jón Ingi Sigurðsson, Jens Kristinn Gíslason, Ólafur Freyr Númason, Sveinn H. Steingrímsson og Sigurður Ingi Steindórsson. Þetta er í fimmta sinn sem Mammútar vinna titlinn en þeir unnu fyrsta titil sinn árið 2008.

Í bronsleiknum áttust við Ice Hunt og Freyjur og fóru Ice Hunt með öruggan sigur af hólmi 10-1.

Framundan er alþjóðlega mótið Ice Cup á Akureyri í maí en búist er við að 12 erlend lið komi á mótið og má því búast við 50 erlendum þátttakendum í mótinu ásamt því að átta íslensk lið eru skráð til leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×