Sport

Sex nýir í landsliðshópi FRÍ

Það er mikil gróska í frjálsum íþróttum þessa dagana.
Það er mikil gróska í frjálsum íþróttum þessa dagana. vísir/daníel
Það fjölgar í landsliðshópi frjálsíþróttasambandsins en alls hafa sex frjálsíþróttamenn tryggt sér sæti í hópnum í vetur.

Það eru Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA, Björn Margeirsson Ármanni, Gunnar Guðmundsson ÍR, Hermann Þór Haraldsson FH, Jóhann Björn Sigurbjörnsson UMSS og Sindri Lárusson ÍR.

Þeir sem komast í landsliðshóp eru þeir sem eiga bestan árangur í hverri grein á árinu. Annar maður er valinn í greinina svo fremi sem árangur hans nái yfir 850 stig samkvæmt alþjóðlegu stigatöflunni.

Í 100 metra hlaupi og 400 metra hlaupi eru fimm íþróttamenn valdir ef árangur þeirra allra nær 850 stigum, annars eru fjórir bestu valdir.

Í fjölþrautum eru allt að 4 íþróttamenn valdir ef árangur þeirra nær 850 stigum.

Í maraþoni gildur árangur til tveggja ára. Ef íþróttamaður hefur verið meiddur á árinu og frá keppni, en með yfirburði í greininni að öllu jöfnu, heldur hann sæti sínu í landsliðshópi með þeim skilyrðum að hann sé að vinna í meiðslunum og stefni á endurkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×