Ekki rétt að engin endurmenntun sé í gangi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2014 06:00 Tinna Helgadóttir gagnrýndi uppeldisstarfið. Vísir/Daníel „Tinna er frábær þjálfari og ég hef oft fengið hana til mín að þjálfa en hún býr í Danmörku og veit ekki alveg hvað er að gerast hérna heima,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar Badmintonsambands Íslands og yfirþjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Anna Lilja hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar viðtals sem birtist við Tinnu Helgadóttur, þrefaldan Íslandsmeistara í badminton, sem starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Gagnrýndi Tinna barna- og unglingastarfið hér heima og fannst skrítið að yngra fólk, á borð við hana sjálfa, fengi ekki starf, t.a.m. í stærsta félaginu, TBR, þar sem sömu þjálfararnir hafa verið í mörg ár. Sagði hún lítið um endurmenntun þjálfara hér á landi. „Það er ekki rétt. Nú síðast í janúar var Daninn Peder Gade, einn besti spilari sögunnar, hér á landi og hélt fyrirlestur fyrir badmintonþjálfara og var svo með æfingar. Árið á undan kom líka annar Dani hingað sem bjó til Miniton-kerfið. Sambandið sendir svo að lágmarki þrjá þjálfara út á námskeið á ári hverju,“ segir Anna Lilja. Tinna benti einnig á að badminton væri því miður farið of mikið að einskorðast við Reykjavík og félög að leggjast af úti á landi. Önnu fannst leiðinlegt að hún hafði Siglufjörð með í þeirri upptalningu en þar er unnið gott og mikið starf. „Siglufjörður var með næstfjölmennasta hópinn á síðasta Íslandsmóti unglinga. Þar er hrikalega öflug kona með starfið og aldrei verið fleiri krakkar að æfa. Stærstur hluti krakkanna þar í bæ iðkar badminton,“ segir hún. Anna segir að auðvitað megi alltaf bæta og efla starfið en bendir á að þegar kemur að því að fá unga krakka til að iðka badminton sé í gangi verkefni sem kallast „shuttle-time“. Það er skólaátak og hafa yfir 100 íþróttakennarar sótt kennslu á vegum sambandsins til að geta miðlað þeirri þekkingu í skólunum. „Kosturinn við badminton er að krakkar koma ekkert bara til að keppa. Hjá okkur má æfa án þess. Við erum með fullt af krökkum sem koma bara til að hreyfa sig sem er hið besta mál,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir. Innlendar Tengdar fréttir Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira
„Tinna er frábær þjálfari og ég hef oft fengið hana til mín að þjálfa en hún býr í Danmörku og veit ekki alveg hvað er að gerast hérna heima,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, formaður fræðslunefndar Badmintonsambands Íslands og yfirþjálfari hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Anna Lilja hafði samband við Fréttablaðið í kjölfar viðtals sem birtist við Tinnu Helgadóttur, þrefaldan Íslandsmeistara í badminton, sem starfar sem yfirþjálfari hjá Værlöse í Danmörku. Gagnrýndi Tinna barna- og unglingastarfið hér heima og fannst skrítið að yngra fólk, á borð við hana sjálfa, fengi ekki starf, t.a.m. í stærsta félaginu, TBR, þar sem sömu þjálfararnir hafa verið í mörg ár. Sagði hún lítið um endurmenntun þjálfara hér á landi. „Það er ekki rétt. Nú síðast í janúar var Daninn Peder Gade, einn besti spilari sögunnar, hér á landi og hélt fyrirlestur fyrir badmintonþjálfara og var svo með æfingar. Árið á undan kom líka annar Dani hingað sem bjó til Miniton-kerfið. Sambandið sendir svo að lágmarki þrjá þjálfara út á námskeið á ári hverju,“ segir Anna Lilja. Tinna benti einnig á að badminton væri því miður farið of mikið að einskorðast við Reykjavík og félög að leggjast af úti á landi. Önnu fannst leiðinlegt að hún hafði Siglufjörð með í þeirri upptalningu en þar er unnið gott og mikið starf. „Siglufjörður var með næstfjölmennasta hópinn á síðasta Íslandsmóti unglinga. Þar er hrikalega öflug kona með starfið og aldrei verið fleiri krakkar að æfa. Stærstur hluti krakkanna þar í bæ iðkar badminton,“ segir hún. Anna segir að auðvitað megi alltaf bæta og efla starfið en bendir á að þegar kemur að því að fá unga krakka til að iðka badminton sé í gangi verkefni sem kallast „shuttle-time“. Það er skólaátak og hafa yfir 100 íþróttakennarar sótt kennslu á vegum sambandsins til að geta miðlað þeirri þekkingu í skólunum. „Kosturinn við badminton er að krakkar koma ekkert bara til að keppa. Hjá okkur má æfa án þess. Við erum með fullt af krökkum sem koma bara til að hreyfa sig sem er hið besta mál,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir.
Innlendar Tengdar fréttir Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira
Vantar að þora að gera krakkana eins góða og hægt er Tinna Helgadóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í badminton, er ekki kát með barna- og unglingastarf á Íslandi. Hún þjálfar í Danmörku en býðst ekki starf á Íslandi. 9. apríl 2014 06:30