Innlendar Sigurður Sveinsson hættur hjá Fylki Stjórn handknattleiksdeildar Fylkis og Sigurður Sveinsson komust í dag að samkomulagi um að Sigurður léti af störfum sem þjálfari liðsins. Gengi Fylkis hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíðinni og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast fyrir Val um helgina. Fjallað verður um málið í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Handbolti 5.12.2006 17:24 Snæfell á toppinn Snæfell vann gríðarlega mikilvægan sigur á Grindavík á útivelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 68-75. Með sigrinum komst Snæfell á topp deildarinnar. Körfubolti 4.12.2006 20:59 Formaður KSÍ: Halldór gefur ekki kost á sér Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns, en kosið verður um hver hreppir embættið á ársþingi sambandsins í febrúar. Enn sem komið er hefur aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, gefið kost á sér. Fótbolti 4.12.2006 12:31 KR tapaði óvænt í Hveragerði Skallagrímur komst upp að hlið KR og Snæfells á topp Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir tiltölulega auðveldan sigur á Þór á Þorlákshöfn í kvöld, 98-80. Á sama tíma tapaði topplið KR fyrir Hamar/Selfoss í Hveragerði, 83-69. Fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld. Körfubolti 3.12.2006 20:48 Óvænt tap HK gegn Stjörnunni HK missti af gullnu tækifæri til að komast á topp DHL-deildar karla í handbolta á nýjan leik með því að bíða í lægri hluti fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum í dag, 27-30. Haukar lögðu Framara af velli og ÍR-ingar höfðu betur gegn Akureyri. Handbolti 3.12.2006 17:42 Kvennalandsliðið hafnaði í 3. sæti Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hafnaði í 3. sæti í undanriðli sínum fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta eftir góðan fimm marka sigur á Ítölum í morgun, 30-25. Rúmenía hafnaði í efsta sæti riðilsins og komst áfram í lokakeppnina. Handbolti 3.12.2006 13:14 Valur lagði Fylki örugglega af velli Valur endurheimti toppsætið í DHL-deild karla í handbolta, að minnsta kosti um stundarsakir, með 28-23 sigri á Fylkismönnum í Laugardalshöllinni í dag. Sigur Valsmanna var afar verðskuldaður en liðið leiddi með um og yfir fimm mörkum frá því um miðjan fyrri hálfleik. Handbolti 2.12.2006 17:48 Tap fyrir Portúgal Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM sem fram fer í Rúmeníu þegar liðið lá 33-29 fyrir Portúgal. Portúgalska liðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda og hafði yfir 16-8 í hálfleik. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Ísland og Hrafnhildur Skúladóttir 6 mörk. Handbolti 1.12.2006 17:16 Spila með rauð nef í kvöld Leikmenn FH og Aftureldingar ætlar að styrkja gott málefni þegar liðin mætast í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Leikmenn beggja liða sem og dómarar, ætla að mæta til leiks með rauð nef og styrkja þar með Barnahjálp SÞ á þessum toppslag í deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:00. Handbolti 1.12.2006 16:09 Frítt á leik Njarðvíkur og Samara Njarðvíkingar spila í kvöld sinn síðasta heimaleik í Evrópukeppninni í haust þegar þeir taka á móti rússneska liðinu Samara, en leikið er í Keflavík. Sparisjóður Keflavíkur hefur ákveðið að bjóða frítt á leikinn sem hefst klukkan 19:15 og því upplagt fyrir alla að mæta á leikinn og styðja við bakið á Njarðvíkingum. Körfubolti 1.12.2006 15:49 Tap hjá Haukastúlkum Haukastúlkur töpuðu 94-67 fyrir liði Gran Canaria á Kanaríeyjum í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld, eftir að hafa verið undir 55-35 í hálfleik. Ifeoma Okonkwo skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig og hirti 7 fráköst. Haukaliðið er því á botni F-riðilsins án sigurs eftir fjóra leiki. Körfubolti 30.11.2006 22:13 Keflvíkingar steinlágu á heimavelli Karlalið Keflvíkinga í körfubolta steinlá á heimavelli sínum fyrir tékkneska liðinu Mlekarna Kunin 108-78 í Áskorendakeppni Evrópu. Keflvíkingar hafa unnið einn leik í riðlinum en tapað þremur. Körfubolti 30.11.2006 21:10 Geir gefur kost á sér Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist með formlegum hætti gefa kost á sér til formennsku hjá knattspyrnusambandinu eftir að Eggert Magnússon lætur af störfum snemma á næsta ári. Geir er einn fjölmargra manna sem nefndir hafa verið til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Eggerts. Íslenski boltinn 30.11.2006 20:36 HSÍ fellir niður sekt Hattar Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fella niður 250.000 króna sekt til handa handknattleiks deild Hattar eftir að liðið mætti ekki til leiks gegn ÍBV í 1. deildinni á dögunum. Eyjamönnum var dæmdur 10-0 sigur í leiknum, en þau úrslit munu standa. Formaður handknattleiksdeildar Hattar og Formaður HSÍ segja að sátt hafi náðst í málinu. Handbolti 30.11.2006 19:31 Keflavík og Haukar í eldlínunni í kvöld Tvö íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld. Karlalið Keflavíkur tekur þá á móti tékkneska liðinu Mlekarna Kunin á heimavelli sínum í Keflavík klukkan 19:15 og Haukastúlkur sækja lið Canarias heim á Las Palmas. Körfubolti 30.11.2006 15:00 Keflavík lagði Grindavík Keflavíkurstúlkur halda öðru sætinu efstu deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á grönnum sínum í Grindavík í Sláturhúsinu í kvöld. Takesha Watson skoraði 32 stig fyrir Keflavík, en Tamara Bowie skoraði 39 stig fyrir Grindavík. Körfubolti 29.11.2006 22:28 Fram lagði Fylki Fram er enn í þriðja sæti DHL deildar karla í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Fylki í Safamýri 34-29 eftir að hafa leitt í hálfleik 18-12. Fylkir er í næst neðsta sæti deildarinnar. Handbolti 29.11.2006 22:18 Fram tekur á móti Fylki Einn leikur er á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Íslandsmeistarar Fram taka þá á móti Fylki í Framhúsinu í Safamýri og hefst leikurinn klukkan 20. Fram er í þriðja sæti deildarinnar, en Fylkir er í næst neðsta sæti. Þá er rétt að minna á stórleik í kvennakörfunni þar sem Keflavík tekur á móti Grindavík í Keflavík klukkan 19:15. Handbolti 29.11.2006 17:09 Fjölnir mætir Keflavík Í dag var dregið í 16-liða úrslitin í bikarkeppni Lýsingar í körfubolta. Þrjár af átta viðureignum í umferðinni verða einvígi úrvalsdeildarliða þar sem Fjölnir tekur á móti Keflavík, Tindastóll mætir KR og þá mætast suðurlandsliðin Hamar/Selfoss og Þór úr Þorlákshöfn. Körfubolti 29.11.2006 16:04 Ísland lagði Asera Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann sigur á Aserum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Rúmeníu í dag 31-28. Íslenska liðið var yfir 18-13 í hálfleik. Hanna Stefánsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir íslenska liðið í dag og Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 5 mörk. Liðið mætir Portúgölum klukkan 15 að íslenskum tíma á föstudaginn. Handbolti 28.11.2006 17:17 Grindavík lagði Snæfell Grindavík lagði Snæfell 87-82 í stórleik dagsins í 32 liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar í körfubolta. Steven Thomas skoraði 23 stig og hirti 8 fráköst fyrir Grindavík og Adam Darboe skoraði 18 stig. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Snæfell, Sigurður Þorvaldsson 17 og Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og hirti 15 fráköst. Körfubolti 26.11.2006 22:06 Akureyri lagði Val Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta í dag 25-22. Goran Gusic skoraði 8 mörk fyrir Akureyri en þeir Ingvar Árnason og Baldvin Þorsteinsson skoruðu 4 hvor fyrir Val. Handbolti 26.11.2006 17:47 Haukar lögðu ÍR Haukar lögðu ÍR 31-29 í DHL deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í leikhléi 16-13. Árni Þór Sigtryggsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Guðmundur Pedersen 7. Brynjar Steinarsson skoraði 8 mörk fyrir ÍR og þeir Jón Gunnarsson og Björgvin Hólmgeirsson 6 hvor. Handbolti 26.11.2006 17:28 Hálfleiksstaðan í DHL deildinni Haukar hafa yfir 16-13 gegn ÍR í viðureign liðanna í DHL deild karla á Ásvöllum. Guðmundur Pedersen og Árni Sigtryggsson hafa skorað 5 mörk hvor fyrir Hauka, en þeir Brynjar Steinarsson, Jón Gunnarsson og Linaf Kalasuaskas 3 hver fyrir ÍR. Handbolti 26.11.2006 16:38 Zydrunas Savickas sterkastur Zydrunas Savickas tryggði sér í kvöld nafnbótina sterkasti maður heims hjá IFSA sambandinu þegar hann hafði betur gegn Misha Koklyaev í síðustu greininni á mótinu sem fram fór í Reiðhöllinni í Víðidal. Sport 25.11.2006 21:06 Auðveldur sigur Fram á Stjörnunni Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handbolta í dag. Íslandsmeistarar Fram burstuðu Stjörnuna 31-20 í Safamýri. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 10 mörk fyrir Fram í dag, þar af 9 úr vítum, en Guðmundur Guðmundsson skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna. Handbolti 25.11.2006 18:07 Ísland lagði Færeyjar öðru sinni Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði það færeyska í annað sinn á tveimur dögum í æfingaleik þjóðanna í Framhúsinu í dag 27-21 eftir að hafa leitt í hálfleik 16-11. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk Rakel Bragadóttir 4 og Hanna Stefánsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Eva Kristinsdóttir skoruðu 3 hver. Handbolti 25.11.2006 15:46 Benedikt í fjórða sæti eftir fyrri daginn Benedikt Magnússon hafnaði í fjórða sæti eftir fyrri daginn í úrslitum mótsins um sterkasta mann heims hjá IFSA aflraunasambandinu í Reiðhöllinni í Víðidal í gær. Keppni heldur áfram í Víðidalnum í dag og þá færst úr því skorið hver er sterkasti maður heims. Þeir Savickas og Koklyaev voru jafnir í efsta sæti eftir fyrsta daginn. Sport 25.11.2006 14:40 Auðveldur sigur á Færeyingum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld auðveldan sigur á því færeyska í Framhúsinu 43-11 eftir að hafa leitt í hálfleik 23-7. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 10 mörk, Dagný Skúladóttir skoraði 6 mörk og þær Ágústa Edda Björnsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested 5 hvor. Liðin eigast aftur við á sama stað á morgun klukkan 14:15. Handbolti 24.11.2006 21:38 Margrét með þrennu í stórsigri Keflvíkinga Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld og ekki hægt að segja að þar hafi spennan verið í fyrirrúmi. Keflavíkurstúlkur rótburstuðu Blika 115-59 á útivelli og grannar þeirra úr Grindavík lögðu Hamar 93-44 í Hveragerði. Þá urðu Fjölnismenn fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar með naumum 83-82 sigri á Þór á Akureyri. Körfubolti 24.11.2006 21:20 « ‹ 36 37 38 39 40 41 42 43 44 … 75 ›
Sigurður Sveinsson hættur hjá Fylki Stjórn handknattleiksdeildar Fylkis og Sigurður Sveinsson komust í dag að samkomulagi um að Sigurður léti af störfum sem þjálfari liðsins. Gengi Fylkis hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíðinni og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast fyrir Val um helgina. Fjallað verður um málið í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Handbolti 5.12.2006 17:24
Snæfell á toppinn Snæfell vann gríðarlega mikilvægan sigur á Grindavík á útivelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 68-75. Með sigrinum komst Snæfell á topp deildarinnar. Körfubolti 4.12.2006 20:59
Formaður KSÍ: Halldór gefur ekki kost á sér Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns, en kosið verður um hver hreppir embættið á ársþingi sambandsins í febrúar. Enn sem komið er hefur aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, gefið kost á sér. Fótbolti 4.12.2006 12:31
KR tapaði óvænt í Hveragerði Skallagrímur komst upp að hlið KR og Snæfells á topp Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir tiltölulega auðveldan sigur á Þór á Þorlákshöfn í kvöld, 98-80. Á sama tíma tapaði topplið KR fyrir Hamar/Selfoss í Hveragerði, 83-69. Fjórir leikir voru á dagskrá í kvöld. Körfubolti 3.12.2006 20:48
Óvænt tap HK gegn Stjörnunni HK missti af gullnu tækifæri til að komast á topp DHL-deildar karla í handbolta á nýjan leik með því að bíða í lægri hluti fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum í dag, 27-30. Haukar lögðu Framara af velli og ÍR-ingar höfðu betur gegn Akureyri. Handbolti 3.12.2006 17:42
Kvennalandsliðið hafnaði í 3. sæti Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hafnaði í 3. sæti í undanriðli sínum fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta eftir góðan fimm marka sigur á Ítölum í morgun, 30-25. Rúmenía hafnaði í efsta sæti riðilsins og komst áfram í lokakeppnina. Handbolti 3.12.2006 13:14
Valur lagði Fylki örugglega af velli Valur endurheimti toppsætið í DHL-deild karla í handbolta, að minnsta kosti um stundarsakir, með 28-23 sigri á Fylkismönnum í Laugardalshöllinni í dag. Sigur Valsmanna var afar verðskuldaður en liðið leiddi með um og yfir fimm mörkum frá því um miðjan fyrri hálfleik. Handbolti 2.12.2006 17:48
Tap fyrir Portúgal Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM sem fram fer í Rúmeníu þegar liðið lá 33-29 fyrir Portúgal. Portúgalska liðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda og hafði yfir 16-8 í hálfleik. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Ísland og Hrafnhildur Skúladóttir 6 mörk. Handbolti 1.12.2006 17:16
Spila með rauð nef í kvöld Leikmenn FH og Aftureldingar ætlar að styrkja gott málefni þegar liðin mætast í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Leikmenn beggja liða sem og dómarar, ætla að mæta til leiks með rauð nef og styrkja þar með Barnahjálp SÞ á þessum toppslag í deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:00. Handbolti 1.12.2006 16:09
Frítt á leik Njarðvíkur og Samara Njarðvíkingar spila í kvöld sinn síðasta heimaleik í Evrópukeppninni í haust þegar þeir taka á móti rússneska liðinu Samara, en leikið er í Keflavík. Sparisjóður Keflavíkur hefur ákveðið að bjóða frítt á leikinn sem hefst klukkan 19:15 og því upplagt fyrir alla að mæta á leikinn og styðja við bakið á Njarðvíkingum. Körfubolti 1.12.2006 15:49
Tap hjá Haukastúlkum Haukastúlkur töpuðu 94-67 fyrir liði Gran Canaria á Kanaríeyjum í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld, eftir að hafa verið undir 55-35 í hálfleik. Ifeoma Okonkwo skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig og hirti 7 fráköst. Haukaliðið er því á botni F-riðilsins án sigurs eftir fjóra leiki. Körfubolti 30.11.2006 22:13
Keflvíkingar steinlágu á heimavelli Karlalið Keflvíkinga í körfubolta steinlá á heimavelli sínum fyrir tékkneska liðinu Mlekarna Kunin 108-78 í Áskorendakeppni Evrópu. Keflvíkingar hafa unnið einn leik í riðlinum en tapað þremur. Körfubolti 30.11.2006 21:10
Geir gefur kost á sér Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist með formlegum hætti gefa kost á sér til formennsku hjá knattspyrnusambandinu eftir að Eggert Magnússon lætur af störfum snemma á næsta ári. Geir er einn fjölmargra manna sem nefndir hafa verið til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Eggerts. Íslenski boltinn 30.11.2006 20:36
HSÍ fellir niður sekt Hattar Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fella niður 250.000 króna sekt til handa handknattleiks deild Hattar eftir að liðið mætti ekki til leiks gegn ÍBV í 1. deildinni á dögunum. Eyjamönnum var dæmdur 10-0 sigur í leiknum, en þau úrslit munu standa. Formaður handknattleiksdeildar Hattar og Formaður HSÍ segja að sátt hafi náðst í málinu. Handbolti 30.11.2006 19:31
Keflavík og Haukar í eldlínunni í kvöld Tvö íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld. Karlalið Keflavíkur tekur þá á móti tékkneska liðinu Mlekarna Kunin á heimavelli sínum í Keflavík klukkan 19:15 og Haukastúlkur sækja lið Canarias heim á Las Palmas. Körfubolti 30.11.2006 15:00
Keflavík lagði Grindavík Keflavíkurstúlkur halda öðru sætinu efstu deild kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á grönnum sínum í Grindavík í Sláturhúsinu í kvöld. Takesha Watson skoraði 32 stig fyrir Keflavík, en Tamara Bowie skoraði 39 stig fyrir Grindavík. Körfubolti 29.11.2006 22:28
Fram lagði Fylki Fram er enn í þriðja sæti DHL deildar karla í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Fylki í Safamýri 34-29 eftir að hafa leitt í hálfleik 18-12. Fylkir er í næst neðsta sæti deildarinnar. Handbolti 29.11.2006 22:18
Fram tekur á móti Fylki Einn leikur er á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Íslandsmeistarar Fram taka þá á móti Fylki í Framhúsinu í Safamýri og hefst leikurinn klukkan 20. Fram er í þriðja sæti deildarinnar, en Fylkir er í næst neðsta sæti. Þá er rétt að minna á stórleik í kvennakörfunni þar sem Keflavík tekur á móti Grindavík í Keflavík klukkan 19:15. Handbolti 29.11.2006 17:09
Fjölnir mætir Keflavík Í dag var dregið í 16-liða úrslitin í bikarkeppni Lýsingar í körfubolta. Þrjár af átta viðureignum í umferðinni verða einvígi úrvalsdeildarliða þar sem Fjölnir tekur á móti Keflavík, Tindastóll mætir KR og þá mætast suðurlandsliðin Hamar/Selfoss og Þór úr Þorlákshöfn. Körfubolti 29.11.2006 16:04
Ísland lagði Asera Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann sigur á Aserum í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Rúmeníu í dag 31-28. Íslenska liðið var yfir 18-13 í hálfleik. Hanna Stefánsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir íslenska liðið í dag og Rakel Dögg Bragadóttir skoraði 5 mörk. Liðið mætir Portúgölum klukkan 15 að íslenskum tíma á föstudaginn. Handbolti 28.11.2006 17:17
Grindavík lagði Snæfell Grindavík lagði Snæfell 87-82 í stórleik dagsins í 32 liða úrslitum bikarkeppni Lýsingar í körfubolta. Steven Thomas skoraði 23 stig og hirti 8 fráköst fyrir Grindavík og Adam Darboe skoraði 18 stig. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Snæfell, Sigurður Þorvaldsson 17 og Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og hirti 15 fráköst. Körfubolti 26.11.2006 22:06
Akureyri lagði Val Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta í dag 25-22. Goran Gusic skoraði 8 mörk fyrir Akureyri en þeir Ingvar Árnason og Baldvin Þorsteinsson skoruðu 4 hvor fyrir Val. Handbolti 26.11.2006 17:47
Haukar lögðu ÍR Haukar lögðu ÍR 31-29 í DHL deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í leikhléi 16-13. Árni Þór Sigtryggsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Guðmundur Pedersen 7. Brynjar Steinarsson skoraði 8 mörk fyrir ÍR og þeir Jón Gunnarsson og Björgvin Hólmgeirsson 6 hvor. Handbolti 26.11.2006 17:28
Hálfleiksstaðan í DHL deildinni Haukar hafa yfir 16-13 gegn ÍR í viðureign liðanna í DHL deild karla á Ásvöllum. Guðmundur Pedersen og Árni Sigtryggsson hafa skorað 5 mörk hvor fyrir Hauka, en þeir Brynjar Steinarsson, Jón Gunnarsson og Linaf Kalasuaskas 3 hver fyrir ÍR. Handbolti 26.11.2006 16:38
Zydrunas Savickas sterkastur Zydrunas Savickas tryggði sér í kvöld nafnbótina sterkasti maður heims hjá IFSA sambandinu þegar hann hafði betur gegn Misha Koklyaev í síðustu greininni á mótinu sem fram fór í Reiðhöllinni í Víðidal. Sport 25.11.2006 21:06
Auðveldur sigur Fram á Stjörnunni Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handbolta í dag. Íslandsmeistarar Fram burstuðu Stjörnuna 31-20 í Safamýri. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 10 mörk fyrir Fram í dag, þar af 9 úr vítum, en Guðmundur Guðmundsson skoraði 5 mörk fyrir Stjörnuna. Handbolti 25.11.2006 18:07
Ísland lagði Færeyjar öðru sinni Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði það færeyska í annað sinn á tveimur dögum í æfingaleik þjóðanna í Framhúsinu í dag 27-21 eftir að hafa leitt í hálfleik 16-11. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst í íslenska liðinu með 5 mörk Rakel Bragadóttir 4 og Hanna Stefánsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Eva Kristinsdóttir skoruðu 3 hver. Handbolti 25.11.2006 15:46
Benedikt í fjórða sæti eftir fyrri daginn Benedikt Magnússon hafnaði í fjórða sæti eftir fyrri daginn í úrslitum mótsins um sterkasta mann heims hjá IFSA aflraunasambandinu í Reiðhöllinni í Víðidal í gær. Keppni heldur áfram í Víðidalnum í dag og þá færst úr því skorið hver er sterkasti maður heims. Þeir Savickas og Koklyaev voru jafnir í efsta sæti eftir fyrsta daginn. Sport 25.11.2006 14:40
Auðveldur sigur á Færeyingum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld auðveldan sigur á því færeyska í Framhúsinu 43-11 eftir að hafa leitt í hálfleik 23-7. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 10 mörk, Dagný Skúladóttir skoraði 6 mörk og þær Ágústa Edda Björnsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested 5 hvor. Liðin eigast aftur við á sama stað á morgun klukkan 14:15. Handbolti 24.11.2006 21:38
Margrét með þrennu í stórsigri Keflvíkinga Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld og ekki hægt að segja að þar hafi spennan verið í fyrirrúmi. Keflavíkurstúlkur rótburstuðu Blika 115-59 á útivelli og grannar þeirra úr Grindavík lögðu Hamar 93-44 í Hveragerði. Þá urðu Fjölnismenn fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar með naumum 83-82 sigri á Þór á Akureyri. Körfubolti 24.11.2006 21:20