Innlendar

Fréttamynd

Jakob Jóhann: Var búinn að stefna á að bæta mig á þessu móti

Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi fór mikinn á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem lauk í dag. Jakob Jóhann setti Íslandsmet í öllum þremur keppnisgreinum sínum á mótinu og hjó þess fyrir utan nálægt Norðurlandametum og var vitaskuld sáttur í mótslok.

Sport
Fréttamynd

ÍM25: Erla Dögg með glæsilegt Íslandsmet

Lokadagur Íslandsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug í Laugardalslaug hófst með stæl í morgun þegar sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir setti enn eitt Íslandsmetið á mótinu en þau eru nú orðin tíu talsins.

Sport
Fréttamynd

ÍM25: Jakob Jóhann með enn eitt Íslandsmetið

Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi er heldur betur að standa sig á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Laugardalslaug í dag en hann var að setja Íslandsmet í 100 metra bringusundi.

Sport
Fréttamynd

EM fatlaðra: Tveir Íslendingar í úrslit

Fimmti keppnisdagur á EM fatlaðra í sundi rann upp í morgun þegar undanrásir fóru fram. Tveir Íslendingar - Jón Margeir Sverrisson og Adrian Óskar Sindelka Erwin - komust í úrslit í 200 metra fjórsundi í flokki S14 (þroskahamlaðra).

Sport
Fréttamynd

Gerpla heldur aðalfund sinn í kvöld

Aðalfundur Íþróttafélagsins Gerplu verður í Versölum í kvöld og hefst klukkan 20.00 með venjulegum aðalfundarstörfum. Fundurinn er vegna tímabilsins 1. júní 2008 til 31. maí 2009. Vetrarstarf Gerplu er komið á fulla ferð en það hófst 24. ágúst síðastliðinn.

Sport
Fréttamynd

Kristín Birna: Ég var búin að bíða lengi og þetta er mjög sætur sigur

„Þetta var æðislegt. Það gekk bara allt okkur í hag núna og það var kominn tími til að við tækjum bikarinn. Ég var búin að bíða lengi og þetta er mjög sætur sigur," sagði Kristín Birna Ólafsdóttir sem vann tvær einstaklingsgreinar og tryggði ÍR síðan bikarinn með því að hlaupa sigursprettinn í 1000 metra boðhlaupi kvenna sem var síðasta grein bikarkeppninnar í ár.

Sport
Fréttamynd

Þráinn: Erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár

Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, hefur þurft að bíða lengi eftir bikarnum en hann hefur ásamt fleiri góðu fólki hjá félaginu unnið markvisst uppbyggingastarf síðustu ár sem er að skila sér með bikarmeistaratitlinum í dag. ÍR endaði í dag fimmtán ára sigurgöngu FH og endurheimti bikarinn eftir tveggja áratuga bið.

Sport
Fréttamynd

ÍR-ingar bikarmeistarar í frjálsum í fyrsta sinn í tuttugu ár

Það mátti sjá bros á andlitum margra ÍR-inga í Laugardalnum í dag þegar ÍR tryggði sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn frá árinu 1989. ÍR-liðið endaði um leið fimmtán ára sigurgöngu FH-inga sem höfðu unnið bikarmeistaratitilinn samfellt frá og með árinu 1994. FH-ingar urðu í 2. sæti nú en unnu þó karlakeppnina.

Sport
Fréttamynd

ÍR að stöðva sigurgöngu FH - efst eftir fyrri daginn

ÍR-ingar hafa forustu í bikarkeppni FRÍ eftir fyrri daginn en keppnin klárast í dag. ÍR-liðið fékk 87 stig í gærkvöldi eða 8 stigum meira en FH. Sameiginlegt lið Norðurlands er í 3. sæti með 62 stigum eða tveimur stigum á undan sameiginlegu liði Ármanns og Fjölnis.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur setti Íslandsmet - Ragnheiður nálægt sínu besta

Íslenska sundfólkið fer afar vel af stað á Heimsmeistaramótinu í sundi sem nú fer fram í Rómarborg á Ítalíu. Í morgun setti Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi þegar hún synti á tímanum 2:31,39 en gamla metið hennar var 2:32,29 og því um stórbætingu að ræða.

Golf
Fréttamynd

Jakob Jóhann bætti eigið Íslandsmet

Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi keppti í morgun í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Róm á Ítalíu og gerði sér lítið fyrir og bætti þar eigið Íslandsmet í greininni.

Sport