Sport

Kristín Birna: Ég var búin að bíða lengi og þetta er mjög sætur sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Birna Ólafsdóttir (í miðju)fagnar hér sigri ásamt ungum ÍR-meyjum.
Kristín Birna Ólafsdóttir (í miðju)fagnar hér sigri ásamt ungum ÍR-meyjum. Mynd/Óskar

„Þetta var æðislegt. Það gekk bara allt okkur í hag núna og það var kominn tími til að við tækjum bikarinn. Ég var búin að bíða lengi og þetta er mjög sætur sigur," sagði Kristín Birna Ólafsdóttir sem vann tvær einstaklingsgreinar og tryggði ÍR síðan bikarinn með því að hlaupa sigursprettinn í 1000 metra boðhlaupi kvenna sem var síðasta grein bikarkeppninnar í ár.

„Ég er mjög ánægð með mitt. Þetta er mitt fyrsta og síðasta mót í ár því ég fór í aðgerð og er búin að vera frá í ár. Ég æfði vel fyrir þetta mót og það gekk bara vel," segir Kristín Birna sem vann 110 metra grindarhlaup og 400 metra grindarhlaup.

„Þetta var öruggara en við bjuggumst við því það bjóst enginn við að við myndum vinna með svona miklum mun. Það gekk svona rosalega vel hjá okkur," sagði Kristín Birna en ÍR vann stigakeppnina með 17 stigum.

„Við erum búin að vera með ungt og efnilegt lið í mörg ár og þetta hefur alltaf verið svona alveg að koma. Þetta unga og efnilega lið er bara orðið gott og hefur vaxið vel saman," sagði Kristín Birna að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×