Sport

ÍM25: Jakob Jóhann með enn eitt Íslandsmetið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson.
Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Eyþór

Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi er heldur betur að standa sig á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í Laugardalslaug í dag en hann var að setja Íslandsmet í 100 metra bringusundi.

Jakob Jóhann setti einnig Íslandsmet í 200 metra bringusundi í gær og hjó þá nálægt Norðurlandameti og það sama var uppi á teningnum núna.

Jakob Jóhann synti 100 metrana á 58,91 sekúndu og stórbætti Íslandsmetið en Norðurlandametið í greininni á Alexander Dale Oen sem synti á 58,14 sekúndum.

Tími Jakobs Jóhanns í 100 metra bringusundinu er annar besti tími í Evrópu miðað við nýtt sundár en ef miðað er við allt árið 2009 er þetta annar besti tími á Norðurlöndum og sextándi besti tími í Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×