Íþróttir

Fréttamynd

Williams ætlar á topp þrjú

Frank Williams hefur gefið það út að lið hans, sem nú ekur með Cosworth-vélar í stað BMW, eigi að geta náð á topp þrjú í keppni bifreiðasmiða á komandi tímabili í Formúlu 1.

Sport
Fréttamynd

Handtekinn eftir átök á heimili sínu

Franski framherjinn Djibril Cisse var handtekinn á heimili sínu í gærkvöldi eftir að konan hans hringdi á lögreglu. Kona hans ákærði hann fyrir ofbeldi, en honum var sleppt með aðvörun. Þetta kemur ekki til með að hjálpa Cisse að halda sæti sínu í liði Liverpool á næstunni, en leikmaðurinn hefur sterkt orðaður við Marseille í heimalandi sínu á síðustu vikum.

Sport
Fréttamynd

Serbar lögðu Ungverja

Serbar hlutu sín fyrstu stig í C-riðlinum á EM í Sviss í kvöld þegar liðið lagði Ungverja að velli 29-24. Serbar hafa því hlotið tvö stig í riðlinum eins og Íslendingar og Danir, en frændþjóðirnar mætast nú klukkan 19:15. Ungverjar eru á botni riðilsins með ekkert stig og mæta íslenska liðinu á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Fowler kominn aftur til Liverpool

Framherjinn Robbie Fowler hefur mjög óvænt verið keyptur aftur til Liverpool og verður hjá liðinu í það minnsta út leiktíðina. Fowler hefur leikið með Manchester City á undanförnum árum, en skoraði á sínum tíma 171 mark í 330 leikjum fyrir þá rauðu.

Sport
Fréttamynd

Svík ekki Skotland

Sir Alex Ferguson sló á létta strengi í dag þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að hann tæki við enska landsliðinu, en hann furðar sig jafnframt á því að vinnubrögð breskra fjölmiðla hafi ekki verið fordæmd í kjölfar þess að Sven-Göran Eriksson var nánast flæmdur úr starfi á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Indiana - Cleveland í beinni

Leikur Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan hálf eitt, en þar á undan verður leikur LA Lakers og Toronto frá því fyrir viku. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum og skráði nafn sitt á spjöld sögunnar, en sá leikur verður sýndur klukkan 23:00.

Sport
Fréttamynd

Ólafur verður með á móti Ungverjum

Þær fréttir voru að berast úr herbúðum íslenska landsliðsins í Sviss að Ólafur Stefánsson er ekki með brákuð rifbein eins og óttast var og mun hann því verða með á móti Ungverjum í síðasta leik íslenska liðsins í C-riðli á sunnudag. Ólafur er nokkuð þjáður af meiðslunum, en ætlar að reyna allt sem hann getur til að spila.

Sport
Fréttamynd

Raikkönen hefur áhyggjur

Finnski ökuþórinn Kimi Raikönnen segir að lið McLaren Mercedes verði að láta hendur standa fram úr ermum á næstunni, því hann hafi áhyggjur af vél nýja bílsins sem þegar sé farin að verða liðinu til trafala á fyrstu æfingum tímabilsins.

Sport
Fréttamynd

Rodman spilar á Englandi á laugardag

Villingurinn Dennis Rodman er ekki búinn að syngja sitt síðasta á körfuboltavellinum og hann hefur nú gert eins leiks samning við enska liðið Brighton Bears og mun spila með liðinu þegar það mætir Guildford Heat á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmótið í bekkpressu á morgun

Íslandsmótið í bekkpressu verður haldið í Laugardalshöllinni á morgun og hefjast átökin klukkan 14. Góð þáttaka verður í mótinu og er fastlega búist við að Íslandsmet muni falla, ekki síst í léttari flokkunum.

Sport
Fréttamynd

Skipti hjá Boston og Minnesota

Minnesota Timberwolves og Boston Celtics skiptu í nótt 7 leikmönnum með það fyrir augum að hrista upp í liðum sínum, sem hefur ekki gengið vel það sem af er vetrar. Mestu munar þar um að framherjinn Wally Szczerbiak fer til Boston og bakvörðurinn Ricky Davis fer til Minnesota.

Sport
Fréttamynd

Phoenix skellti Miami

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns lagði Miami Heat á útivelli 107-98. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 22 stig og Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en fjórir leikmenn liðsins skoruðu 19 stig eða meira í leiknum. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Steve McClaren semur við Boro til 2009

Steve McClaren, stjóri Middlesbrough, hefur undirritað framlengingu á samningi sínum við félagið sem gildir til ársins 2009. McClaren hefur verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfarastarfið á Englandi síðan Sven-Göran Eriksson tilkynnti að hann mundi hætta eftir HM í sumar, en nú virðist ólíklegt að McClaren verði eftirmaður hans.

Sport
Fréttamynd

Sögulegt tap hjá Chelsea

Knattspyrnufélagið Chelsea var rekið með 140 milljón punda halla á síðasta ári, en það er mesta tap hjá einu félagi í knattspyrnusögunni. Hallinn var 88 milljónir punda á árinu þar á undan, en forráðamenn Chelsea telja til nokkrar ástæður fyrir svo hrikalegum halla nú.

Sport
Fréttamynd

Federer á siglingu

Stigahæsti tennisleikari heims, Roger Federer, verður ekki árennilegur í úrslitaleik opna ástralska meistaramótsins í tennis, en hann tryggði sér farseðilinn þangað með sannfærandi sigri á Nicolas Kiefer í dag, 6-3, 5-7, 6-0 og 6-2. Federer mætir þar "öskubuskuævintýrinu" Marcos Baghdatis frá Grikklandi.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Stefánsson ekki með gegn Dönum

Ólafur Stefánsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í gegn Dönum á EM í Sviss í kvöld en óttast er að hann sé með brákað rifbein eftir átökin við Serbana í gær. Svo gæti farið að Ólafur yrði ekki meira með í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Svíum aftur

Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur í riðli með Svíum, Spánverjum, Dönum, Lettum, Norður-Írum og Liechtenstein í undankeppni EM 2008, en dregið var í riðla í morgun.

Sport
Fréttamynd

Seattle - Dallas í beinni

Leikur Seattle Supersonics og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt og hefst leikurinn klukkan 3:30. Leikurinn verður svo endursýndur í fyrramálið og fram að hádegi. Bæði lið hafa verið á góðu skriði á undanförnum dögum.

Sport
Fréttamynd

Woods náði sér ekki á strik

Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta hring á Buick Invitational mótinu í Kaliforníu í kvöld. Woods á titil að verja á mótinu, sem er nokkuð sterkt, en hann lék fyrsta hringinn á 71 höggi. Þrír kylfingar deila með sér toppsætinu á mótinu og eru á 66 höggum.

Sport
Fréttamynd

Danir sigruðu Ungverja

Danir lögðu Ungverja á EM í handbolta í kvöld 29-25, en liðin eru með okkur Íslendingum í C-riðli. Þá lögðu Slóvenar Svisslendinga 29-25 í A-riðli og Rússar lögðu Norðmenn 24-21 í D-riðlinum.

Sport
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri Toronto rekinn

Forseti NBA-liðs Toronto Raptors rak í dag framkvæmdastjórann Rob Babcock úr starfi eftir að hann hafði starfað í aðeins eitt og hálft ár hjá félaginu. Babcock var nokkuð umdeildur fyrir störf sín fyrir félagið, ekki síst þegar hann skipti Vince Carter í burtu og valdi svo leikmann í nýliðavalinu í fyrra sem reyndist vonlaus.

Sport
Fréttamynd

Mikið tap á árinu

Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið hafi verið rekið með miklu tapi á síðasta ári eins og á árinu þar á undan, en formlegar tölur þess efnis verða gerðar opinberar á morgun. "Stefnan hjá okkur hefur alltaf verið að koma félaginu yfir í það að skila hagnaði, en það verður nú ekki strax," sagði Buck.

Sport
Fréttamynd

Keflavík marði Snæfell

Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar mörðu sigur á Snæfelli á heimavelli sínum 86-84, Njarðvík lagði Hauka á útivelli 97-72, Grindavík lagði Hamar 83-72, Þór tapaði heima fyrir Fjölni 87-80, KR lagði Skallagrím 85-75 og ÍR sigraði Hött 94-81 í Seljaskóla.

Sport
Fréttamynd

Clijsters frá í tvo mánuði

Belgíska tenniskonan Kim Clijsters verður frá keppni í um tvo mánuði vegna meiðslanna sem urðu þess valdandi að hún varð að hætta keppni í undanúrslitaeinvígi sínu við Amelie Mauresmo á opna ástralska meistaramótinu.

Sport
Fréttamynd

Túnis áfram

Núverandi Afríkumeistarar Túnis eru komnir upp úr riðlakeppninni eftir öruggan sigur á Suður Afríku í Alexandríu í dag, 2-0. Það voru þeir Francileudo dos Santos og Slim Benachour sem skoruðu mörk Túnis. Þá er Gínea einnig komið í undanúrslitin eftir 2-1 sigur á Zambíu í dag.

Sport
Fréttamynd

Hugar strax að eftirmanni Eriksson

Brian Barwick, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, segir að ekki verði beðið lengi með að huga að ráðningu eftirmanns Sven-Göran Eriksson og í dag sagði hann að stefna sambandsins varðandi ráðninguna yrði mörkuð á fundi strax í næstu viku.

Sport
Fréttamynd

Viggó kátur með sína menn

Landsliðsþálfarinn Viggó Sigurðsson var kampakátur með sína menn í kvöld eftir að íslenska landsliðið bar sigurorð af Serbum í fyrsta leik á EM. Viggó var fyrst og fremst ánægður með leik liðsins í fyrri hálfleik, en sagðist hafa búist við grófum leik og sú hafi orðið raunin.

Sport
Fréttamynd

Super Aguri verður ellefta liðið

Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, samþykkti í dag formlega að veita liði Super Aguri keppnisrétt í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili og verður liðið því það ellefta sem keppir um heimsmeistaratitilinn í ár.

Sport
Fréttamynd

Heil umferð í kvöld

Heil umferð er á dagskrá í körfuknattleik karla í kvöld og hefjast leikirnir allir nú klukkan 19:15. Haukar og Njarðvík mætast í Hafnarfirði, Hamar/Selfoss mætir Grindavík, Þór fær Fjölni í heimsókn, Keflavík mætir Snæfelli, KR fær Skallagrím í heimsókn og ÍR tekur á móti Hetti í Seljaskóla.

Sport
Fréttamynd

Úrslit dagsins

Nokkrum leikjum er þegar lokið á EM í handbolta í dag. Þjóðverjar og Spánverjar gerðu jafntefli 31-31 í opnunarleik mótsins, en liðin keppa í B-riðli. Í öðrum leik riðilsins burstuðu Frakkar Slóvaka 35-21.

Sport