Sport

Hugar strax að eftirmanni Eriksson

Leitin að eftirmanni Eriksson hefst strax í næstu viku
Leitin að eftirmanni Eriksson hefst strax í næstu viku NordicPhotos/GettyImages

Brian Barwick, yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, segir að ekki verði beðið lengi með að huga að ráðningu eftirmanns Sven-Göran Eriksson og í dag sagði hann að stefna sambandsins varðandi ráðninguna yrði mörkuð á fundi strax í næstu viku.

Mikið er rætt um það á Englandi þessa dagana hvort næsti stjóri Englendinga verði heimamaður eða útlendingur, en flestir Englendingar virðast þó vera sammála um að ráða ætti heimamann í starfið eftir hrakfarir Eriksson í fjölmiðlum að undanförnu.

Af svokölluðum heimamönnum þykja þeir Sam Allardyce hjá Bolton, Steve McClaren hjá Boro, Alan Curbishley hjá Charlton, Stuart Pearce hjá Manchester City og Paul Jewell hjá Wigan koma helst til greina, en af útlendingum sem nefndir hafa verið til sögunar má nefna Fabio Capello, Guus Hiddink, Ottmar Hitzfeld og Luiz Felipe Scolari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×