Sport

Svík ekki Skotland

Sir Alex Ferguson er Skoti í húð og hár
Sir Alex Ferguson er Skoti í húð og hár NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson sló á létta strengi í dag þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að hann tæki við enska landsliðinu, en hann furðar sig jafnframt á því að vinnubrögð breskra fjölmiðla hafi ekki verið fordæmd í kjölfar þess að Sven-Göran Eriksson var nánast flæmdur úr starfi á dögunum.

"Ég mundi aldrei svíkja Skotland," sagði Ferguson og glotti, þegar hann var spurður hvort hann vildi taka við enska landsliðinu. "Ég er hinsvegar dálítið hissa á því að vinnubrögð News of the World hafi ekki verið gagnrýnd meira en raun ber vitni í máli Eriksson, en það kemur mér svosem ekki við," sagði Ferguson og bætti við að nóg væri af hæfum stjórum á Englandi til að taka við af Svíanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×