Sport

Sögulegt tap hjá Chelsea

Chelsea var rekið með 140 milljón punda halla á síðasta ári
Chelsea var rekið með 140 milljón punda halla á síðasta ári NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnufélagið Chelsea var rekið með 140 milljón punda halla á síðasta ári, en það er mesta tap hjá einu félagi í knattspyrnusögunni. Hallinn var 88 milljónir punda á árinu þar á undan, en forráðamenn Chelsea telja til nokkrar ástæður fyrir svo hrikalegum halla nú.

Á heimasíðu félagsins kemur fram að það hafi kostað félagið 25,5 milljónir punda að rifta samningi sínum við Umbro, 5 milljónir hafi farið í knattspyrnuskóla félagsins og svo hafi það tapað tæpum 23 milljónum punda á kaupunum á þeim Sebastian Veron og Adrian Mutu. Peningar sem félagið fær fyrir nýjan auglýsingasamning við Adidas og Samsung koma til að mynda ekki inn í þessar upphæðir. Kostnaður við launagreiðslur hefur dregist saman hjá félaginu úr 115,5 milljónum í 108,9 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×