Íþróttir Móðir Iversons kaupir lið Hin mjög svo skrautlega móðir Allens Iversons, Ann Iverson, gerði sér lítið fyrir og keypti nýtt lið í ABA-deildinni. Liðið mun leika í Richmond og bera nafnið Warriors. Sport 26.8.2006 20:19 Íslendingar mættu ofjörlum sínum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði í gær stórt, 4-0, fyrir einu besta kvennalandsliði í heimi. Varnarleikur liðsins var góður fyrsta klukkutímann en eftir það var allur vindur úr íslenska liðinu. Sport 26.8.2006 20:19 Of stórt að tapa 0-4 "Mér fannst við spila þennan leik að mörgu leyti mjög vel framan af og mér finnst úrslitin full stór miðað við gang leiksins," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, sem stýrði liðinu í fjarveru Jörundar Áka Sveinssonar sem var í banni. Elísabet sagði að bæði Ásthildur Helgadóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hefðu átt við veikindi að stríða og það hefði haft sitt að segja fyrir liðið. Sport 26.8.2006 20:19 Stjörnusigur hjá konunum Í gær lauk hinu árlega handboltamóti Reykjavík Open þegar úrslitaleikirnir voru háði í Austurbergi. Í kvennaflokki sigraði Stjarnan lið Hauka 22-21 í mjög jöfnum og spennandi leik. Sport 26.8.2006 20:54 HK með annan fótinn í úrvalsdeild HK tók á móti Þór frá Akureyri í gær og vann öruggan sigur, 4-0. Með þessum sigri náði HK 5 stiga forystu á Fjölni þegar tveir leikir eru eftir. Fram hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næsta ári og HK er með pálmann í höndunum eftir sigurinn í gær. Sport 26.8.2006 20:19 Vill fá Downing Sport 26.8.2006 20:19 Bayern ræður ferðinni Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves ítrekaði í gær þá ósk sína að hann vilji komast til Manchester United en sagði jafnframt að málið væri í höndum stjórnar Bayern Munchen. "Framkvæmdarstjórinn hefur fullan rétt á því að neita tilboðum í mig, en hann veit nákvæmlega hvað ég vil," sagði Hargreaves í gær. Fótbolti 25.8.2006 20:40 Real vildi Kaka í skiptum AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. Fótbolti 25.8.2006 20:40 Umboðsmaður Tevez segir hann á leið til Englands Umboðsmaður argentínska framherjans Carlos Tevez heldur því fram að skjólstæðingur hans sé á leið til liðs við enskt úrvalsdeildarfélag í kjölfar þess að uppúr sauð milli Tevez og þjálfara brasilíska liðsins Corinthians. Tevez er einn heitasti framherji heimsins í dag og hefur verið orðaður við flest stóru félögin í Evrópu. Sport 25.8.2006 22:30 Venus Williams ekki með á US Open Bandaríska tenniskonan Venus Williams verður ekki með á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem hefst á mánudag. Williams, sem vann mótið árin 2000 og 2001, er meidd á hendi og getur því ekki tekið þátt. Þessi frábæra tenniskona hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna meiðsla og er sem stendur aðeins í 30 sæti á heimslistanum. Sport 25.8.2006 20:31 Powell á enn möguleika á gullpottinum Jamaíkumaðurinn Asafa Powell á enn möguleika á að tryggja sér gullpottinn eftirsótta í frjálsum íþróttum eftir að hann sigraði í 100 metra hlaupi á gullmótinu í Brussel í kvöld. Powell kom í mark á tímanum 9,99 sekúndum og náði fyrsta sæti þrátt fyrir að klúðra startinu gjörsamlega. Powell sagði að síðustu 90 metrarnir hefðu líklega verið þeir bestu hjá honum á ferlinum eftir hörmulegt startið. Powell er heimsmethafi í greininni. Sport 25.8.2006 20:21 Bein útsending hafin frá PGA á Sýn Nú er hafin bein útsending á Sýn frá öðrum keppnisdegi á Bridgestone mótinu í Akron í Ohio sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á mótinu á 7 höggum undir pari, en hinn ótrúlegi Tiger Woods var þá í fjórða sætinu. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla helgina. Golf 25.8.2006 20:52 Sigur hjá Viggó og félögum Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hófst í kvöld með einum leik. Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu nokkuð öruggan sigur á Wetzlar á útivelli 32-25, eftir að vera yfir 18-11 í hálfleik. Róbert Sighvatsson kom ekki við sögu hjá Wetzlar í leiknum. Sport 25.8.2006 20:46 Sevilla burstaði Barcelona Sevilla gerði sér í kvöld lítið fyirir og burstaði Evrópumeistara Barcelona 3-0 í árlegum leik um Ofurbikarinn í Evrópuboltanum. Sevilla var einfaldlega sterkara liðið á vellinum í Mónakó í kvöld og uppskar sanngjarnan sigur. Renato og Kanoute komu Sevilla í 2-0 í fyrri hálfleik og Maresca innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 57. mínútu hjá Barcelona og spilaði ágætlega. Fótbolti 25.8.2006 20:38 Viss um að verða dæmdur saklaus Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin segist viss um að hann verði dæmdur saklaus af því að hafa fallið á lyfjaprófi á dögunum, en hann var í kjölfarið dæmdur í átta ára keppnisbann. Gatlin hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann sver að hafa ekki vísvitandi neytt steralyfja sem urðu þess valdandi að hann féll á sínu öðru lyfjaprófi á ferlinum. Sport 25.8.2006 20:16 Eiður Smári mættur til leiks Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inná sem varamaður á 57. mínútu í lið Barcelona í leiknum gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en Sevilla hefur enn yfir 2-0. Eiður fékk marktækifæri eftir aðeins örfáar sekúndur en hafði ekki heppnina með sér. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 25.8.2006 19:59 Sevilla leiðir í hálfleik Andalúsíumennirnir í Sevilla eru heldur betur búnir að koma Katalóníumönnunum í Barcelona í opna skjöldu í leik liðanna um Ofurbikarinn sem nú stendur yfir í Mónakó. Sevilla hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks, en þeir Renato (7.) og Freddie Kanoute (45.) skoruðu mörk Sevilla. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 25.8.2006 19:33 Allir leikir Eiðs og félaga í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á leikjum úr spænska boltanum í vetur og gildir nýr samningur til þriggja ára. Í vetur verða því fleiri beinar útsendingar en nokkru sinni áður úr spænska boltanum og þar af verða allir leikir Eiðs Smára Guðjohnsen og félaga í Barcelona sýndir beint. Fótbolti 25.8.2006 17:57 Thatcher í bann hjá City Varnarmaðurinn Ben Thatcher hefur verið settur í tímabundið leikbann hjá liði sínu Manchester City og hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu, fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í leik á dögunum. Sport 25.8.2006 18:32 Eyjólfur tilkynnir landsliðshópinn Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn sem mætir Norður-Írum og Dönum í undankeppni EM í næstu viku. Leikurinn við Norður-Íra fer fram í Belfast 2. september og leikurinn við Dani verður hér á Laugardalsvelli fjórum dögum síðar. Sport 25.8.2006 17:48 Tap fyrir Hollandi Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði naumlega fyrir því hollenska í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Hollandi í gærkvöldi. Hollendingar tryggðu sér 94-91 sigur með þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Brenton Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 15 stig og Jakob Sigurðarson skoraði 13 stig. Körfubolti 25.8.2006 16:34 Andy Johnson kominn aftur í landsliðið Framherjinn Andy Johnson hjá Everton hefur verið kallaður aftur inn í enska landsliðshópinn fyrir leiki liðsins í undankeppni EM í næstu viku. Michael Carrick hjá Manchester United kemur inn í hópinn á ný eftir meiðsli, en félagi hans Gary Neville dettur út vegna meiðsla. Englendingar mæta Andorra og Makedóníu 2. og 6. september næstkomandi, en báðir leikirnir verða sýndir beint á Sýn. Sport 25.8.2006 16:19 Hefur mikla trú á Roy Keane sem stjóra Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. Sport 25.8.2006 16:02 Barcelona - Sevilla í beinni í kvöld Leikurinn um ofurbikarinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld, en þar er um að ræða árlega viðureign Evrópumeistaranna og Evrópumeistara félagsliða. Það eru spænsku liðin Barcelona og Sevilla sem eigast við að þessu sinni og hefst útsending Sýnar klukkan 18 í dag. Sport 25.8.2006 15:04 Adam Scott með forystu Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á Bridgestone mótinu í golfi sem fram fer í Akron í Ohio og er hluti af PGA mótaröðinni. Scott er á 7 höggum undir pari í fyrstu umferðinni, tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Jason Gore. Tiger Woods er á meðal keppenda á mótinu og er á 3 höggum undir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu um helgina. Golf 25.8.2006 14:48 AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins. Fótbolti 25.8.2006 14:43 Fær tveggja leikja bann Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd sænska knattspyrnusambandsins eftir að hafa slegið til andstæðings síns í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Larsson átti á tíma yfir höfði sér lögreglukæru vegna þessa, en fallið var frá þeim áformum. Fótbolti 25.8.2006 14:37 Fínt að mæta Chelsea snemma Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist fagna því að mæta Chelsea strax í fyrstu umferð meistaradeildar Evrópu, þar sem spænska liðið á titil að verja frá í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin etja kappi í keppninni og segir Ronaldinho að betra sé að mæta þeim í riðlakeppninni en í úrsláttarkeppninni í vor. Fótbolti 25.8.2006 13:47 Dæmdur í tveggja leikja bann Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik Íslands og Tékklands á Laugardalsvelli á dögunum. Það verður Elísabet Gunnarsdóttir sem tekur við liðinu á meðan Jörundur tekur bannið út, en hún er þjálfari Vals og ungmennalandsliðsins. Jörundur verður því í banni í þeim tveimur leikjum sem íslenska liðið á eftir að spila í riðli sínum, hinn fyrri er gegn Svíum hér heima á morgun. Sport 25.8.2006 13:30 Birgir Leifur í stuði í Óðinsvéum Birgir Leifur Hafþórsson úr golfklúbbnum GKG er í fantaformi á áskorendamótinu í Óðinsvéum í Danmörku. Birgir lauk keppni á öðrum hring í morgun á fjórum höggum undir pari, líkt og á fyrsta hringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hann er því á meðal efstu manna á samtals átta höggum undir pari. Golf 25.8.2006 13:37 « ‹ 155 156 157 158 159 160 161 162 163 … 334 ›
Móðir Iversons kaupir lið Hin mjög svo skrautlega móðir Allens Iversons, Ann Iverson, gerði sér lítið fyrir og keypti nýtt lið í ABA-deildinni. Liðið mun leika í Richmond og bera nafnið Warriors. Sport 26.8.2006 20:19
Íslendingar mættu ofjörlum sínum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði í gær stórt, 4-0, fyrir einu besta kvennalandsliði í heimi. Varnarleikur liðsins var góður fyrsta klukkutímann en eftir það var allur vindur úr íslenska liðinu. Sport 26.8.2006 20:19
Of stórt að tapa 0-4 "Mér fannst við spila þennan leik að mörgu leyti mjög vel framan af og mér finnst úrslitin full stór miðað við gang leiksins," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, sem stýrði liðinu í fjarveru Jörundar Áka Sveinssonar sem var í banni. Elísabet sagði að bæði Ásthildur Helgadóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hefðu átt við veikindi að stríða og það hefði haft sitt að segja fyrir liðið. Sport 26.8.2006 20:19
Stjörnusigur hjá konunum Í gær lauk hinu árlega handboltamóti Reykjavík Open þegar úrslitaleikirnir voru háði í Austurbergi. Í kvennaflokki sigraði Stjarnan lið Hauka 22-21 í mjög jöfnum og spennandi leik. Sport 26.8.2006 20:54
HK með annan fótinn í úrvalsdeild HK tók á móti Þór frá Akureyri í gær og vann öruggan sigur, 4-0. Með þessum sigri náði HK 5 stiga forystu á Fjölni þegar tveir leikir eru eftir. Fram hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næsta ári og HK er með pálmann í höndunum eftir sigurinn í gær. Sport 26.8.2006 20:19
Bayern ræður ferðinni Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves ítrekaði í gær þá ósk sína að hann vilji komast til Manchester United en sagði jafnframt að málið væri í höndum stjórnar Bayern Munchen. "Framkvæmdarstjórinn hefur fullan rétt á því að neita tilboðum í mig, en hann veit nákvæmlega hvað ég vil," sagði Hargreaves í gær. Fótbolti 25.8.2006 20:40
Real vildi Kaka í skiptum AC Milan-menn sögðu frá því í gær að félagið hefði misst áhugann á að kaupa brasilíska sóknarmanninn Ronaldo frá Real Madrid. Ástæðan er sú að Real Madrid vildi fá samherja Ronaldo í brasilíska landsliðinu, Kaka, í skiptum fyrir Ronaldo. Ronaldo er þessa dagana að jafna sig eftir hnéaðgerð sem hann fór í eftir heimsmeistarakeppnina í sumar. Fótbolti 25.8.2006 20:40
Umboðsmaður Tevez segir hann á leið til Englands Umboðsmaður argentínska framherjans Carlos Tevez heldur því fram að skjólstæðingur hans sé á leið til liðs við enskt úrvalsdeildarfélag í kjölfar þess að uppúr sauð milli Tevez og þjálfara brasilíska liðsins Corinthians. Tevez er einn heitasti framherji heimsins í dag og hefur verið orðaður við flest stóru félögin í Evrópu. Sport 25.8.2006 22:30
Venus Williams ekki með á US Open Bandaríska tenniskonan Venus Williams verður ekki með á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem hefst á mánudag. Williams, sem vann mótið árin 2000 og 2001, er meidd á hendi og getur því ekki tekið þátt. Þessi frábæra tenniskona hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri vegna meiðsla og er sem stendur aðeins í 30 sæti á heimslistanum. Sport 25.8.2006 20:31
Powell á enn möguleika á gullpottinum Jamaíkumaðurinn Asafa Powell á enn möguleika á að tryggja sér gullpottinn eftirsótta í frjálsum íþróttum eftir að hann sigraði í 100 metra hlaupi á gullmótinu í Brussel í kvöld. Powell kom í mark á tímanum 9,99 sekúndum og náði fyrsta sæti þrátt fyrir að klúðra startinu gjörsamlega. Powell sagði að síðustu 90 metrarnir hefðu líklega verið þeir bestu hjá honum á ferlinum eftir hörmulegt startið. Powell er heimsmethafi í greininni. Sport 25.8.2006 20:21
Bein útsending hafin frá PGA á Sýn Nú er hafin bein útsending á Sýn frá öðrum keppnisdegi á Bridgestone mótinu í Akron í Ohio sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á mótinu á 7 höggum undir pari, en hinn ótrúlegi Tiger Woods var þá í fjórða sætinu. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla helgina. Golf 25.8.2006 20:52
Sigur hjá Viggó og félögum Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hófst í kvöld með einum leik. Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu nokkuð öruggan sigur á Wetzlar á útivelli 32-25, eftir að vera yfir 18-11 í hálfleik. Róbert Sighvatsson kom ekki við sögu hjá Wetzlar í leiknum. Sport 25.8.2006 20:46
Sevilla burstaði Barcelona Sevilla gerði sér í kvöld lítið fyirir og burstaði Evrópumeistara Barcelona 3-0 í árlegum leik um Ofurbikarinn í Evrópuboltanum. Sevilla var einfaldlega sterkara liðið á vellinum í Mónakó í kvöld og uppskar sanngjarnan sigur. Renato og Kanoute komu Sevilla í 2-0 í fyrri hálfleik og Maresca innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 57. mínútu hjá Barcelona og spilaði ágætlega. Fótbolti 25.8.2006 20:38
Viss um að verða dæmdur saklaus Bandaríski spretthlauparinn Justin Gatlin segist viss um að hann verði dæmdur saklaus af því að hafa fallið á lyfjaprófi á dögunum, en hann var í kjölfarið dæmdur í átta ára keppnisbann. Gatlin hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann sver að hafa ekki vísvitandi neytt steralyfja sem urðu þess valdandi að hann féll á sínu öðru lyfjaprófi á ferlinum. Sport 25.8.2006 20:16
Eiður Smári mættur til leiks Eiður Smári Guðjohnsen er kominn inná sem varamaður á 57. mínútu í lið Barcelona í leiknum gegn Sevilla í Ofurbikarnum, en Sevilla hefur enn yfir 2-0. Eiður fékk marktækifæri eftir aðeins örfáar sekúndur en hafði ekki heppnina með sér. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Fótbolti 25.8.2006 19:59
Sevilla leiðir í hálfleik Andalúsíumennirnir í Sevilla eru heldur betur búnir að koma Katalóníumönnunum í Barcelona í opna skjöldu í leik liðanna um Ofurbikarinn sem nú stendur yfir í Mónakó. Sevilla hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks, en þeir Renato (7.) og Freddie Kanoute (45.) skoruðu mörk Sevilla. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 25.8.2006 19:33
Allir leikir Eiðs og félaga í beinni á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á leikjum úr spænska boltanum í vetur og gildir nýr samningur til þriggja ára. Í vetur verða því fleiri beinar útsendingar en nokkru sinni áður úr spænska boltanum og þar af verða allir leikir Eiðs Smára Guðjohnsen og félaga í Barcelona sýndir beint. Fótbolti 25.8.2006 17:57
Thatcher í bann hjá City Varnarmaðurinn Ben Thatcher hefur verið settur í tímabundið leikbann hjá liði sínu Manchester City og hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu, fyrir líkamsárás sína á Pedro Mendes hjá Portsmouth í leik á dögunum. Sport 25.8.2006 18:32
Eyjólfur tilkynnir landsliðshópinn Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn sem mætir Norður-Írum og Dönum í undankeppni EM í næstu viku. Leikurinn við Norður-Íra fer fram í Belfast 2. september og leikurinn við Dani verður hér á Laugardalsvelli fjórum dögum síðar. Sport 25.8.2006 17:48
Tap fyrir Hollandi Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði naumlega fyrir því hollenska í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Hollandi í gærkvöldi. Hollendingar tryggðu sér 94-91 sigur með þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út. Brenton Birmingham var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 15 stig og Jakob Sigurðarson skoraði 13 stig. Körfubolti 25.8.2006 16:34
Andy Johnson kominn aftur í landsliðið Framherjinn Andy Johnson hjá Everton hefur verið kallaður aftur inn í enska landsliðshópinn fyrir leiki liðsins í undankeppni EM í næstu viku. Michael Carrick hjá Manchester United kemur inn í hópinn á ný eftir meiðsli, en félagi hans Gary Neville dettur út vegna meiðsla. Englendingar mæta Andorra og Makedóníu 2. og 6. september næstkomandi, en báðir leikirnir verða sýndir beint á Sýn. Sport 25.8.2006 16:19
Hefur mikla trú á Roy Keane sem stjóra Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. Sport 25.8.2006 16:02
Barcelona - Sevilla í beinni í kvöld Leikurinn um ofurbikarinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld, en þar er um að ræða árlega viðureign Evrópumeistaranna og Evrópumeistara félagsliða. Það eru spænsku liðin Barcelona og Sevilla sem eigast við að þessu sinni og hefst útsending Sýnar klukkan 18 í dag. Sport 25.8.2006 15:04
Adam Scott með forystu Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á Bridgestone mótinu í golfi sem fram fer í Akron í Ohio og er hluti af PGA mótaröðinni. Scott er á 7 höggum undir pari í fyrstu umferðinni, tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Jason Gore. Tiger Woods er á meðal keppenda á mótinu og er á 3 höggum undir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu um helgina. Golf 25.8.2006 14:48
AC Milan ætlar ekki að bjóða í Ronaldo Forráðamenn AC Milan hafa gefið það út á heimasíðu félagsins að þeir hafi bundið enda á viðræður við spænska félagið Real Madrid vegna hugsanlegra kaupa á brasilíska framherjanum Ronaldo. Aðeins nokkrir dagar eru nú þar til félagaskiptaglugginn lokast og því er útlit fyrir að Ronaldo verði áfram í herbúðum Madridarliðsins. Fótbolti 25.8.2006 14:43
Fær tveggja leikja bann Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd sænska knattspyrnusambandsins eftir að hafa slegið til andstæðings síns í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Larsson átti á tíma yfir höfði sér lögreglukæru vegna þessa, en fallið var frá þeim áformum. Fótbolti 25.8.2006 14:37
Fínt að mæta Chelsea snemma Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist fagna því að mæta Chelsea strax í fyrstu umferð meistaradeildar Evrópu, þar sem spænska liðið á titil að verja frá í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin etja kappi í keppninni og segir Ronaldinho að betra sé að mæta þeim í riðlakeppninni en í úrsláttarkeppninni í vor. Fótbolti 25.8.2006 13:47
Dæmdur í tveggja leikja bann Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik Íslands og Tékklands á Laugardalsvelli á dögunum. Það verður Elísabet Gunnarsdóttir sem tekur við liðinu á meðan Jörundur tekur bannið út, en hún er þjálfari Vals og ungmennalandsliðsins. Jörundur verður því í banni í þeim tveimur leikjum sem íslenska liðið á eftir að spila í riðli sínum, hinn fyrri er gegn Svíum hér heima á morgun. Sport 25.8.2006 13:30
Birgir Leifur í stuði í Óðinsvéum Birgir Leifur Hafþórsson úr golfklúbbnum GKG er í fantaformi á áskorendamótinu í Óðinsvéum í Danmörku. Birgir lauk keppni á öðrum hring í morgun á fjórum höggum undir pari, líkt og á fyrsta hringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hann er því á meðal efstu manna á samtals átta höggum undir pari. Golf 25.8.2006 13:37