Sport

Of stórt að tapa 0-4

svekkelsi Ásta B. Gunnlaugsdóttir reynir hér að hressa Erlu Steinu Arnardóttur við en stelpurnar voru eðlilega svekktar eftir leikinn.
svekkelsi Ásta B. Gunnlaugsdóttir reynir hér að hressa Erlu Steinu Arnardóttur við en stelpurnar voru eðlilega svekktar eftir leikinn. MYND/Vilhelm

"Mér fannst við spila þennan leik að mörgu leyti mjög vel framan af og mér finnst úrslitin full stór miðað við gang leiksins," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, sem stýrði liðinu í fjarveru Jörundar Áka Sveinssonar sem var í banni. Elísabet sagði að bæði Ásthildur Helgadóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hefðu átt við veikindi að stríða og það hefði haft sitt að segja fyrir liðið.

"Við vorum að spila betri varnarleik núna en á móti Tékkum en fengum samt á okkur 4 mörk. Við vorum ákveðnar í að sýna fólki það að við gætum spilað fótbolta en Svíarnir voru bara betri aðilinn," sagði Edda Garðarsdóttir að leik loknum.

"Við duttum kannski svolítið aftarlega á völlinn en það er bara ótrúlega pirrandi að tapa svona stórt. Við ætluðum okkur að halda hreinu og jafnvel að vinna," sagði Erna B. Sigurðardóttir. Hún var allt annað en ánægð með vítaspyrnuna sem dómarinn dæmdi í fyrri hálfleik. "Mér fannst þetta alls ekki vera víti," bætti Erna við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×