Manndráp í Mehamn

Fréttamynd

Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla.

Innlent
Fréttamynd

Játaði morðið við handtökuna

Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Beðið eftir íslenskum túlk

Ástæðan fyrir töfunum er sú að enn er beðið eftir íslenskum túlki sem mennirnir eiga rétt á en túlkurinn hefur átt í erfiðleikum með að komast til norðurhluta Noregs vegna flugmannaverkfalls sem er í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfir­heyrðir á mið­viku­dag

Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Áfall að heyra af morðinu í Mehamn

Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður.

Innlent