Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 16:50 Frá vettvangi í Mehamn á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Noregi grunaður um að hafa skotið bróður sinn til bana aðfaranótt laugardags, neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í samtal fréttastofu við verjanda Gunnars, Vidar Zahl Arntzen. Hann segir Gunnar hafa verið yfirheyrðan í fyrsta sinn í dag og stóð yfirheyrslan yfir frá klukkan 10 til klukkan 16:30. Hefur RÚV eftir Arntzen að Gunnar sé niðurbrotinn vegna málsins og mjög leiður. Hann hafi þó getað varpað ljósi á það sem gerðist í yfirheyrslunni. Áður höfðu norskir fjölmiðlar greint frá því að Gunnar hefði játað morðið við handtökuna auk þess sem hann virtist játa verknaðinn í færslu sem hann setti á Facebook á laugardagsmorgun. Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á mánudaginn. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, sem grunaður er um aðild að málinu var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann hefur neitað sök. Fréttastofa hefur ekki náð tali af verjanda Gunnars í dag eða síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í svari lögreglunnar í Finnmörk við fyrirspurn Vísis um yfirheyrslu lögreglu yfir Gunnari sagði að fjölmiðlar myndu ekki fá neinar upplýsingar um framvindu mála í dag þar sem það væri frídagur hjá upplýsingafulltrúum lögreglunnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Noregi grunaður um að hafa skotið bróður sinn til bana aðfaranótt laugardags, neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í samtal fréttastofu við verjanda Gunnars, Vidar Zahl Arntzen. Hann segir Gunnar hafa verið yfirheyrðan í fyrsta sinn í dag og stóð yfirheyrslan yfir frá klukkan 10 til klukkan 16:30. Hefur RÚV eftir Arntzen að Gunnar sé niðurbrotinn vegna málsins og mjög leiður. Hann hafi þó getað varpað ljósi á það sem gerðist í yfirheyrslunni. Áður höfðu norskir fjölmiðlar greint frá því að Gunnar hefði játað morðið við handtökuna auk þess sem hann virtist játa verknaðinn í færslu sem hann setti á Facebook á laugardagsmorgun. Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á mánudaginn. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, sem grunaður er um aðild að málinu var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann hefur neitað sök. Fréttastofa hefur ekki náð tali af verjanda Gunnars í dag eða síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í svari lögreglunnar í Finnmörk við fyrirspurn Vísis um yfirheyrslu lögreglu yfir Gunnari sagði að fjölmiðlar myndu ekki fá neinar upplýsingar um framvindu mála í dag þar sem það væri frídagur hjá upplýsingafulltrúum lögreglunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01