
Fjölskyldumál

Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“
„Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum.

Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu
Sjóböðin í Hvammsvík hafa svo sannarlega slegið í gegn meðal landsmanna og erlendra ferðamanna frá því þau voru opnuð í júlí á síðasta ári. Aðsóknin hefur verið mjög góð og umsóknir gesta hafa hvatt rekstraraðila til að halda áfram á sömu braut.

Sat yfir líki í fjóra sólarhringa
Thelma Björk Brynjólfsdóttir lifði við það í aldarfjórðung að eiga móður sem var útigangskona. Móðir hennar flakkaði inn og út úr meðferð í gegnum árin og var á stöðugum vergangi. Hún var flutt í geðrofsástandi á stofnun eftir að sambýlismaður hennar fannst látinn og var að lokum svipt sjálfræði.

Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“
„Málið er að mig langar ekki til að deyja. Ef þetta er einhver sofandi risi, þá er ég ekki að fara að láta pota í hann og mögulega vekja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttagarpur, sauðfjárbóndi og skólastjóri, til útskýringar á því að það sé víst hægt að skoða það eitthvað sérstaklega, hvers vegna krabbameinið er ekkert að láta á sér kræla lengur.

Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott
Karlmaður hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sifskaparbrot. Hann var ákærður fyrir að svipta fyrrverandi eiginkonu sína valdi og umsjón yfir barnungri dóttur þeirra um margra mánuða skeið, eða frá maímánuði árið 2020 til nóvembermánaðar ári síðar.

Eins og þruma úr heiðskíru lofti
Dag einn í nóvember árið 2020 fékk Gunnar Theodór Gunnarsson skilaboð á facebook frá ókunnugri konu í Noregi. Umrædd kona var að leita að afkomendum ákveðins íslensks manns, nánar tiltekið föður Gunnars. Þegar líða tók á samtalið kom í ljós að Gunnar hafði í 53 ár átt systur úti í heimi án þess að vita nokkuð um það.

„Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“
„Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni.

Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf
Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um.

Situr undir gelti, urri og að vera kölluð api
Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir lýsir því að hafa í sumar og haust endurtekið verið kölluð api. Gelt hafi verið á hana á hinum ýmsu stöðum. Hún segir hvert atvik ýta upp hennar eigin sjálfsáliti vitandi að hún myndi aldrei leggjast jafnlágt og þeir sem hegði sér með slíkum hætti.

Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“
Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður.

Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið
Íslensk kona á sextugsaldri hefur stefnt úgönskum eiginmanni sínum til lögskilnaðar en hún hefur hvorki heyrt frá honum né séð frá árinu 2007, skömmu eftir að þau gengu í hjónaband.

Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi
Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni.

Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu
Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða.

Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða
Fjögur systkini þurfa ekki að endurgreiða dánarbúi móður sinnar um 200 milljónir króna sem börn látins bróður þeirra kröfðust. Systkinin fengu samanlagt um einum milljarði króna meira í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn.

Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“
„Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum.

50+: Að sporna við áhyggjum af eldri eða fullorðnum börnum
Eflaust telja flestir ungir foreldrar að áhyggjur af börnunum þeirra minnki með aldrinum. Svona að því gefnu að allt sé að ganga vel: Börnin fullorðnast, klára sitt nám, stofna til sinnar eigin fjölskyldu eða parsambands og svo framvegis.

Blendnar tilfinningar fyrir langþráð ferðalag
Tinna Rúnarsdóttir heldur á þriðjudag út til Srí Lanka til að hitta fjölskyldu sína þar. Tinna er ættleidd frá Srí Lanka árið 1984 en kom til landsins í upphafi árs 1985. Í vor ákvað hún að hefja leit að blóðforeldrum sínum á Srí Lanka. Stuttu eftir að hún hóf leitina komst hún að því að báðir foreldrar hennar væru látnir. Móðir hennar hafði verið myrt 2002 en faðir hennar lést stuttu eftir fæðingu hennar.

50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi
Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar.

Foreldraútilokun: Þögull faraldur sem hefur áhrif á fjölskyldur
Foreldraútilokun er hugtak sem varð til í kringum 1980 og vísar í aðstæður þar sem annað foreldrið vélar með barn til að hafna hinu foreldrinu, gjarnan eftir aðskilnað eða skilnað.

Konur á bakvið glansmyndina sem líður alveg ofsalega illa
Reyndir mannauðsráðgjafar segja það áhyggjuefni hve mikil pressa sé á ungum mæðrum í dag og segja samfélagsmiðla þar hafa mest áhrif. Dæmi séu um að makar vilji að konur þeirra séu heima. Ráðgjafarnir segja staðreyndina sú að konur þurfi ekki að gera allt 150 prósent, líkt og gjarnan sé raunin.

Allt í háaloft þegar faðirinn sneri til baka úr veikindaleyfi
Átök í fjölskyldufyrirtæki sem lauk með því að synir sögðu föður sínum upp störfum leiddu til dómsmáls. Tuttugu árum eftir að feðgarnir stofnuðu fyrirtækið fór allt í háaloft.

„Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góðvild fólks“
Tinna Rúnarsdóttir, sem ættleidd var frá Sri Lanka fyrir fjörutíu árum, er á leið út á vit ættingja sinna. Hún hóf leit að blóðforeldrum sínum fyrr á árinu en við hana kom í ljós að móðir hennar hefði verið myrt fyrir meira en tuttugu árum. Tinna er atvinnulaus fjögurra barna móðir og hefur því sett af stað söfnun vegna ferðarinnar. Hún þakkar allan stuðninginn sem hún hefur þegar fengið.

„Hann er fullkominn eins og hann er“
„Það hefur reynst mér best að vera bara í núinu og ekki hugsa fram í tímann, heldur einblína bara á daginn í dag,“ segir Elísabet Green Guðmundsdóttir. Sonur hennar Huginn Ragnar er einn af örfáum einstaklingum hér á landi sem greinst hafa með Cornelia de Lange, sjaldgæft heilkenni og eru einkenni hans helst vaxtarskerðing og seinkun í þroska.

„Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf“
„Alzheimer er sjúkdómur sem tekur ekki bara yfir líf þess sem greinist með hann heldur allrar fjölskyldunnar. Hægt og rólega mun sjúkdómurinn láta aðilann gleyma öllu, fyrst smáum hlutum og svo minningum. Loks mun hann gleyma þér og öllum sem hann hefur elskað,“ segir Andrés Garðar Andrésson.

„Pabbi er að senda þér skilaboð og mamma vill fá að sjá hvað stendur“
Börnum á aldrinum 3 til 17 ára sem eiga foreldra sem hafa skilið stendur nú til boða nýtt úrræði á netinu þar sem þau geta fræðst um skilnað og áhrif þess á líf þeirra og tilfinningar. Um er að ræða 28 áfanga á netinu sem eru sérsniðin að aldri og flokkuð eftir þemum. Fjallað er um söknuð, samsettar fjölskyldur, hvernig eigi að bregðast við þegar foreldrar rífast, tilfinningar og réttindi barna.

Framhjáhöld: Annar rannsóknarlögga en hinn í hundakofann
„Sá sem verður fyrir því að makinn heldur framhjá vill fá að skoða alla þætti málsins aftur og aftur og ítrekað og oftar en ekki fer þessi aðili í rannsóknarlögguhlutverk um tíma,“ segir Íris Eik Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fjölskyldu- og sálfræðiþjónustunnar Samskiptastöðin.

Hefur ekki hitt öll 26 systkini sín
Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson dreymir um matarboð með allri fjölskyldunni sinni. Hún á þó ennþá eftir að hitta öll systkini sín en þau eru tuttugu og sex talsins. Matarboðið gæti því orðið ansi fjölmennt.

„Margoft verið haldið framhjá mér“
Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir gríðarlega mikilvægt að pör ræði eins fljótt og hægt er sín á milli um framhjáhald í upphafi sambandsins. Mikilvægt sé að gildin séu á hreinu en Maríanna segist sjálf hafa velt því fyrir sér um tíma hvort hún væri með mastersgráðu í að láta halda framhjá sér.

Heimili myndast þegar fjölskyldan ver tíma þar saman
Arna Ýr Jónsdóttir er þriggja barna móðir og hjúkrunarfræðinemi með stefnuna setta á ljósmóðurfræði. Arna Ýr sem er í fæðingarorlofi eins og er rekur jafnframt vörumerkið Noah Nappies ásamt því að leyfa fólki, vinum og vandamönnum að fylgjast með sínu daglega lífi í gegnum samfélagsmiðla.

„Fann svo til með okkur að hann gaf okkur afslátt“
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir söng-og leikkona segist ekki alveg hafa hugsað málin til enda þegar hún bókaði ferð fyrir alla fjölskylduna sína til Ítalíu. Yngsta dóttir hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar er einungis fjögurra vikna gömul og það reyndist þrautin þyngri að taka passamynd af þeirri litlu.