Norðurslóðir

Fréttamynd

Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets

Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Norðurheimskautið hitnar

Hernaðarvæðing Norðurheimskautsins hefur verið marga áratugi í undirbúningi. Vesturlönd eru þó rétt að vakna til lífsins. Í nýlegri umfjöllun NATO segir að Rússland hafi getu til að hamla umsvifum bandalagsþjóða í Norðurhöfum á átakatímum. Í stefnumótun ESB vegna norðurslóða er engin boðleg nálgun í þessum efnum. Að vonast eftir því að átök um Norðurheimskautið hætti að sjálfu sér væri óskhyggja.

Umræðan
Fréttamynd

Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar

Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö

Norska öryggislögreglan hefur handtekið mann sem lögreglu grunar að hafi dvalið í Noregi í um eitt ár sem rússneskur njósnari undir fölsku flaggi sem brasilískur vísindamaður. Lögregla vill að honum verði vísað úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Hvítabirnir hörfa norðar vegna þynningar á norðurskautsísnum

Hvítabirnir á Norðuríshafinu sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt. Einn vísindamanna MOSAIC leiðangursins, sem lét skip sitt reka í eitt ár í gegnum ísbreiðuna, segir enn mögulegt að snúa þróuninni við en til þess hafi mannkynið skamman tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sagði af sér bæjar­stjóra­em­bætti eftir skróp í Hörpu

Fyrrverandi bæjarstjóri kanadísks smábæjar ætlaði sér að sækja Hringborð norðurslóða í síðustu viku og var ferð hans kostuð af bænum. Hann skrópaði hins vegar á hringborðið og lofaði því að endurgreiða bænum tæpa eina og hálfa milljón króna sem ferðin kostaði. Það hefur hann hins vegar enn ekki gert.

Erlent
Fréttamynd

Ný al­þjóð­leg hug­veita um frið og vel­megun stað­sett í Reykja­vík

Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða.

Innlent
Fréttamynd

Auka samstarfið við Grænland á sjö sviðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, undirrituðu í dag yfirlýsingu um aukið samstarf landanna tveggja. Í yfirlýsingunni árétta ráðherrarnir vilja sinn til að efla og útvíkka tvíhliða samvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna

Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Vonast til að öryggis- og varnarsamstarf borgi rekstur Kangerlussuaq-flugvallar

Stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands, Siumut, vonast til að samningar um öryggis- og varnarsamstarf við danska herinn, og hugsanlega einnig Bandaríkin, greiði hluta af þeim kostnaði sem fylgir því að reka flugvöllinn í Kangerlussuaq áfram eftir að hann missir hlutverk sitt sem aðalflugvöllur Grænlands eftir tvö ár. Þetta sagði talsmaður flokksins, Doris J. Jensen, í umræðum í grænlenska þinginu í liðinni viku.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig risa­jeppinn komst í kaldan faðm Norður-Ís­hafsins og aftur burt

Það reyndist þrautin þyngri fyrir íslenska sérfræðinga Arctic Trucks að bjarga Ford F-150 jeppa sem fór niður um ísinn í Norður-Íshafi í könnunarleiðangri fyrir umfangsmikið ferðalag svissneskra samtaka sem ætla sér að keyra á báða póla jarðar. Covid-19, innrás Rússa í Úkraínu og flökkusögur um að gríðarlegt magn eldsneytis hafi farið niður með bílnum auðvelduðu ekki verkið. Björgunin tókst hins vegar vonum framar.

Innlent
Fréttamynd

Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins

RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár.  RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Seglfiskur stakk konu í Flórída

Kona var stungin af kyrrahafsseglfisk við strendur Flórída-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku. Konan var stunginn í nárann er hún stóð við hliðina á veiðimanni sem var með fiskinn á línunni. Líðan konunnar er stöðug.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar því að verið sé að koma kvóta milli kyn­­slóða

Forstjóri Síldarvinnslunnar er ánægður með kaup félagsins á Vísi. Fyrirtækið dansi á línunni í kvótaviðmiðum en þau muni aðlaga heimildir eftir þeim ramma sem þeim er sniðinn. Framkvæmdastjóri Vísis segir sameiningu fyrirtækjanna fela í sér eflingu starfseminnar og hafnar því að með sölunni sé verið að koma kvóta til næstu kynslóða.

Innlent
Fréttamynd

Veiddu stærsta fersk­vatns­fisk heims

Þorpsbúar í kambódísku þorpi við Mekong-ána veiddu í síðustu viku það sem talið er vera stærsta ferskvatnsfisk sögunnar. Um er að ræða þrjú hundruð kílóa stingskötu sem hefur verið nefnd „Boramy“, eða „fullt tungl“.

Erlent
Fréttamynd

Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi

Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni.

Erlent