Danski handboltinn

Fréttamynd

Lærisveinar Gumma Gumm lágu fyrir GOG

Guðmundur Guðmundsson, ásamt Einari Ólafssyni, fóru í heimsókn til GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þeir þurftu að lúta í gras fyrir topp liðið deildarinnar GOG 39-32 á útivelli.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Pálmarsson í eldlínunni í danska handboltanum í dag

Íslendingaliðin Álaborg, Ribe-Esbjerg og Lemvig Thyboron stóðu í ströngu í dag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Aron Pálmarson lagði heldur betur lóð á vogaskálarnar fyrir sína menn í Álaborg. Aron skoraði sjö mörk og Ribe-Esbjerg og Lemvig-Thyboron áttust við í Íslendingaslag.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingalið Fredericia fékk skell

Íslendingaliðið Fredericia, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og með Einar Þorstein Ólafsson innanborðs, mátti þola átta marka tap er liðið heimsótti Skanderborg til Árósa í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-25.

Handbolti
Fréttamynd

Ála­borg marði Ribe-Esb­jerg án Arons

Íslendingaliðin Álaborg og Ribe-Esbjerg mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Heimamenn voru án Arons Pálmarsson en það kom ekki að sök þar sem þeir unnu eins marks sigur, 29-28.

Handbolti
Fréttamynd

Aron öflugur í sigri Ála­borgar

Álaborg vann fimm marka sigur á Fredericia í dönsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag, lokatölur 44-39. Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson kom að níu mörkum í liði Álaborgar.

Handbolti
Fréttamynd

Daníel og félagar sóttu sín fyrstu stig

Hnadboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson og félagar hans í danska liðinu Lemvig sóttu sín fyrstu stig á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið vann þriggja marka útisigur gegn Nordsjælland í kvöld, 22-25.

Handbolti
Fréttamynd

Sveinn hafði betur í Íslendingaslag

Sveinn Jóhannsson og félagar hans í Skjern unnu góðan tveggja marka sigur, 30-28, er liðið tók á móti Íslendingaliði Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Gefur þeim á­kveðið for­skot á leik­menn á sama aldri í öðrum löndum“

„Ég held að fyrsta tímabilið hafi verið þegar ég var nýorðinn sextán ára,“ sagði Arnór Atlason aðspurður hvenær hann hefði byrjað að spila með meistaraflokki í handbolta. Arnór, sem er í dag aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborgar sem og danska U-20 ára landsliðið ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar.

Handbolti