Fredericia lenti undir í einvígi sínu gegn Skjern en kom til baka og tryggði sér 3. sætið með þriggja marka sigri í dag, lokatölur 28-25 Fredericia í vil. Mikið afrek hjá Guðmundi og hans mönnum en það sá enginn fyrir að liðið yrði á þessum stað þegar mótið hófst.
Einar Þorsteinn Ólafsson stóð að venju vaktina í vörn Fredericia en komst ekki á blað sóknarlega.
GOG og Álaborg mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn þar sem um var að ræða þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Vinna þarf tvo til að verða danskur meistari. GOG var sterkari aðilinn í dag og leiddi nær allan leikinn. Á endanum vann liðið með fjögurra marka mun, 37-33.
GOG varð þar með meistari annað árið í röð en á síðustu leiktíð stóð landsliðsmaðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson vaktina í marki liðsins. Hann fór til Nantes í Frakklandi í kjölfarið en GOG heldur áfram að vinna.
Aron skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Sem fyrr er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari GOG.