Arnór skilur sáttur við Danina: „Mikill munur á að lenda í fimmta sæti eða því áttunda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 12:28 Arnór Atlason stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn í dag. vísir/getty Arnór Atlason var ánægður með að dönsku strákarnir hans hefðu tryggt sér 5. sætið á HM U-21 árs liða með sigri á Portúgal, 30-25, í dag. Danir hristu af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum HM og unnu Færeyinga og Portúgali í síðustu tveimur leikjum sínum. Arnór kveðst ánægður með árangur danska liðsins en segir að það hefði samt getað náð enn lengra á mótinu. „Þetta er frábær endir og þetta var það sem við ætluðum okkur eftir að við duttum út á móti Þjóðverjunum. Við endum í 5. sæti og einu leikirnir sem við höfum tapað eru gegn Ungverjalandi og Þýskalandi sem eru sennilega langsterkustu liðin hérna,“ sagði Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn um 5. sætið. Ungverjar og Þjóðverjar mætast einmitt í úrslitaleik HM seinna í dag. „Við getum farið sáttir heim. Það er mikill munur á að lenda í 5. sæti eða því áttunda. Heilt yfir spiluðum við fínt mót en mér finnst eins og það búi aðeins í meira í liðinu. Ef við hefðum lyft nokkrum leikmönnum á aðeins hærra plan hefðum við kannski getað gert meira gegn Ungverjum eða Þjóðverjum en það eru frábær lið og verðskuldað að þau spili úrslitaleikinn.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá Arnóri sem þjálfara U-21 árs liðs Danmerkur. Hann skilur sáttur við danska handknattleikssambandið. „Mjög svo. Þetta er búið að vera frábær ár og mjög áhugavert að sjá hvernig svona stórt handboltasamband virkar. Ég bý alltaf að þessu. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími og ég er stoltur að það hafi verið leitað til mín á sínum tíma. Ég hef prófað ýmislegt en það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með þessum strákum,“ sagði Arnór sem tekur við tveimur nýjum störfum í sumar, sem þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku og sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Sjá meira
Danir hristu af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum HM og unnu Færeyinga og Portúgali í síðustu tveimur leikjum sínum. Arnór kveðst ánægður með árangur danska liðsins en segir að það hefði samt getað náð enn lengra á mótinu. „Þetta er frábær endir og þetta var það sem við ætluðum okkur eftir að við duttum út á móti Þjóðverjunum. Við endum í 5. sæti og einu leikirnir sem við höfum tapað eru gegn Ungverjalandi og Þýskalandi sem eru sennilega langsterkustu liðin hérna,“ sagði Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn um 5. sætið. Ungverjar og Þjóðverjar mætast einmitt í úrslitaleik HM seinna í dag. „Við getum farið sáttir heim. Það er mikill munur á að lenda í 5. sæti eða því áttunda. Heilt yfir spiluðum við fínt mót en mér finnst eins og það búi aðeins í meira í liðinu. Ef við hefðum lyft nokkrum leikmönnum á aðeins hærra plan hefðum við kannski getað gert meira gegn Ungverjum eða Þjóðverjum en það eru frábær lið og verðskuldað að þau spili úrslitaleikinn.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá Arnóri sem þjálfara U-21 árs liðs Danmerkur. Hann skilur sáttur við danska handknattleikssambandið. „Mjög svo. Þetta er búið að vera frábær ár og mjög áhugavert að sjá hvernig svona stórt handboltasamband virkar. Ég bý alltaf að þessu. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími og ég er stoltur að það hafi verið leitað til mín á sínum tíma. Ég hef prófað ýmislegt en það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með þessum strákum,“ sagði Arnór sem tekur við tveimur nýjum störfum í sumar, sem þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku og sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik