Sprengisandur

Fréttamynd

Fáránlegt að fara gegn sjötíu ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar

Flosi Eiríksson, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bandsins og Sigmar Vil­hjálms­son, stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu, tókust hart á um launamál í Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í dag. Sigmar vill horfa til Norðurlandanna, þar sé dagtaxti hærri og í staðinn sé prósentuálag á hann lægra. Flosi taldi aðferðafræði Sigmars vitlausa þar sem ekki væri hægt að yfirfæra hluta úr heildarkerfum annarra landa yfir til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning

Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna.

Innlent
Fréttamynd

Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi

Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Al­­þjóða­­mál og banka­salan í brenni­­depli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrst gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi og fjallar um alþjóðamál, áhrif Úkraínustríðsins á öryggisskipan í Evrópu. Því næst ræða meðlimir fjárlaganefndar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn

„Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Sprengisandur: Íslandsbankamálið, kosningabaráttan í Reykjavík og skólamál

Það verður ýmislegt rætt í Sprengisandsþætti dagsins en fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins munu til að mynda ræða söluna á Íslandsbanka, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins rökræða um helstu baráttumálin, og lakt gengi drengja í grunn- og framhaldsskóla verður til umræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins

Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 

Erlent
Fréttamynd

Ein leið að þreyta úkraínska herinn til upp­­­gjafar: „Enginn veit hvað Pútín er til­­búinn að ganga langt“

„Vandinn er bara að enginn veit hvað Pútín er tilbúinn að ganga langt og að því leytinu til hefur fólk auðvitað áhyggjur. Það er ekkert að sjá, og það er það sem manni finnst svo sársaukafullt. Það er ekki að sjá neitt ljós við enda ganganna,“ segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra um ástandið í Úkraínu

Innlent
Fréttamynd

Úkraína í brenni­depli

Úkraína er í brennidepli í Sprengisandi dagsins. Seðlabankastjóri fer yfir áhrif styrjaldarinnar á hagkerfið, sérfræðingar reyna að varpa ljósi á stöðuna sem versnar með degi hverjum. Í seinni hluta þáttar fara alþingismenn yfir áhrif stríðsins á utanríkistefnu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Sprengisandur: Úkraína, blaðamanna-og símamálið og KSÍ

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðu íslenskra stjórnvalda til ástandsins í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar þrá­spurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum.

Innlent
Fréttamynd

Sprengi­sandur: Út­lendinga­mál, efna­hags­mál og konur í ný­sköpun

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, um áform iðnaðarins á þessu ári, sem nefnt er ár grænnar iðnbyltingar. Hvað felst í þessu heiti, hverjir eru með og hvað ætla þeir sem eru með að gera?

Innlent
Fréttamynd

Sprengi­sandur: Orku­málin, Rúss­land og Úkraína og verð­bólgu­horfur

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson byrjar á því að ræða við Eddu Sif Pind Aradóttur sem fer fyrir Carbfix verkefninu þar sem koltvísýringur er fangaður úr andrúmsloftinu og dælt niður í jörðina. Verkefnið hefur vakið mikla athygli á heimsvísu.

Innlent