Innlent

Sprengi­sandur: Úkraína, breytt ríkis­stjórn og Gasa

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Valur Gunnarsson blaðamaður og rithöfundur segir frá nýrri bók sinni um Úkraínustríðið.

Þau Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ætla að rökræða stefnur og strauma í stjórnmálum og ekki hvað síst atburði yfirstandandi viku þegar fjármála- og efnahagsráðherrann færði sig í utanríkismálin vegna álits Umboðsmanns Alþingis. Forystufólk ríkisstjórnar segir engan bilbug á sér að finna en um það efast víst margir aðrir.

Í lok þáttar ætlar Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur um alþjóðamál að ræða ástandið í Ísrael og þá ógnvænlegu stöðu sem upp er komin á Gazaströndinni. Hvað veldur þessum endalausu átökum, hver er bakgrunnur þeirra, áhrif á nágrannalöndin og hverjar verða afleiðingarnar fyrir almenna borgara? Við horfum yfir 75 ára sögu Ísraels og skoðum stöðuna í ljósi hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×