Innlent

Bóka­brennur, Land­manna­laugar og staða ríkis­stjórnarinnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur verður á sínum stað á Bylgjunni í dag og verður að venju farið vítt í þætti dagsins sem hefst klukkan 10. Hægt er að fylgjast með honum í spilaranum.

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ætlar að kortleggja strauma og stefnur í nútímastjórnmálum, fer breitt yfir sviðið í Evrópu, ræðir bókabrennur á Norðurlöndunum og samhengið við Ísland.

Næst koma þau Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og skiptast á skoðunum um Landmannalaugar og fleiri viðkvæm svæði á hálendinu, aðgangsstýringu og skipulag.

Að lokum verður farið yfir stöðuna í íslenskum stjórnmálum með þeim Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Hverju fær óánægja Sjálfstæðismanna með stöðu sína í ríkisstjórn breytt? Ef svarið er engu, er þá ekki sjálfhætt?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×