Innlent

Kerecis, hvalveiðar og Lindarhvoll í Sprengisandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Í þættinum dag ræðir Kristján fyrst við Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda Kerecis, sem verður á línunni að vestan. Engum blöðum um að fletta að sala á hlutafé fyrirtækisins er til vitnis um ævintýralegan árangur.

Óli Björn Kárason, alþingismaður, ætlar síðan að fara yfir gagnrýni sína á matvælaráðherra eftir að hún frestaði hvalveiðum. Ríkisstjórnarsamstarfið er undir að mati Óla Björns, skýrt og skorinort.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tók að sér að birta hina langþráðu skýrslu/greinargerð/athugun setts ríkisendurskoðanda frá 2018 um starfsemi Lindarhvols. Hvað þýðir þessi birting og hverjar verða afleiðingarnar? Hún svarar því og skiptist á skoðunum við Teit Björn Einarsson.

Í lok þáttar mætir svo Ari Trausti Guðmundsson, góðkunningi þáttarins. Viðfangsefnið er staðan á Reykjanesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×