„Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 13:37 Vigdís Hasler er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Bændasamtök Íslands Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fór yfir stöðu landbúnaðar á Íslandi á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðuna sjaldan eða aldrei hafa verið jafnslæma. „Tilfellið er bara að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni. Og fólk verður bara svolítið að átta sig á því að þetta er ekkert væl. Þetta er annað að því leytinu til, í stóra samhenginu ef við spólum nokkur ár til baka þá hafa þetta yfirleitt verið sauðfjárbændur. Okei, gott og vel. Það sem hefur hins vegar orðið, staðan núna, að þetta er eiginlega þvert á allar greinar. Hagræðingarkrafan hefur komið frá ríkinu og kröfur um í rauninni betri aðbúnað fyrir dýr og þess háttar, þessi fjárfesting sem aðilar eru knúnir til þess að fara í, bara t.d. mjólkurframleiðslu, svínarækt og svo framvegis, hún hefur líka haft sitthvað að segja.“ Gríðarleg hækkun aðfanga Hún segir að bændur hafi á góðu ári greitt sér um fjórar milljónir á mann í árslaun og kallar eftir tafarlausum aðgerðum. „Ég ætla að taka dæmi: árið 2021 var fínt dæmi í landbúnaði miðað við þær greiningar sem við höfum. Þar var meðalkúabúið að greiða sér í kringum átta milljónir í árslaun miðað við tvo, sem myndu þá starfa á búinu. Í dag eru þetta tvær [milljónir]. Það sem er að valda er bara að staðan hefur versnað gríðarlega hratt og það eru þarna inni aðfangahækkanir út af Covid og Úkraínustríðinu sem hafa ekki gengið til baka. Til dæmis á síðasta ári þá fengu bændur sprettgreiðslu, tvo og hálfan milljarð króna, plús svo síðan 700 í niðurgreiðslu á áburði og þetta var aðgerð sem stjórnvöld gripu til út af þessari gríðarlegu hækkun aðfanga, sem gerði það að verkum að það frestaði bara þeirri ömurlegu stöðu sem við erum í núna.“ „Auðvitað svara allir já við því“ Vigdís bendir á að enginn vilji sjá íslenskan landbúnað hverfa á braut. „Staðan sem blasir við atvinnugreininni núna, hún kemur fram í eins og ég segi kostnaðarhækkunum og hækkun stýrivaxta. Sem eru tveir áhrifaþættir sem munu líklega ná að ganga að einhverjum hluta til baka í eðlilegu árferði og það er bara vonandi. Það er hins vegar, við þurfum að taka samtal um það hvernig landbúnað við viljum sjá. Ég er orðin þreytt á spurningunni: „Viljum við hafa íslenska landbúnaðarframleiðslu.“ Auðvitað svara allir já við því.“ Grafalvarleg staða Hún segir að bændur geti einfaldlega ekki hagrætt meira. Grípi ríkisstjórnin ekki í taumana gæti sjálfstæði íslenskra bænda heyrt sögunni til. „Við erum að sjá núna, og það blasir við til dæmis eins og í ferðaþjónustunni og í sjókvíaeldinu, að þar eru erlendir aðilar að koma inn með fjármagn. Og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það eru aðilar að banka á dyrnar hjá okkur og vilja fá kynningu á íslenskum landbúnaði. Þetta eru Bandaríkjamenn, þetta eru Hollendingar, sem hafa og sjá tækifærin í því að komast með klærnar þar sem verið er að framleiða heilnæmar afurðir þar sem við erum að gefa búfénaðinum drykkjarvatn, sama vatn og ég og þú drekkum, framleiðslan er á endurnýjanlegri orku. Viljum við að þetta verði staðan?“ „Þetta er sú grafalvarlega staða sem við stöndum frammi fyrir, að við gætum allt í einu á einhverjum tímapunkti verið að missa niður okkar eigin framleiðslu sem hefur alltaf verið hluti af sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. En staðan er enn og aftur að við þurfum að fara að greina stöðuna og það þarf að leysa vandann á næstu vikum en ekki næsta ári,“ segir Vigdís að lokum. Hægt er að hlusta á viðtalið við Vigdísi í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Landbúnaður Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fór yfir stöðu landbúnaðar á Íslandi á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir stöðuna sjaldan eða aldrei hafa verið jafnslæma. „Tilfellið er bara að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni. Og fólk verður bara svolítið að átta sig á því að þetta er ekkert væl. Þetta er annað að því leytinu til, í stóra samhenginu ef við spólum nokkur ár til baka þá hafa þetta yfirleitt verið sauðfjárbændur. Okei, gott og vel. Það sem hefur hins vegar orðið, staðan núna, að þetta er eiginlega þvert á allar greinar. Hagræðingarkrafan hefur komið frá ríkinu og kröfur um í rauninni betri aðbúnað fyrir dýr og þess háttar, þessi fjárfesting sem aðilar eru knúnir til þess að fara í, bara t.d. mjólkurframleiðslu, svínarækt og svo framvegis, hún hefur líka haft sitthvað að segja.“ Gríðarleg hækkun aðfanga Hún segir að bændur hafi á góðu ári greitt sér um fjórar milljónir á mann í árslaun og kallar eftir tafarlausum aðgerðum. „Ég ætla að taka dæmi: árið 2021 var fínt dæmi í landbúnaði miðað við þær greiningar sem við höfum. Þar var meðalkúabúið að greiða sér í kringum átta milljónir í árslaun miðað við tvo, sem myndu þá starfa á búinu. Í dag eru þetta tvær [milljónir]. Það sem er að valda er bara að staðan hefur versnað gríðarlega hratt og það eru þarna inni aðfangahækkanir út af Covid og Úkraínustríðinu sem hafa ekki gengið til baka. Til dæmis á síðasta ári þá fengu bændur sprettgreiðslu, tvo og hálfan milljarð króna, plús svo síðan 700 í niðurgreiðslu á áburði og þetta var aðgerð sem stjórnvöld gripu til út af þessari gríðarlegu hækkun aðfanga, sem gerði það að verkum að það frestaði bara þeirri ömurlegu stöðu sem við erum í núna.“ „Auðvitað svara allir já við því“ Vigdís bendir á að enginn vilji sjá íslenskan landbúnað hverfa á braut. „Staðan sem blasir við atvinnugreininni núna, hún kemur fram í eins og ég segi kostnaðarhækkunum og hækkun stýrivaxta. Sem eru tveir áhrifaþættir sem munu líklega ná að ganga að einhverjum hluta til baka í eðlilegu árferði og það er bara vonandi. Það er hins vegar, við þurfum að taka samtal um það hvernig landbúnað við viljum sjá. Ég er orðin þreytt á spurningunni: „Viljum við hafa íslenska landbúnaðarframleiðslu.“ Auðvitað svara allir já við því.“ Grafalvarleg staða Hún segir að bændur geti einfaldlega ekki hagrætt meira. Grípi ríkisstjórnin ekki í taumana gæti sjálfstæði íslenskra bænda heyrt sögunni til. „Við erum að sjá núna, og það blasir við til dæmis eins og í ferðaþjónustunni og í sjókvíaeldinu, að þar eru erlendir aðilar að koma inn með fjármagn. Og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það eru aðilar að banka á dyrnar hjá okkur og vilja fá kynningu á íslenskum landbúnaði. Þetta eru Bandaríkjamenn, þetta eru Hollendingar, sem hafa og sjá tækifærin í því að komast með klærnar þar sem verið er að framleiða heilnæmar afurðir þar sem við erum að gefa búfénaðinum drykkjarvatn, sama vatn og ég og þú drekkum, framleiðslan er á endurnýjanlegri orku. Viljum við að þetta verði staðan?“ „Þetta er sú grafalvarlega staða sem við stöndum frammi fyrir, að við gætum allt í einu á einhverjum tímapunkti verið að missa niður okkar eigin framleiðslu sem hefur alltaf verið hluti af sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. En staðan er enn og aftur að við þurfum að fara að greina stöðuna og það þarf að leysa vandann á næstu vikum en ekki næsta ári,“ segir Vigdís að lokum. Hægt er að hlusta á viðtalið við Vigdísi í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Landbúnaður Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira