Umferðaröryggi

Fréttamynd

Hring­veginum lokað við Borgar­nes vegna elds í vöru­bíl

Hringvegurinn er lokaður við Hafnarskóg rétt sunnan við Borgarnes eftir að eldur kviknaði í stýrishúsi vörubíls. Slökkvilið hefur ráðið niðurlögum eldsins en áfram er unnið að því að þrífa veginn og fjarlægja ökutækið. Bílstjóra sakaði ekki.

Innlent
Fréttamynd

Þyki málið miður og til greina komi að breyta göngu­leið

Formanni Hinsegin daga þykir miður að fólk viðstatt Gleðigönguna hafi fundið fyrir óöryggi þegar tveir vagnar lentu á járngrindum sem stóðu nálægt hópi áhorfenda. Öryggismál séu tekin alvarlega og óhöppin verði tekin til skoðunar. Til greina komi að breyta leið göngunnar til að auka öryggi viðstaddra.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta getur ekki verið svona aftur á næsta ári“

Betur fór en á horfðist þegar bílstjórar tveggja vagna í Gleðigöngu Hinsegin daga keyrðu á grindverk sem stóð við mannþvögu á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs í dag. Járngrindverk splundraðist í sundur að sögn sjónarvotta og steinstólpi losnaði en ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Bíll al­elda á Hellis­heiði

Bíll er alelda á Suðurlandsvegi við Kambana á Hellisheiði. Þrír voru í bílnum þegar eldurinn kviknaði en þeir komust allir út af sjálfsdáðum. Lögregla er á leið á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Á­stand vega á Ís­landi mikið á­hyggju­efni

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til opins fundar um vegakerfið og öryggi í húsnæði Colas í Hafnarfirðinum klukkan 19 í kvöld. Á fundinum verður rætt um umferðaröryggi og lagningu vega, en sagt er að ástand vega sé mikið áhyggjuefni. Fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðarslysum var 237 á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Aukið öryggi og lífs­gæði með bættri sam­göngu­menningu

Umferðaröryggi er okkur öllum mikilvægt. Við kennum börnunum okkar á umferðarreglurnar, spennum beltin í bílnum, notum hjálma og annan öryggisbúnað og pöntum leigubíl fyrir vin sem gleymdi sér og ætlaði að aka heim eftir einn. Vísir, Bylgjan og Stöð 2 standa nú fyrir umferðarátaki í samstarfi við Samgöngustofu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Tölum um um­ferðar­öryggi

Ágústmánuður hefur verið slysaþyngsti mánuðurinn í umferðinni ár eftir ár en síðustu 10 ára hafa orðið nær tvö hundruð alvarleg umferðaslys og 678 minni umferðaóhöpp. Þetta er einnig sá mánuður sem flestir týna lífinu á vegum landsins, ökumenn og farþegar sem aldrei koma heim aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Slapp með skrámur eftir veltu á Reykja­nes­braut

Maður slapp með minniháttar áverka eftir að bíll hans fór í veltu og hafnaði á staur á Reykjanesbrautinni í morgun. Hann hafði ekið á skilti og misst stjórn á bílnum og komu viðbragðsaðilar að honum uppistandandi.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarofsi stofnar veg­far­endum í hættu

Vísir, Bylgjan, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir sérstöku umferðarátaki í sumar og undir þeim merkjum var meðal annars fjallað um hvert hliðarbilið milli ökutækja og reiðhjóla á að vera þegar tekið er fram úr.

Samstarf
Fréttamynd

Stór­hættu­legur fram­úr­akstur á Holta­vörðu­heiði

Róbert Marvin Gíslason, tölvunarfræðingur og rithöfundur, var litlu frá því að lenda í alvarlegum árekstri á Holtavörðuheiði á mánudag þegar bílstjóri sendibíls tók fram úr honum á glannalegan hátt, bíll kom nefnilega akandi úr hinni áttinni og mjóu munaði að hann skylli framan á sendibílinn.

Innlent
Fréttamynd

„Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind“

Hópur bifhjólamanna safnaðist saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir akstur þeirra á vegum landsins. Hann krefst þess jafnframt að einhver axli ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020. 

Innlent
Fréttamynd

Sniglarnir taka ekki þátt í mót­mælum bif­hjóla­fólks í kvöld

Formaður Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglarnir, segir Vegagerðina vera að taka skref í rétta átt til að tryggja öryggi bifhjólafólks á vegum landsins þó að það mætti gerast hraðar. Hún segir að Sniglarnir muni ekki taka þátt í mótmælum bifhjólafólks í kvöld og að það sé ekki stefna félagsins að krefjast breytinga með reiði. 

Innlent
Fréttamynd

Of lítið fjár­magn til við­halds hafi kostað manns­líf

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi.

Innlent
Fréttamynd

Segir fá­rán­­legt að enginn axli á­byrgð á bana­slysinu

Hópur mótorhjólamanna hefur efnt til mótmæla næstkomandi mánudag til að mótmæla því að enginn ætli að bera ábyrgð á mistökum við vegagerð, sem leiddu til banaslyss tveggja mótorhjólamanna á Kjalarnesi fyrir fjórum árum. Hópurinn ætlar að hittast á Korputorgi klukkan 19, aka saman upp á Kjalarnes, og stöðva þar hjólin á báðum akreinum í stutta stund í mótmælaskyni. Skipuleggjandi segir fáránlegt að enginn taki ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Klessti bíl og eig­andinn kom í jakka einum fata á vett­vang

Maður sem ók bíl undir áhrifum áfengis, klessti honum á kyrrstæðan aftanívagn, og kom sér af vettvangi hlaut dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Honum er gert að greiða 240 þúsund króna sekt til ríkissjóðs eða sæta átján daga fangelsi. Jafnframt var hann sviptur ökuréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir niður­stöðum blóðsýnatöku

Lögregla bíður eftir niðurstöðum blóðsýnis sem tekið var úr manninum sem ók yfir umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku. Málið er fullrannsakað að öðru leyti og það skýrist um mánaðamótin hvort gefin verði út ákæra vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi veg­far­enda

Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar.

Innlent