Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Airbus-þotu Icelandair lent á Akur­eyri og Egils­stöðum

Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft.

Innlent
Fréttamynd

Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair

Icelandair flutti yfir 300 þúsund farþega í nóvember. Það eru 6,4 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 34 prósent farþega á leið til Íslands, 19 prósent frá Íslandi, 41 prósent ferðuðust um Ísland og sex prósent innan Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn­mála­menn segjast styðja PPP-verk­efni en meina „flestir ekkert með því“

Löggjöf frá 2020 sem átti að opna á meira en hundrað milljarða fjárfestingu í vegasamgöngum með samningum við einkaaðila hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með, að sögn utanríkisráðherra, en þótt stjórnmálamenn segist iðulega vera jákvæðir á slík samvinnuverkefni stjórnvalda og fjárfesta þá meini „flestir ekkert með því.“ Framkvæmdastjóri hjá danska ráðgjafafyrirtækisins COWI, sem keypti nýlega Mannvit, tekur í sama streng og segir skorta á pólitískan vilja að styðja við slík fjárfestingaverkefni til að bæta úr bágbornu ástandi vegakerfisins hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Rekstur frí­hafnarinnar seldur úr landi

Isavia ohf. hefur tekið tilboði þýska fyrirtækisins Heinemann í rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli til næstu átta ára. Tilboðið er valið út frá fyrir fram ákveðnum valforsendum útboðs. Fjórir aðilar buðu í reksturinn. Heinemann rekur fjölda verslana um allan heim, meðal annars fríhafnarverslanirnar á Gardermoen-flugvelli í Osló og Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sex­tán flug­ferðum af­lýst

Sextán flugferðum frá Keflavíkurflugvelli sem voru á áætlun í fyrramálið hefur nú verið aflýst sökum veðurs. Búið er að gefa út gula og appelsínugula veðurviðvörun fyrir stóran hluta landsins á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl

Icelandair hefur bætt nýjum áfangastað við leiðakerfið sitt, hinni sögufrægu borg Istanbul í Tyrklandi. Flogið verður til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá 5. september 2025 og er flugtími um fimm klukkustundir og 30 mínútur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sætanýtingin aldrei verið betri í októ­ber

Flugfélagið Play flutti 138.155 farþega í október 2024, samanborið við 154.479 farþega í október í fyrra. Sætanýting félagsins í mánuðinum var 85,3 prósent, og hefur hún aldrei verið hærri í októbermánuði í sögu félagsins. Sætanýtingin í október á síðasta ári var 83 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bilun í bruna­boða á Kefla­víkur­flug­velli

Bilun var í brunaboða á Keflavíkurflugvelli í morgun og þurfi að rýma hluta flugvallarins í stutta stund. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Heimissyni varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja varði hún í aðeins stutta stund.

Innlent
Fréttamynd

United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þú finnur Ís­lendinga út um allan heim í fluginu

„Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.

Innlent
Fréttamynd

Taka flugið til Tyrk­lands

Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Risaþotan flaug aftur yfir Reykja­víkur­svæðið

Áhöfn Boeing 747-júmbóþotu Air Atlanta flaug aftur yfir Reykjavíkursvæðið í kvöld og var hún yfir borginni um klukkan 18:50. Flugvélin var að koma með 240 starfsmenn félagsins og maka frá Casablanca í Marokkó og lenti í Keflavík upp úr klukkan 19.

Innlent
Fréttamynd

Risaþota flaug í lág­flugi yfir Reykja­vík

Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sniðugt að hafa öll eggin í sömu öskjunni

Eldfjallafræðingur segir marga aðra staða á landinu betri valkost fyrir varaflugvöll en Hvassahraun. Sama vá steðji að því svæði og að flugvöllunum í Reykjavík og Keflavík. Betra sé að hafa ekki öll eggin í sömu öskjunni.

Innlent
Fréttamynd

Á meðan bílinn er ó­dýrari verði hann fyrsta val

Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar.

Innlent
Fréttamynd

Flug­völlur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni

Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun.

Innlent