Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. desember 2025 16:00 Mennirnir reyndu að koma hingað til lands í vor. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, var í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni í Einni Pælingu á dögunum þar sem hann fjallaði meðal annars um stöðuna á landamærunum. Þar kom fram að lögreglan hefði stöðvað menn á flugvellinum sem voru með tengdir skipulagðri brotastarfsemi með tengingar við Norður Afríku, sem hefðu komið hingað til að fremja ákveðið ofbeldisverk. View this post on Instagram A post shared by Ein Pæling (@einpaeling) Ekki álitið sem hryðjuverk Ómar segir í samtali við fréttastofu að ofbeldisverknaðurinn sem mennirnir voru grunaðir um að hafa ætlað sér að fremja hafi ekki átt að beinast gegn almenningi. Ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk. „Þetta var ekki álitið sem hryðjuverk eða slíkt, ekki árás gegn almenningi. Koma þeirra tengdist skipulagðri brotastarfsemi, og þeir ætluðu að koma hingað og vinna ákveðið verk í tengslum við hana.“ „Ég sagði frá þessu í viðtalinu bara til að draga fram hvað skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við allsherjarreglu og öryggi samfélagsins.“ „Við vitum alveg að þegar það eru átök, þá er alltaf hætta á því að almenningur geti orðið á milli, þannig okkur er umhugað um það,“ segir Ómar. Í góðu alþjóðlegu samstarfi Ómar segir að mennirnir hafi komið til landsins frá öðru Evrópuríki, en hafi haft bakgrunn frá Norður-Afríku. Lögreglan sé almennt vel í stakk búin til að takast á við þessi mál á landamærunum. Þetta mál hafi uppgötvast í gegnum lögreglurannsókn og alþjóðasamstarf. „Já við erum í góðu alþjóðlegu samstarfi, en auðvitað má alltaf gera betur í þeim efnum. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að lögreglan sé vel í stakk búin, og sé með nægilegt fjármagn og mannskap til að geta tekist á við þessar ógnir.“ „Aðgerðir okkar innanlands skipta miklu máli, en líka að við séum á landamærunum með virkt og gott eftirlit, og sérstaklega gagnvart brotahópum og einstaklingum sem eru að koma hingað í tilgangi sem er ekki það sem Schengen-samstarfið gerir ráð fyrir,“ segir Ómar. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, var í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni í Einni Pælingu á dögunum þar sem hann fjallaði meðal annars um stöðuna á landamærunum. Þar kom fram að lögreglan hefði stöðvað menn á flugvellinum sem voru með tengdir skipulagðri brotastarfsemi með tengingar við Norður Afríku, sem hefðu komið hingað til að fremja ákveðið ofbeldisverk. View this post on Instagram A post shared by Ein Pæling (@einpaeling) Ekki álitið sem hryðjuverk Ómar segir í samtali við fréttastofu að ofbeldisverknaðurinn sem mennirnir voru grunaðir um að hafa ætlað sér að fremja hafi ekki átt að beinast gegn almenningi. Ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk. „Þetta var ekki álitið sem hryðjuverk eða slíkt, ekki árás gegn almenningi. Koma þeirra tengdist skipulagðri brotastarfsemi, og þeir ætluðu að koma hingað og vinna ákveðið verk í tengslum við hana.“ „Ég sagði frá þessu í viðtalinu bara til að draga fram hvað skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við allsherjarreglu og öryggi samfélagsins.“ „Við vitum alveg að þegar það eru átök, þá er alltaf hætta á því að almenningur geti orðið á milli, þannig okkur er umhugað um það,“ segir Ómar. Í góðu alþjóðlegu samstarfi Ómar segir að mennirnir hafi komið til landsins frá öðru Evrópuríki, en hafi haft bakgrunn frá Norður-Afríku. Lögreglan sé almennt vel í stakk búin til að takast á við þessi mál á landamærunum. Þetta mál hafi uppgötvast í gegnum lögreglurannsókn og alþjóðasamstarf. „Já við erum í góðu alþjóðlegu samstarfi, en auðvitað má alltaf gera betur í þeim efnum. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að lögreglan sé vel í stakk búin, og sé með nægilegt fjármagn og mannskap til að geta tekist á við þessar ógnir.“ „Aðgerðir okkar innanlands skipta miklu máli, en líka að við séum á landamærunum með virkt og gott eftirlit, og sérstaklega gagnvart brotahópum og einstaklingum sem eru að koma hingað í tilgangi sem er ekki það sem Schengen-samstarfið gerir ráð fyrir,“ segir Ómar.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira