Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Icelandair aflýsir 38 flug­ferðum vegna veðurs

Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. 

Innlent
Fréttamynd

Icelandair hefur flug til Miami

Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öllum heilsast vel eftir fæðingu í há­loftunum

Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna.

Innlent
Fréttamynd

Lenti á Ís­landi eftir fæðingu í há­loftunum

Flugvél frá úsbeksku flugfélagi lenti á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að kona hafði fætt barn í vélinni þegar hún var á flugi yfir Grænlandi. Móðir og barn voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, og heilsast báðum vel.

Innlent
Fréttamynd

Þögul sem gröfin um aug­lýsinguna um­deildu

Isavia, opinbera hlutafélagið sem rekur Keflavíkurflugvöll, gefur ekkert upp um kostnað við gerð og birtingu auglýsingar sem birt var á gamlárskvöld. Þá fást engin svör um hversu mikið það kostaði félagið að ráða samskiptafélag til að svara gagnrýni á auglýsinguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reikna með 8,4 milljónum far­þega

Tæplega 8,4 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2025 samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Árið 2024 fóru tæplega 8,3 milljónir um flugvöllinn og því er gert ráð fyrir 0,8 prósent fjölgun farþega á milli ára. Spáin gerir ráð fyrir 3 prósent fjölgun erlendra ferðamanna milli ára, þeir verði rúmlega 2,32 milljónir eða um 9 þúsund fleiri en þeir voru metárið 2018.

Innlent
Fréttamynd

Með eitt og hálft kíló falið inn­vortis

Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir innflutning fíkniefna hingað til lands. Málið varðar rétt tæp 3,3 kíló af kókaíni sem voru, samkvæmt ákæru, mest megnis falin innvortis í sakborningunum, sem allir eru erlendir ríkisborgarar.

Innlent
Fréttamynd

Isavia - þar sem sögur fara á flug

Isavia, sem er opinbert fyrirtæki í eigu almennings, birti sem kunnugt er langa og rándýra auglýsingu fyrir áramótaskaup Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld.

Skoðun
Fréttamynd

Lentu með veikan far­þega í Kefla­vík

Lenda þurfti flugvél bandaríska flugfélagsins American Airlines, sem var á leið frá London til Charlotte í Bandaríkjunum, á Keflavíkurflugvelli í dag. Ástæðan voru veikindi farþega um borð.

Innlent
Fréttamynd

Að­eins ein flug­vél lent í Kefla­vík í dag

Búið er að aflýsa flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs það sem af er degi, og verður staðan endurmetin í kvöld. Aðeins ein flugvél hefur lent á flugvellinum í dag, flugvél frá Play sem lenti rétt fyrir klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

Discover hefur flug milli München og Ís­lands

Þýska flugfélagið Discover Airlines, dótturfélag Lufthansa, hefur ákveðið að fljúga milli München og Keflavíkurflugvallar allt árið um kring. Þetta var tilkynnt í dag en áður hafði félagið boðað flug til og frá KEF yfir sumartímann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá magni þeirra fíkniefna sem embættið hefur haldlagt á Keflavíkurflugvelli. Burðardýr beita öllum brögðum virðist vera, til að koma efnunum á göturnar, þar á meðal með því að koma þeim fyrir í pakkningum fyrir asíska núðlusúpu. 

Innlent
Fréttamynd

EastJet flýgur til Basel og Lyon

Breska flugfélagið easyJet bætti í dag við Basel Mulhouse í Sviss og Lyon í Frakklandi sem áfangastöðum frá Keflavíkurflugvelli á áætlun félagsins fyrir sumarið 2025. Sala miða er þegar hafin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Allt er reynt til að komast í gegn um landa­mærin“

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir viðbúið að mistök séu gerð í baráttunni við erlenda glæpahópa sem reyni stöðugt að styrkja stöðu sína hér á landi. Á áttunda hundrað hefur verið vísað frá landinu á árinu sem grunuð eru um að sigla undir fölsku flaggi.

Innlent
Fréttamynd

Airbus-þotu Icelandair lent á Akur­eyri og Egils­stöðum

Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft.

Innlent
Fréttamynd

Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair

Icelandair flutti yfir 300 þúsund farþega í nóvember. Það eru 6,4 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 34 prósent farþega á leið til Íslands, 19 prósent frá Íslandi, 41 prósent ferðuðust um Ísland og sex prósent innan Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn­mála­menn segjast styðja PPP-verk­efni en meina „flestir ekkert með því“

Löggjöf frá 2020 sem átti að opna á meira en hundrað milljarða fjárfestingu í vegasamgöngum með samningum við einkaaðila hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með, að sögn utanríkisráðherra, en þótt stjórnmálamenn segist iðulega vera jákvæðir á slík samvinnuverkefni stjórnvalda og fjárfesta þá meini „flestir ekkert með því.“ Framkvæmdastjóri hjá danska ráðgjafafyrirtækisins COWI, sem keypti nýlega Mannvit, tekur í sama streng og segir skorta á pólitískan vilja að styðja við slík fjárfestingaverkefni til að bæta úr bágbornu ástandi vegakerfisins hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Rekstur frí­hafnarinnar seldur úr landi

Isavia ohf. hefur tekið tilboði þýska fyrirtækisins Heinemann í rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli til næstu átta ára. Tilboðið er valið út frá fyrir fram ákveðnum valforsendum útboðs. Fjórir aðilar buðu í reksturinn. Heinemann rekur fjölda verslana um allan heim, meðal annars fríhafnarverslanirnar á Gardermoen-flugvelli í Osló og Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

Viðskipti innlent