Jafnréttismál

Fréttamynd

Enginn friður án kvenna, ekkert kven­frelsi án fjöl­breytni

Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði.

Skoðun
Fréttamynd

„Átti að hafa borðað elsk­huga í morgun­mat því hún var komin með leið á honum“

„Grýla hefur oft verið nefnd fyrsti femínisti Íslands. Hún var rosalega kraftmikil og lifandi og átti fullt af elskhugum. Þá byrjuðu þessar sögusagnir um hana,“ segir listakonan og ljósmyndarinn Berglind Rögnvalds, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind hefur meðal annars unnið listrænt verkefni um Grýlu, þar sem hún velti fyrir sér hvernig Grýla hefði verið ef hún hefði fengið að blómstra.

Menning
Fréttamynd

Sameining yrði móðgun við kven­réttinda­bar­áttu Ís­lands

Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

„Mig langaði bara að leyfa geir­vörtunni að njóta sín“

„Ég var búin að upplifa það svolítið mikið hvað þetta var mikið tabú,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Berglind Rögnvaldsdóttir, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind notast gjarnan við viðfangsefni á borð við kvenlíkamann og náttúruna og má segja að verk hennar séu femínísk og einkennist af kvennakrafti. Um þrítugt ákvað hún að skrá sig í ljósmyndanám í Osló og átti lífið í kjölfarið eftir að gjörbreytast í listræna og ævintýralega átt.

Menning
Fréttamynd

Ráku konu í fæðingar­or­lofi og réðu aðra yngri

Pólsk kona kærði í mars síðasta árs ákvörðun verslunarkeðjunnar Mini Market ehf. um að segja henni upp störfum í fæðingarorlofi og í kjölfarið rifta ráðningarsamningi á uppsagnarfresti. Verslunin bar fyrir sig samdrátt í rekstri en konan benti á að engum öðrum starfsmanni hefði verið sagt upp og að yngri kona hefði verið ráðin í hennar stað. Kærunefnd jafnréttismála telur verslunina hafa brotið gegn lögum um jafna stöðu kynjanna með uppsögninni.

Innlent
Fréttamynd

Frans páfi veitir konum kosningarétt

Frans páfi hefur ákveðið að veita konum kosningarétt á komandi biskupafundi. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem konur mega leggja fram atkvæði á Kirkjuþingi Biskupa. Á Kirkjuþinginu funda biskupar alls staðar að úr heiminum og stendur viðburðurinn yfir í nokkrar vikur í senn.

Erlent
Fréttamynd

Blikar hnýta í ÍTF

Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks kallar eftir betri vinnubrögðum hjá hagsmunasamtökunum Íslenskum Toppfótbolta, í ljósi meintrar mismununar gegn kvennafótbolta síðustu vikur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Harma viðhorf í grein grunnskólakennara

Kennarasamband Íslands (KÍ) hefur birt yfirlýsingu vegna viðhorfa sem koma fram í skoðanagrein grunnskólakennara. Í greininni var því velt upp hvort Samtökin '78 gerist brotleg við barnaverndarlög. Formaður KÍ segir sambandið fullvisst um að íslenskir kennarar fari eftir jafnréttisáætlun sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara vit­leysa finnst mér“

Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, auglýsti starf í gær þar sem óskað var eftir því að fá karlkyns manneskju í starfið. Auglýsingin uppskar töluverða gagnrýni sem Kristján furðar sig á en hann útskýrir hvers vegna hann auglýsti starfið með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Ráðumst að rót vandans

Það er mikið fagnaðarefni að rannsóknir sýni launamun kynjanna á almennum vinnumarkaði hafa farið minnkandi á undanförnum árum. Frá árinu 2008 til 2020 hefur leiðréttur launamunur farið úr 6,4% í 4,1% samkvæmt Hagstofunni.

Skoðun
Fréttamynd

„Blóra­böggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun

Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Lög­varinn réttur og við­varandi of­beldi

Samþykkt var á Alþingi árið 2018 breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Í 10. gr. viðkomandi laga segir að stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns að undanskyldu hafi barnið verið getið með gjafasæði eins og lýst er í 4.mgr. 6.gr.

Skoðun
Fréttamynd

„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“

Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 

Innlent
Fréttamynd

Komum í kvennaathvarfið fjölgað mikið á milli ára

Komum í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022, þetta sýnir komandi ársskýrsla athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni.

Innlent
Fréttamynd

Femínistar eru sínar eigin konur

Reglulega gerist það hér á landi að ein ákveðin manneskja, yfirleitt kona og þolandi - er útvalin af samfélaginu sem opinber málpípa, forseti og framkvæmdarstýra íslenska femínismans. Kona þessi er iðulega sú sem hefur hvað hæst í samfélagsumræðunni og lætur á sér kveða sem femínisti, þolandi ofbeldis og misréttis.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar

„Aðalmarkmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum,“ segir Chanel Björk, sem er einn af stofnendum samtakanna Hennar rödd. Samtökin standa fyrir ráðstefnu um konur af erlendum uppruna í listum. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu á laugardaginn næstkomandi og er um að ræða fjölbreytta dagskrá sem einkennist af erindum, pallborðsumræðum, vinnustofum og frumsýningu á verki.

Menning
Fréttamynd

Jafnrétti til náms

Jafnrétti til náms þýðir ekki bara að öll kyn eigi að hafa jafnt aðgengi að námi, heldur líka að sá sem vill stunda nám eigi að geta gert það án hindrana, hverjar sem þær eru, því jafnrétti er ekki jafnrétti nema það nái til allra, en ekki bara til ákveðinna hópa.

Skoðun
Fréttamynd

Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér

Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann.

Innlent