Grikkir fengu verðlaun í nafni Vigdísar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júní 2024 15:56 Frá verðlaunaafhendingunni í Strassborg í dag. Evrópuráðsþingið Grísku grasrótarsamtökin Irida Women‘s Center hlutu í dag ný alþjóðleg jafnréttisverðlun í nafni Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Prize for Women‘s Empowerment, sem afhent voru í fyrsta sinn á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi. Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi verið viðstödd afhendinguna. Irida Women‘s Center samtökin vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin sem voru stofnuð árið 2016, þegar straumur flóttafólks leitaði til Grikklands, bjóða upp á neyðaraðstoð og veita konum og börnum öruggt skjól. Fram kemur að Vigdísarverðlaunin hafi verið stofnsett í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu og í aðdraganda leiðtogafundar ráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023. Evrópuráðsþingið og ríkisstjórn Íslands standa að verðlaununum sem ætlað er að vekja athygli á einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem stuðlað hafa að valdeflingu kvenna með framúrskarandi hætti, hvort sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnari samfélagslegri þátttöku kvenna eða aðgerðir sem vekja athygli á ójafnri stöðu kvenna og hvetja til úrbóta. Nýju alþjóðlegu jafnréttisverðlaunin hafa þegar hlotið athygli víða en þau verða veitt árlega í júní-lotu Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Alls bárust 123 tilnefningar til verðlaunanna frá öllum heimshlutum en þrír hlutu tilnefningu í byrjun maí. Auk Irida Women‘s Center fengu pólsku samtökin Feminoteka Foundation og Pascuala López López, sem er baráttukona fyrir mannréttindum í Mexíkó, sérstaka viðurkenningu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti Evrópuráðinu verðlaunagripinn Kviku eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur við hátíðlega athöfn í morgun. Listaverkið er úr gleri og með tilvísun í íslenska náttúru og tungu. „Það var mér mikill heiður að flytja ávarp við afhendingu fyrstu alþjóðlegu jafnréttisverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur. Ég fékk í ávarpi mínu tækifæri til þess að undirstrika framlag Vigdísar og áhrif hennar, jafnt innan íslensks samfélags sem utan, eins og greina mátti við fjölsótta athöfn í Strassborg í dag sem fólk hvaðanæva að sótti,“ er haft eftir Guðmundi Inga. „Á fundum sem ég átti jafnframt með fulltrúum Evrópuráðsins í dag kom fram að framganga Íslands á sviði jafnréttismála, og að því er varðar málefni hinsegin fólks, vekur enn verðskuldaða athygli og óskað er eftir frekari samstarfi við okkur á þeim sviðum.“ Guðmundur Ingi átti fundi með aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, forseta Evrópuráðsþingsins og sérfræðingum Evrópuráðsins á sviði jafnréttis- og félagsmála. Jafnréttismál Evrópusambandið Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Frakkland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi verið viðstödd afhendinguna. Irida Women‘s Center samtökin vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin sem voru stofnuð árið 2016, þegar straumur flóttafólks leitaði til Grikklands, bjóða upp á neyðaraðstoð og veita konum og börnum öruggt skjól. Fram kemur að Vigdísarverðlaunin hafi verið stofnsett í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu og í aðdraganda leiðtogafundar ráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023. Evrópuráðsþingið og ríkisstjórn Íslands standa að verðlaununum sem ætlað er að vekja athygli á einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem stuðlað hafa að valdeflingu kvenna með framúrskarandi hætti, hvort sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnari samfélagslegri þátttöku kvenna eða aðgerðir sem vekja athygli á ójafnri stöðu kvenna og hvetja til úrbóta. Nýju alþjóðlegu jafnréttisverðlaunin hafa þegar hlotið athygli víða en þau verða veitt árlega í júní-lotu Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Alls bárust 123 tilnefningar til verðlaunanna frá öllum heimshlutum en þrír hlutu tilnefningu í byrjun maí. Auk Irida Women‘s Center fengu pólsku samtökin Feminoteka Foundation og Pascuala López López, sem er baráttukona fyrir mannréttindum í Mexíkó, sérstaka viðurkenningu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti Evrópuráðinu verðlaunagripinn Kviku eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur við hátíðlega athöfn í morgun. Listaverkið er úr gleri og með tilvísun í íslenska náttúru og tungu. „Það var mér mikill heiður að flytja ávarp við afhendingu fyrstu alþjóðlegu jafnréttisverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur. Ég fékk í ávarpi mínu tækifæri til þess að undirstrika framlag Vigdísar og áhrif hennar, jafnt innan íslensks samfélags sem utan, eins og greina mátti við fjölsótta athöfn í Strassborg í dag sem fólk hvaðanæva að sótti,“ er haft eftir Guðmundi Inga. „Á fundum sem ég átti jafnframt með fulltrúum Evrópuráðsins í dag kom fram að framganga Íslands á sviði jafnréttismála, og að því er varðar málefni hinsegin fólks, vekur enn verðskuldaða athygli og óskað er eftir frekari samstarfi við okkur á þeim sviðum.“ Guðmundur Ingi átti fundi með aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, forseta Evrópuráðsþingsins og sérfræðingum Evrópuráðsins á sviði jafnréttis- og félagsmála.
Jafnréttismál Evrópusambandið Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Frakkland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira