Akureyri

Fréttamynd

Skoða að færa KFC nær Akureyri

Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hiti við 20 gráður fyrir norðan

Ekki mátti miklu muna að hitinn færi upp í 20 gráður á Norður­landi í dag. Á þremur stöðum sýndu mælar Veður­stofunnar meira en 19 gráður, bæði í Skaga­firðinum og á torfum í Eyja­firði.

Innlent
Fréttamynd

Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu

Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag

Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Lægri laun ekki for­senda rekstrarins

Ó­vissa ríkir um fram­tíðar­kjör starfs­manna Öldrunar­heimila Akur­eyrar eftir að Heilsu­vernd Hjúkrunar­heimili tók við rekstri þeirra af Akur­eyrar­bæ um síðustu mánaða­mót. Við­ræður um nýja kjara­samninga starfs­manna milli stéttar­fé­laga þeirra og Heilsu­verndar Hjúkrunar­heimilis á Akur­eyri eru á frum­stigi en Teitur Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Heilsu­verndar, segir að fyrir­tækið þurfi að semja upp á nýtt.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði við höfnina á Akureyri

Eldur kviknaði um eittleytið á útisvæði við höfnina á Akureyri. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og segir varðstjóri að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn. 

Innlent
Fréttamynd

Há­skóli norður­slóða í tuttugu ár

Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fögnuðu þeim merku tímamótum í vikunni að tuttugu ár eru liðin síðan Háskóli norðurslóða (UArctic) var formlega stofnaður.

Skoðun
Fréttamynd

Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri

Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð.

Lífið
Fréttamynd

Fyrr­verandi bæjar­stjóri Akur­eyrar leiðir lista Við­reisnar

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, mun skipa annað sæti á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Raf­hlaupa­hjól dró tíu ára barn í veg fyrir bíl

Lítið mátti út af bregða þegar tíu ára gamalt barn missti stjórn á rafhlaupahjóli á Akureyri með þeim afleiðingum að það dró barnið út á akbraut. Hársbreidd munaði að bifreið yrði ekið á barnið en 50 kílómetra hámarkshraði var í umræddri götu. 

Innlent
Fréttamynd

Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri

Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Drauma­að­stæður í Hlíðar­fjalli í dag

Aðstæður í Hlíðarfjalli í dag voru eins og draumi líkast og var fjölmennt í fjallinu þrátt fyrir að skíðasvæðið sé lokað. Fjöldi fólks hafði með sér sleða og skíði til að njóta sólarinnar sem sleikti hlíðarnar í dag.

Lífið
Fréttamynd

Telja prófa­hald stangast á við sótt­varna­reglur: „HA hefur verið að draga lappirnar“

Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri fengu í dag tölvupóst frá viðskiptadeildinni þar sem þeim var greint frá því að lokapróf deildarinnar muni fara fram í húsnæði skólans. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna þessa, enda aðeins tvær vikur í fyrstu lokapróf, og hafa nemendur tekið sig til og safnað undirskriftalista til þess að skora á yfirvöld skólans að halda fjarpróf.

Innlent
Fréttamynd

300 milljóna gjaldþrot Orange Project

Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opna Píeta hús á Akureyri í sumar

Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir.

Fréttir