Tíu mánaða skilorð fyrir heimilisofbeldi og fyrir að bíta í læri lögreglumanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 13:17 Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir að skalla lögreglumann tvisvar í andlit og bíta hann tvisvar í lærið. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, umferðarlagabrot, ofbeldi í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Maðurinn er þar að auki sviptur ökurétti í tvö og hálft ár og til að greiða 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra 5. maí síðastliðinn. Öll brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir voru framin föstudagskvöldið 25. september 2020 en maðurinn var ákærður og sakfelldur í þremur liðum. Fyrir það fyrsta var maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa tvívegis skallað lögreglumann í andlit og bitið tvívegis í vinstra læri hans, þegar lögreglumaðurinn var við skyldustörf fyrir utan Olís-verslun. Lögreglumaðurinn hlaut fyrir vikið fimm sentímetra mar vinstra megin á nefi, þriggja sentímetra mar á höku, mar á innanverðum kinnum, mar og tvær punktblæðingar á innanverðri neðri vör og tvö línuleg sár á vinstra læri eftir bitin. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa hótað öðrum lögreglumanni lífláti fyrir utan Olís-verslunina og fyrir að hafa hótað þriðja lögreglumanninum tvívegis lífláti á lögreglustöðinni á Akureyri. Maðurinn var auk þess sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið undir áhrifum áfengis að Olís-versluninni. Í blóði mældist vínandamagn 1,75 prómíl. Maðurinn iðrist brotanna og hafi snúið lífinu við Þá var maðurinn sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa á heimili sínu veist með ofbeldi að sambýliskonu sinni og barnsmóður, í viðurvist sonar þeirra og stjúpsonar mannsins. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi tekið sambýliskonu sína hálstaki, veitt henni ítrekuð högg í höfuð, slegið höfði hennar í vegg og hrint henni. Þessi aðför hafi haft þær afleiðingar að hún hlaut rispur og yfirborðsáverka á hálsi, heilahristing og hrufl á hægri fótlegg. Maðurinn játaði sök fyrir dómi í öllum ákæruliðum. Fram kemur að fyrir dómi hafi maðurinn sýnt iðrun og sagst hafa verið illa áttaður og í miklu uppnámi þetta kvöld vegna álags sem á honum hafi hvílt vegna vinnu fjarri heimili, fjárhagsáhyggja og áfengisneyslu. Hann hafi gert breytingar á lífi sínu í framhaldinu, fjárfest í húsnæði með eiginkonu sinni, brotaþola í málinu, fengið fasta vinnu og ákveðið að láta áfengi alfarið eiga sig. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra 5. maí síðastliðinn. Öll brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir voru framin föstudagskvöldið 25. september 2020 en maðurinn var ákærður og sakfelldur í þremur liðum. Fyrir það fyrsta var maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa tvívegis skallað lögreglumann í andlit og bitið tvívegis í vinstra læri hans, þegar lögreglumaðurinn var við skyldustörf fyrir utan Olís-verslun. Lögreglumaðurinn hlaut fyrir vikið fimm sentímetra mar vinstra megin á nefi, þriggja sentímetra mar á höku, mar á innanverðum kinnum, mar og tvær punktblæðingar á innanverðri neðri vör og tvö línuleg sár á vinstra læri eftir bitin. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa hótað öðrum lögreglumanni lífláti fyrir utan Olís-verslunina og fyrir að hafa hótað þriðja lögreglumanninum tvívegis lífláti á lögreglustöðinni á Akureyri. Maðurinn var auk þess sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið undir áhrifum áfengis að Olís-versluninni. Í blóði mældist vínandamagn 1,75 prómíl. Maðurinn iðrist brotanna og hafi snúið lífinu við Þá var maðurinn sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa á heimili sínu veist með ofbeldi að sambýliskonu sinni og barnsmóður, í viðurvist sonar þeirra og stjúpsonar mannsins. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi tekið sambýliskonu sína hálstaki, veitt henni ítrekuð högg í höfuð, slegið höfði hennar í vegg og hrint henni. Þessi aðför hafi haft þær afleiðingar að hún hlaut rispur og yfirborðsáverka á hálsi, heilahristing og hrufl á hægri fótlegg. Maðurinn játaði sök fyrir dómi í öllum ákæruliðum. Fram kemur að fyrir dómi hafi maðurinn sýnt iðrun og sagst hafa verið illa áttaður og í miklu uppnámi þetta kvöld vegna álags sem á honum hafi hvílt vegna vinnu fjarri heimili, fjárhagsáhyggja og áfengisneyslu. Hann hafi gert breytingar á lífi sínu í framhaldinu, fjárfest í húsnæði með eiginkonu sinni, brotaþola í málinu, fengið fasta vinnu og ákveðið að láta áfengi alfarið eiga sig.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent