Reykjavík Þurfa ekki að óttast að vera handtekin í skýlinu Nýtt neyðarskýli Rauða krossins fyrir þjónustusvipta hælisleitendur opnaði í dag. Umsjónarmaður fjöldahjálpar segir notendur skýlisins ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að vera handteknir mæti þeir á svæðið. Innlent 29.9.2023 19:15 Ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti Í morgunsárið var tilkynnt um líkfund í Reykjarvíkurhöfn. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 29.9.2023 16:51 Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Innlent 29.9.2023 14:28 Líkfundur við smábátahöfnina Lík ungrar konu fannst í sjónum við smábátahöfnina við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn í morgun. Lögreglu barst tilkynning um málið á tíunda tímanum. Innlent 29.9.2023 13:16 „Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. Innlent 29.9.2023 12:00 Réðust vopnaðir inn í verslun og ógnuðu starfsmönnum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu réðust nokkrir einstaklingar inn í verslun í umdæminu Kópavogur/Breiðholt í gærkvöldi eða nótt og stálu verðmætum. Innlent 29.9.2023 06:40 Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. Innlent 29.9.2023 06:27 Laugin tóm í tvær vikur Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. Innlent 28.9.2023 20:26 Drifu sig í vel heppnað leggönguboð Konur fjölmenntu á sérstakt leggönguboð í Ásmundarsal í gær. Tilefnið var undirbúningur og styrktarkvöld fyrir góðgerðargönguna Leggangan sem útivistarhópurinn Snjódrífurnar standa fyrir til stuðnings konum sem þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Lífið 28.9.2023 20:01 Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. Innlent 28.9.2023 18:01 Sektunum fjölgar á sunnudaginn Tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum P1 og P2 hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur gjaldskyldutími verið lengdur á bæði virkum dögum og sunnudögum. Innlent 28.9.2023 17:37 „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá“ Alexander Máni Björnsson, tæplega tvítugur karlmaður sem sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps á Bankastræti Club í febrúar í fyrra, segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að játa þrjár hnífstungur við þingfestingu málsins. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki að hafa ætlað að ráða þeim bana. Innlent 28.9.2023 16:06 Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. Innlent 28.9.2023 14:59 Þrír í haldi vegna tveggja stunguárása Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við tvær stunguárásir sem gerðar voru í Reykjavík síðdegis í gær. Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ. Innlent 28.9.2023 14:26 Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. Innlent 28.9.2023 13:40 Breytingarnar á gjaldskyldu og gjaldskrá taka gildi um helgina Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar taka gildi núna um mánaðamótin. Neytendur 28.9.2023 13:36 Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. Innlent 28.9.2023 10:40 Sýndi skjáskot af millifærslum sem höfðu aldrei farið í gegn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn. Innlent 28.9.2023 10:23 Aldrei fleiri andvígir Borgarlínu Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni. Innlent 27.9.2023 20:43 Sérsveit að störfum í Grafarvogi Sérsveit ríkislögreglustjóra var að störfum við Móaveg í Grafarvogshverfi í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upplýsingar um aðgerðirnar frá lögreglu en töluverður viðbúnaður var á staðnum. Innlent 27.9.2023 18:32 Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. Innlent 27.9.2023 14:58 Ráðist á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp. Innlent 27.9.2023 14:54 Frændi sótti rangt barn á leikskólann í gær Reglur á leikskólanum Mánagarði hafa verið skerptar í kjölfar atviks þar sem frændi sótti rangt barn í skólann í gær. Í tölvupósti sem leikskólastjóri sendi foreldrum í morgun kemur fram að barninu hafi fljótlega verið „skilað til baka og rétt barn tekið.“ Innlent 27.9.2023 13:46 Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið. Skoðun 27.9.2023 10:30 Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3 prósent Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkaði í júlí frá júní, úr 709 í 615. Það sem af er ári hafa 614 samningar verið gerðir í hverjum mánuði, samanborið við 825 samninga á mánuði að meðaltali fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra. Viðskipti innlent 27.9.2023 06:42 Einn handtekinn fyrir akstur gegn umferð og annar fyrir farsímanotkun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í gærkvöldi eða nótt sem ók gegn umferð á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis. Innlent 27.9.2023 06:22 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Innlent 26.9.2023 19:02 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 17:58 Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. Innlent 26.9.2023 16:00 Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Innlent 26.9.2023 13:48 « ‹ 85 86 87 88 89 90 91 92 93 … 334 ›
Þurfa ekki að óttast að vera handtekin í skýlinu Nýtt neyðarskýli Rauða krossins fyrir þjónustusvipta hælisleitendur opnaði í dag. Umsjónarmaður fjöldahjálpar segir notendur skýlisins ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að vera handteknir mæti þeir á svæðið. Innlent 29.9.2023 19:15
Ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti Í morgunsárið var tilkynnt um líkfund í Reykjarvíkurhöfn. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 29.9.2023 16:51
Íhuga að birta myndefni af árásarmönnunum Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Innlent 29.9.2023 14:28
Líkfundur við smábátahöfnina Lík ungrar konu fannst í sjónum við smábátahöfnina við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn í morgun. Lögreglu barst tilkynning um málið á tíunda tímanum. Innlent 29.9.2023 13:16
„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. Innlent 29.9.2023 12:00
Réðust vopnaðir inn í verslun og ógnuðu starfsmönnum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu réðust nokkrir einstaklingar inn í verslun í umdæminu Kópavogur/Breiðholt í gærkvöldi eða nótt og stálu verðmætum. Innlent 29.9.2023 06:40
Blóm og kransar afþakkaðir en allir velkomnir á hinsta gjörninginn Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning. Innlent 29.9.2023 06:27
Laugin tóm í tvær vikur Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. Innlent 28.9.2023 20:26
Drifu sig í vel heppnað leggönguboð Konur fjölmenntu á sérstakt leggönguboð í Ásmundarsal í gær. Tilefnið var undirbúningur og styrktarkvöld fyrir góðgerðargönguna Leggangan sem útivistarhópurinn Snjódrífurnar standa fyrir til stuðnings konum sem þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Lífið 28.9.2023 20:01
Dreifðu grímum á Dubliner og ræddu vopnaburð á Prikinu Sakborningar í Bankastrætis Club málinu báru um fyrir dómi að um hafi verið að ræða einhvers konar uppgjör við hóp manna sem kallaður hefur verið „Latino-hópurinn“. Sakborningarnir hafi ruðst 25 saman inn á skemmtistað til þess að ógna meðlimum hópsins. Innlent 28.9.2023 18:01
Sektunum fjölgar á sunnudaginn Tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum P1 og P2 hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur gjaldskyldutími verið lengdur á bæði virkum dögum og sunnudögum. Innlent 28.9.2023 17:37
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá“ Alexander Máni Björnsson, tæplega tvítugur karlmaður sem sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps á Bankastræti Club í febrúar í fyrra, segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að játa þrjár hnífstungur við þingfestingu málsins. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki að hafa ætlað að ráða þeim bana. Innlent 28.9.2023 16:06
Fara yfir myndabandsupptökur vegna árásarinnar á Hverfisgötu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú upptökur úr öryggismyndavélum vegna líkamsárásar á mann ofarlega á Hverfisgötu í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Maðurinn var á leið á hótel sitt eftir að hafa sótt ráðstefnu á vegum Samtakanna 78. Innlent 28.9.2023 14:59
Þrír í haldi vegna tveggja stunguárása Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi þrjá menn í tengslum við tvær stunguárásir sem gerðar voru í Reykjavík síðdegis í gær. Handtökurnar tengjast aðgerðum lögreglu við Móaveg í Grafarvogi í gærkvöldi, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir handteknir síðar um kvöldið í Garðabæ. Innlent 28.9.2023 14:26
Vildi spila viðtal við brotaþola Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. Innlent 28.9.2023 13:40
Breytingarnar á gjaldskyldu og gjaldskrá taka gildi um helgina Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar taka gildi núna um mánaðamótin. Neytendur 28.9.2023 13:36
Boða til fjöldamótmæla á Austurvelli Herkvaðning liggur fyrir frá Landsamtökum veiðifélaga. Bílalest frá Akureyri væntanleg í borgina. Stóri dagurinn er 7. október. Innlent 28.9.2023 10:40
Sýndi skjáskot af millifærslum sem höfðu aldrei farið í gegn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir röð brota, meðal annars að hafa í nokkrum tilvikum fengið fólk til að afhenda sér vörur eftir samskipti á samfélagsmiðlum, og sýna þeim skjáskot af millifærslum án þess að greiðslurnar hafi raunverulega farið í gegn. Innlent 28.9.2023 10:23
Aldrei fleiri andvígir Borgarlínu Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni. Innlent 27.9.2023 20:43
Sérsveit að störfum í Grafarvogi Sérsveit ríkislögreglustjóra var að störfum við Móaveg í Grafarvogshverfi í Reykjavík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upplýsingar um aðgerðirnar frá lögreglu en töluverður viðbúnaður var á staðnum. Innlent 27.9.2023 18:32
Úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar Kona sem var handtekinn á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus og var síðar úrskurðaður látinn, hefur verið úrskurðuð í viku gæsluvarðhald til viðbótar. Innlent 27.9.2023 14:58
Ráðist á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp. Innlent 27.9.2023 14:54
Frændi sótti rangt barn á leikskólann í gær Reglur á leikskólanum Mánagarði hafa verið skerptar í kjölfar atviks þar sem frændi sótti rangt barn í skólann í gær. Í tölvupósti sem leikskólastjóri sendi foreldrum í morgun kemur fram að barninu hafi fljótlega verið „skilað til baka og rétt barn tekið.“ Innlent 27.9.2023 13:46
Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs Hinn 7. mars 2023 tók Borgarstjórn þá örlagaríku ákvörðun að loka Borgarskjalasafni. Sú ákvörðun kom langflestum Reykvíkingum í opna skjöldu og óhætt er að segja að vísindafólk í hug- og félagsvísindum hafi verið felmtri slegið. Skoðun 27.9.2023 10:30
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3 prósent Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkaði í júlí frá júní, úr 709 í 615. Það sem af er ári hafa 614 samningar verið gerðir í hverjum mánuði, samanborið við 825 samninga á mánuði að meðaltali fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra. Viðskipti innlent 27.9.2023 06:42
Einn handtekinn fyrir akstur gegn umferð og annar fyrir farsímanotkun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í gærkvöldi eða nótt sem ók gegn umferð á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn reyndist undir áhrifum áfengis. Innlent 27.9.2023 06:22
Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Innlent 26.9.2023 19:02
Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. Innlent 26.9.2023 17:58
Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. Innlent 26.9.2023 16:00
Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Innlent 26.9.2023 13:48