Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar 16. janúar 2025 10:30 Um daginn var komið að máli við mig varðandi græna vegginn í Álfabakka og var honum réttilega hallmælt. Eftir samtalið rann það svo upp fyrir mér að síðan ég útskrifaðist úr arkitektanámi þá hefur fólk reglulega komið á tal við mig til að kvarta yfir arkitektum. Það er ekki verið að kvarta yfir að arkitektarnir séu að teikna ljót hús heldur frekar að þeir séu að standa fastir á sínu varðandi fagurfræðilega eða hugmyndafræðilega nálgun. Það að huga að fagurfræði er þá iðulega teiknað upp sem einhver sérviska arkitektsins en svo er slegið upp í gríni að arkitektinn hafi “löggiltan smekk”. Svo þegar rætt var við mig um græna vegginn rann það upp fyrir mér að í fyrsta skipti væri verið að kvarta yfir raunverulegum ljótleika við mig. Loksins skipti fagurfræði máli. Viðmælandi minn hallmælti svo vissulega Reykjavíkurborg og stjórnsýslunni í kringum ákvörðunartökuna og látið var í veðri vaka að “svona hús” ætti ekki heima þarna hjá greyið íbúðablokkinni. Ég hugsaði hinsvegar með mér hvar “svona hús”, risastór og ljót, ættu þá eiginlega heima? Hver dregur svo stutta stráið og þarf að nota risastóra, ljóta húsið? Kannski er það bara ég en mér finnst “svona hús” eiginlega furðulega algeng og meira að segja í hversdagslegum athöfnum okkar við að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur. Á Selfossi, bær sem þekktur er fyrir rómantískan en vissulega sviðsettan menningararf, fer veigamesta verslun bæjarins fram í stórum og þunglamalegun stálgrindarhúsum og meira að segja bakkaríið lítur út eins og eins og hálfklárað lagerhúsnæði. Það leiðir okkur svo að spurningunni af hverju lagerhús eru eins og þau eru? Af hverju er allt í lagi að vinnuumhverfi starfsmanna á lager séu gluggalaus og óvistleg? Til að bæta gráu ofan á svart eru lagerhús oft staðsett saman í einsleitum atvinnuhúsahverfum sem eru bókstaflega grá og næstum svört; gróðursnauð, óþægileg og einsleit. Það er synd að þetta sé svona því það er ekkert sem segir að stór stálgrindarhús geti ekki verið falleg og upplífgandi. Byggingar sem er sneyddar allri gleði og fegurð virðast þó ekki þykja tilkomumál þar sem þær eru ótrúlega algengar. Í því ljósi má spyrja sig hvort það hafi ekki bara verið tímaspursmál hvenær eitt stykki einsleitt stálgrindarhús myndi lauma sér framan við stofugluggann hjá fólki? Auðvitað á þetta á ekki að geta gerst. En eins sorglegt og það hljómar þá kom þetta mér bara ekkert á óvart. Ég hef svo oft fengið glósur um að “hugsa bara um praktíkina og ekki að gleyma mér í einhverri fagurfræði”. Þegar ég svara til baka um að notagildi og fagurfræði geti farið saman og að fallegt umhverfi stuðli að vellíðan og gleði þá eru slíkar útskýringar leiddar hjá sér. Græni veggurinn sýnir skýrt fram á að það er ekki nóg að “hugsa bara um praktíkina” og ekkert annað. Það er sannarlega tímabært að spyrja stærri spurninga. Hver er hugmyndfræði verkefnisins? Hvernig vinnum við með fegurðina? Mun fólki líða vel og verða jafnvel innblásið í hversdagslegum athöfnum sínum? Hvað er þetta umhverfi að segja okkur? Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um daginn var komið að máli við mig varðandi græna vegginn í Álfabakka og var honum réttilega hallmælt. Eftir samtalið rann það svo upp fyrir mér að síðan ég útskrifaðist úr arkitektanámi þá hefur fólk reglulega komið á tal við mig til að kvarta yfir arkitektum. Það er ekki verið að kvarta yfir að arkitektarnir séu að teikna ljót hús heldur frekar að þeir séu að standa fastir á sínu varðandi fagurfræðilega eða hugmyndafræðilega nálgun. Það að huga að fagurfræði er þá iðulega teiknað upp sem einhver sérviska arkitektsins en svo er slegið upp í gríni að arkitektinn hafi “löggiltan smekk”. Svo þegar rætt var við mig um græna vegginn rann það upp fyrir mér að í fyrsta skipti væri verið að kvarta yfir raunverulegum ljótleika við mig. Loksins skipti fagurfræði máli. Viðmælandi minn hallmælti svo vissulega Reykjavíkurborg og stjórnsýslunni í kringum ákvörðunartökuna og látið var í veðri vaka að “svona hús” ætti ekki heima þarna hjá greyið íbúðablokkinni. Ég hugsaði hinsvegar með mér hvar “svona hús”, risastór og ljót, ættu þá eiginlega heima? Hver dregur svo stutta stráið og þarf að nota risastóra, ljóta húsið? Kannski er það bara ég en mér finnst “svona hús” eiginlega furðulega algeng og meira að segja í hversdagslegum athöfnum okkar við að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur. Á Selfossi, bær sem þekktur er fyrir rómantískan en vissulega sviðsettan menningararf, fer veigamesta verslun bæjarins fram í stórum og þunglamalegun stálgrindarhúsum og meira að segja bakkaríið lítur út eins og eins og hálfklárað lagerhúsnæði. Það leiðir okkur svo að spurningunni af hverju lagerhús eru eins og þau eru? Af hverju er allt í lagi að vinnuumhverfi starfsmanna á lager séu gluggalaus og óvistleg? Til að bæta gráu ofan á svart eru lagerhús oft staðsett saman í einsleitum atvinnuhúsahverfum sem eru bókstaflega grá og næstum svört; gróðursnauð, óþægileg og einsleit. Það er synd að þetta sé svona því það er ekkert sem segir að stór stálgrindarhús geti ekki verið falleg og upplífgandi. Byggingar sem er sneyddar allri gleði og fegurð virðast þó ekki þykja tilkomumál þar sem þær eru ótrúlega algengar. Í því ljósi má spyrja sig hvort það hafi ekki bara verið tímaspursmál hvenær eitt stykki einsleitt stálgrindarhús myndi lauma sér framan við stofugluggann hjá fólki? Auðvitað á þetta á ekki að geta gerst. En eins sorglegt og það hljómar þá kom þetta mér bara ekkert á óvart. Ég hef svo oft fengið glósur um að “hugsa bara um praktíkina og ekki að gleyma mér í einhverri fagurfræði”. Þegar ég svara til baka um að notagildi og fagurfræði geti farið saman og að fallegt umhverfi stuðli að vellíðan og gleði þá eru slíkar útskýringar leiddar hjá sér. Græni veggurinn sýnir skýrt fram á að það er ekki nóg að “hugsa bara um praktíkina” og ekkert annað. Það er sannarlega tímabært að spyrja stærri spurninga. Hver er hugmyndfræði verkefnisins? Hvernig vinnum við með fegurðina? Mun fólki líða vel og verða jafnvel innblásið í hversdagslegum athöfnum sínum? Hvað er þetta umhverfi að segja okkur? Höfundur er arkitekt.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun