Reykjavík

Fréttamynd

Stórar hug­­myndir – lítil sam­­skipti: „Veldur okkur áhyggjum“

Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal.

Fótbolti
Fréttamynd

Margir ó­við­ræðu­hæfir

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stöðvaði ölvaðan öku­mann í Háa­leitis­hverfi í Reykjavík í gær­kvöldi. Öku­maðurinn reyndi að villa um fyrir lög­reglu með því að skipta um sæti.

Innlent
Fréttamynd

Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile

Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í bíl

Eldur kviknaði í bíl við gatnamót Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík í kvöld. Engin slys urðu á fólki en bílinn var á ferðinni þegar eldurinn kviknaði.

Innlent
Fréttamynd

Von á byltingu í Blá­fjöllum í vetur

Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. 

Innlent
Fréttamynd

Datt í Sund­höllinni og fær þrjár og hálfa milljón

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist.

Innlent
Fréttamynd

Fylgja eftir svartri skýrslu um vöggustofurnar

Borgarráð ætlar að fylgja eftir tillögum nefndar um málefni vöggustofa. Nefndin kynnti niðurstöðu sína í síðustu viku og benti á að vera barna á vöggustofum hafi haft veruleg áhrif á framtíð þeirra. Til að mynda væru lífslíkur þeirra einstaklinga minni en jafnaldra þeirra og þeir líklegri til að glíma við örorku.

Innlent
Fréttamynd

„Svona gerir maður ekki, mamma“

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. 

Lífið
Fréttamynd

Sniðug íbúð Skoðanabróður til sölu

Bergþór Másson lífskúnstner og annar hlaðvarpsstjórnandi Skoðanabræðra hefur sett nýstárlega íbúð sína við Hverfisgötu í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 48,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Karnival stemmning á árshátíð Sýnar

Árshátíð Sýnar fór fram með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld í Hafnarþorpinu. Salurinn í Kolaportinu var glæsilega skreyttur í karnival þema sem færði gesti inn í sannkallaðan töfraheim hátíðarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Tveir hand­teknir í tengslum við líkams­á­rás

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna líkamsárásar í hverfi 105 í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Tveir menn voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Þá var einn handtekinn í gærkvöldi vegna vörslu fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Leit að Sigur­veigu lokið

Leit að Sigur­veigu Steinunni Helga­dóttur er lokið. Hún hefur sjálf látið vita af sér. Þetta stað­festir bróðir hennar, Þor­valdur S. Helga­son.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legt magn af rottu­skít og um tuttugu tonnum af mat fargað

Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins.

Innlent