Reykjavík

Fréttamynd

Joey Christ og Alma selja bjarta hæð

Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktu sem Joey Christ, og kærasta hans Alma Gytha Huntingdon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 63,8 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Rík á­stæða fyrir fólk að hringja fyrst

Enn er mikið álag á bráðamótttökunni á Landspítalanum í Fossvogi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans þar sem fólk er beðið um að hringja fyrst í 1700 sé það ekki í bráðri hættu.

Innlent
Fréttamynd

Pláss fyrir 125 far­þega í 18 metra Borgar­línu­vagni

Er Borgarlínan lest? Við hjá Verkefnastofu Borgarlínunnar fáum reglulega þessa spurningu, en henni er auðsvarað. Nei, Borgarlínan er ekki lest. Borgarlínuvagnarnir verða líkari venjulegum almenningsvögnum en þeir verða 18 metra langir liðvagnar á hjólum með plássi fyrir 125 farþega.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvort at­lot séra Frið­riks hafi verið eins og at­lot ættingja

Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. 

Innlent
Fréttamynd

Fríska upp á Land­nám og slíta sjóði Þórs

Til stendur að endurgera minnisvarða um landnám Íslands sem stendur á grassvæði nærri Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík og hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Fjármagn úr minnisvarðasjóði Þórs Sandholt verður nýtt til verksins og sjóðum í kjölfarið slitið.

Innlent
Fréttamynd

Datt og fékk skurð í and­litið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi vegna þjófnaðar úr verslun og þá var tilkynnt um minniháttar skemmdarverk í póstnúmerinu 105.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast gæsluvarðhalds yfir einum vegna hnífstungunnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæði hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir einum vegna hnífstunguárásarinnar sem framin var í Grafarholti í Reykjavík á föstudagsmorgun. Alls voru fimm handteknir en fjórum þeirra hefur verið sleppt. 

Innlent
Fréttamynd

Heppni að ekki fór verr

Örn Úlfar Sævarsson texta- og hugmyndasmiður slapp vel þegar leigubíll keyrði á hann við Hringbraut síðdegis í dag. Hjól hans þarfnast viðgerðar en hann segir lærdóminn að vera ávallt á varðbergi í umferðinni – bæði ökumenn og hjólreiðamenn – sérstaklega nú þegar skammdegið er að skella á.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki breyta nöfnum ráðs og sviðs

Meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar ætlar ekki að breyta nafngift eins ráðs og eins sviðs innan borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn segir það merki um að menningarlíf sé ofar í huga nefndarmanna en íþróttir. 

Innlent
Fréttamynd

Hafa yfir­heyrt vitni um helgina

Rannsókn lögreglu á hnífstunguárás í höfuðborginni á föstudagsmorgun hefur mjakast ágætlega yfir helgina að sögn yfirlögregluþjóns. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Flúði á tveimur jafn­fljótum eftir rán í Fætur toga

Innbrotsþjófur braut rúðu í verslun Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík í nótt, og hafði með sér á brott peninga úr kassanum. Verslunareigandi segir málið hið leiðinlegasta enda um að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki. Búðin er opin í dag eins og ekkert hafi í skorist.

Innlent
Fréttamynd

Bene­dikt semur um starfs­lok

Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, hefur látið af störfum hjá félaginu eftir að þeir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR gerðu með sér samkomulag um starfslok.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keyrði á 112 km/klst á 50-götu

Ökumaður var í dag stöðvaður á 112 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst. Var hann handtekinn, sviptur ökuréttindum og færður til blóðsýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

Leigusalar verði að átta sig á á­byrgðinni

Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans

Innlent
Fréttamynd

Blóðug barna­föt við Al­þingi

Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli í dag þar sem haldinn var gjörningur til stuðnings börnunum á Gaza á vegum félagsins Ísland-Palestína. Félagið mun standa fyrir viðburðum tengdum Palestínu á hverjum degi það sem eftir lifir nóvember mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Öllum sleppt úr haldi vegna hnífaárásar

Fjórum mönnum sem handteknir voru vegna stunguárásar í gærmorgun hefur verið sleppt úr haldi en lögregla leitar enn nokkura aðila í tengslum við málið. Til skoðunar er hvort árásin tengist annarri hnífstunguárás á Litla-Hrauni degi áður sem og skotárásar í byrjun mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Hoppaði á bílum í mið­bænum

Tilkynnt var um mann sem hoppaði á bifreiðum í íbúðarhverfi í miðbæ Reykjavíkur laust eftir miðnætti. Maðurinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Þá er árás í heimahúsi til rannsóknar þar sem maður var sleginn með spýtu í höfuðið. Hann var fluttur á slysadeild.

Innlent