Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 11:08 Jón Gnarr tók mynd af skemmdarverkunum sem unnin voru á Teslunni í nótt. Búið er að merkja bílinn með fasista-límmiða. Instagram/Vilhelm Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu. Jón greinir frá þessu í færslu á bæði Facebook og Instagram og birtir mynd af bílnum. „Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum,“ skrifar Jón við færsluna. „Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina,“ skrifar hann. Þegar Jón fór svo í morgun að skoða verksummerkin sá hann búið var að líma límmiða með orðunum „fascis“ við hlið Teslu-lógósins þannig að úr verður enska orðið „fascist,“ eða fasisti. Mikil skemmdarverk unnin á Teslum vestanhafs Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en þriðjudaginn 18. mars var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Ástæða skemmdarverkanna virðist tengjast Elon Musk og tengsla hans við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Einn maður hefur verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hefur verið skotið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Engann hefur sakað enn sem komið er vegna skemmdarverkanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram við Fox í síðustu viku að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Þá hét hann því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Mótmælendur og breytt viðhorf til Teslunnar Skemmdarverkið á Teslunni í Marargötu er fyrsta skemmdarverkið á Teslu sem ratar í fjölmiðla hérlendis en á föstudag mótmælti fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Teslu-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland) en meðal mótmælenda var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sem flutti ræðu. Mánuði fyrr hafði Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, sett inn fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“. „Er einhver hér sem hefur orðið var við skemmdarverk á ökutækjum eða breytt viðhorf til Teslu eftir Elon Musk varð áberendi í bandarískum stjórnmálum?“ spurði Þóra og hlaut býsna dræmar viðtökur við spurningum sínum. Tesla Elon Musk Reykjavík Bílar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira
Jón greinir frá þessu í færslu á bæði Facebook og Instagram og birtir mynd af bílnum. „Var á vappi í nótt svefnvana, milli 4 og 5 þegar ég tók eftir skuggalegum, vel klæddum ungum manni á ferli í götunni. Hann vakti grumsemdir mínar enda löngu kominn háttatími hjá ungum mönnum og ég sjálfur og kominn af lögreglumönnum,“ skrifar Jón við færsluna. „Ég sá að hann var eitthvað að bauka aftan við einn bíl í götunni og ætlaði að hringja í 112 en þá hvarf hann á braut útí nóttina,“ skrifar hann. Þegar Jón fór svo í morgun að skoða verksummerkin sá hann búið var að líma límmiða með orðunum „fascis“ við hlið Teslu-lógósins þannig að úr verður enska orðið „fascist,“ eða fasisti. Mikil skemmdarverk unnin á Teslum vestanhafs Skemmdarverk hafa verið unnin á Teslum víðsvegar um Bandaríkin en þriðjudaginn 18. mars var kveikt í fimm bílum við Tesla-sölu í Las Vegas. Ástæða skemmdarverkanna virðist tengjast Elon Musk og tengsla hans við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Einn maður hefur verið ákærður í Oregon eftir að hann kastaði bensínsprengjum í Tesla-sölu og mætti svo aftur degi síðar og skaut á bygginguna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hefur verið skotið á fleiri sölustaði Tesla í Bandaríkjunum. Engann hefur sakað enn sem komið er vegna skemmdarverkanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram við Fox í síðustu viku að skemmdarverkin væru fjármögnuð af áhrifamiklum Demókrötum, án þess þó að færa rök fyrir þeim ásökunum. Þá hét hann því að beita afli bandaríska ríkisins til að láta þá sem fremja skemmdarverk gegn Tesla „ganga gegnum helvíti“. Mótmælendur og breytt viðhorf til Teslunnar Skemmdarverkið á Teslunni í Marargötu er fyrsta skemmdarverkið á Teslu sem ratar í fjölmiðla hérlendis en á föstudag mótmælti fámennur hópur mótmælenda fyrir utan Teslu-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland) en meðal mótmælenda var Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sem flutti ræðu. Mánuði fyrr hafði Þóra Tómasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, sett inn fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“. „Er einhver hér sem hefur orðið var við skemmdarverk á ökutækjum eða breytt viðhorf til Teslu eftir Elon Musk varð áberendi í bandarískum stjórnmálum?“ spurði Þóra og hlaut býsna dræmar viðtökur við spurningum sínum.
Tesla Elon Musk Reykjavík Bílar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans Sjá meira