Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 11:38 Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi á tólfta tímanum í gær. Vísir/Kolbeinn Tumi Sjö voru handteknir í kjölfar átaka við Ingólfstorg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Einn var stunginn þrisvar og annar laminn í höfuðið og eru báðir á batavegi samkvæmt heimildum fréttastofu. Tvö önnur mál í gærkvöldi tengjast mögulega árásinni og gætu því þrettán verið handteknir í tengslum við málið allt í allt. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennir tveir sem voru fluttir með sjúkrabíl frá vettvangi að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarða þjónustu og útkallsþjónustu. Mennirnir eru báðir á batavegi og verður tekin skýrsla af þeim vegna málsins í dag. Handteknir „vítt og breitt um borgina“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins sé á frumstigi og því enn margt á huldu. „Rétt um klukkan ellefu í gær fékk lögreglan tilkynningu um það að það hafi mögulega verið ráðist á karlmann með hníf á Ingólfstorgi. Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði.“ Málið gæti verið enn viðameira en virtist vera við fyrstu sýn. „Í kjölfar þess voru sjö aðilar handteknir, vítt og breitt um borgina. Síðan í öðrum tveimur málum sem við erum að kanna hvort að tengist eru þrír handteknir í hvoru um sig. Það gæti verið að í þessu og skyldum málum séu þrettán í fangageymslu.“ Voru það líka alvarlegar líkamsárásir? Annað var tengt átökum og hitt voru handtökur.“ Mikilvægt að fá yfirsýn Eitt málið hafi átt sér stað í miðbænum en hitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nú taki við mikil vinna hjá rannsóknarlögreglumönnum til að ná yfirsýn á málið. Mikilvægt sé að greina hver gerði hvað. „Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði“Vísir/Kolbeinn Tumi „Svona atburðir eins og voru í nótt, ég get ekki sagt. Þetta er meira en við höfum verið að sjá, svona yfirleitt í miðborginni. Það hefur verið eins og við höfum greint frá ansi lengi bara tiltölulega rólegt, já það hafa ekki verið að koma upp mörg ofbeldismál um helgar.“ Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennir tveir sem voru fluttir með sjúkrabíl frá vettvangi að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarða þjónustu og útkallsþjónustu. Mennirnir eru báðir á batavegi og verður tekin skýrsla af þeim vegna málsins í dag. Handteknir „vítt og breitt um borgina“ Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins sé á frumstigi og því enn margt á huldu. „Rétt um klukkan ellefu í gær fékk lögreglan tilkynningu um það að það hafi mögulega verið ráðist á karlmann með hníf á Ingólfstorgi. Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði.“ Málið gæti verið enn viðameira en virtist vera við fyrstu sýn. „Í kjölfar þess voru sjö aðilar handteknir, vítt og breitt um borgina. Síðan í öðrum tveimur málum sem við erum að kanna hvort að tengist eru þrír handteknir í hvoru um sig. Það gæti verið að í þessu og skyldum málum séu þrettán í fangageymslu.“ Voru það líka alvarlegar líkamsárásir? Annað var tengt átökum og hitt voru handtökur.“ Mikilvægt að fá yfirsýn Eitt málið hafi átt sér stað í miðbænum en hitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Nú taki við mikil vinna hjá rannsóknarlögreglumönnum til að ná yfirsýn á málið. Mikilvægt sé að greina hver gerði hvað. „Lögreglan brást við því með talsverðu viðbragði“Vísir/Kolbeinn Tumi „Svona atburðir eins og voru í nótt, ég get ekki sagt. Þetta er meira en við höfum verið að sjá, svona yfirleitt í miðborginni. Það hefur verið eins og við höfum greint frá ansi lengi bara tiltölulega rólegt, já það hafa ekki verið að koma upp mörg ofbeldismál um helgar.“
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira