Reykjavík

Fréttamynd

Ís­lenska er lykill

Rúmlega 20% Reykjavíkinga eru erlendir ríkisborgarar. Rúmlega 30 þúsund manns. Auk þeirra er fjöldi Íslendinga sem hér búa af erlendum uppruna. Þetta er velkominn hópur af fólki sem hér hefur ákveðið að búa og starfa, ala hér upp börnin sín og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Eggjum grýtt og ung­lingar hand­teknir á Austur­velli

Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Bruni í blokk í Há­túni

Tilkynnt var um bruna í blokk í Hátúni um klukkan 15 í dag. Að sögn Hlyns Höskuldssonar deildarstjóra á aðgerðarsviði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að reykræsta.

Innlent
Fréttamynd

Tveir drengir hand­teknir á mót­mælum barna

Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 

Innlent
Fréttamynd

Fengu af­sökunar­beiðni og sektin verður endur­greidd

Reykjavíkurborg hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar íbúi við Frakkastíg var sektaður fyrir að leggja í eigin innkeyrslu. Dóttir íbúans segir Bílastæðasjóð þurfa að hafa á hreinu fyrir hvað eigi að sekt og hvað ekki.

Innlent
Fréttamynd

Eiriksson eignast systur í Grósku

Veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir ásamt Sveini Þorra Þorvaldssyni og Guðmundi Ragnarssyni hafa ákveðið að opna veitingastaðinn Eiriksdottir í Grósku í Vatnsmýrinni. Staðurinn mun einblína á hádegisverð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin moska við Suður­lands­braut?

Útlit er fyrir að umdeildar fyrirætlanir um að reisa mosku við Suðurlandsbraut verði að engu en frestur Félags múslima á Íslandi til að byggja á umræddri lóð rennur út í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Per­sónu­vernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endur­greiðslu

Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur í Ártúnsbrekku

Árekstur varð í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú í dag. Tveir bílar skullu þar saman neðst í brekkunni en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír sjúkrabílar og dælubíll sendir á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“

Hóp­ur grunn­skóla­nema í Haga­skóla í Reykjavík hef­ur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 

Innlent
Fréttamynd

Fjórði á­reksturinn í dag

Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

Lykilsönnunargagn ófundið í lífs­hættu­legri skot­á­rás

Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur á Háa­leitis­braut

Betur fór en á horfðist þegar árekstur tveggja fólksbíla varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Reykjavík í morgun. Þegar slökkvilið bar að garði höfðu allir farþegar bílanna komið sér út úr bílunum og enginn þeirra var slasaður.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Hjartar­son er látinn

Sigurður Hjartarson, fyrrverandi menntaskólakennari og stofnandi Hins íslenzka reðasafns, er látinn 82 ára að aldri. Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir rithöfundur og dóttir Sigurðar greinir frá andláti hans á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Ekki merki um stór­felldan gagnastuld

Það eru ekki merki um stórfelldan gagnastuld þegar tölvuárás var gerð á Háskólann í Reykjavík á föstudaginn. Þó sé ekki hægt að útiloka gagnastuld að hluta.

Innlent
Fréttamynd

Reyndist vera ölvaður

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 64 mál voru skráð frá miðnætti til 05:20, að því er segir í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Má ekki lengur leggja á eigin lóð

Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta.

Innlent
Fréttamynd

Rúss­neskir hakkarar taldir bera á­byrgð á tölvuárás á HR

Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig borg viljum við eldast í?

Breytt samfélagsgerð, ólíkar kynslóðir og tækniþróun kalla á nýja hugsun í þjónustu við okkur sem erum að eldast - hresst eldra fólk, eldra fólk þar sem færni hefur minnkað og þau sem glíma við heilsubrest og þurfa á stuðningi að halda við daglegt líf. Samkvæmt mannfjöldaspám Hagstofu Íslands stendur þjóðin frammi fyrir sömu áskorunum og nágrannaþjóðir okkar. Árið 2020 var hlutfall fólks yfir 65 ára 14%, árið 2038 er áætlað að það hlutfall verði yfir 20% mannfjöldans og árið 2064 yfir 25%. Þannig mun mín kynslóð, næsta kynslóðin á undan mér og þær sem á eftir koma, lifa lengur, vera fjölmennari og gera meiri kröfur á samfélagið hvað varðar þjónustu, lífsgæði og heilbrigði.

Skoðun
Fréttamynd

Var Jesús heimilis­laus?

Á liðnum árum hef ég notið þeirra forréttinda að nema og starfa í þremur löndum utan Íslands; Danmörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Skoðun
Fréttamynd

Önnuðust krefjandi út­kall á hafi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist krefjandi útkall á haf út í slæmu veðri í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna veikinda sem upp komu í togara sem var á veiðum um 20 sjómílur út af Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem birt var á Facebook-síðu þeirra í morgun.

Innlent