Borðaði súrdeigsbrauð og mældist með áfengi í útblæstri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. maí 2025 00:11 Súrdeigsbrauð. Getty/Natasha Breen Íslenskur maður um fertugt var stoppaður af lögreglu í vikunni og mældist með alkóhól í útblæstri þrátt fyrir að hafa aldrei drukkið deigan dropa. Ástæðan fyrir þessu var súrdeigsbrauð sem maðurinn hafði nýlega lagt sér til munns. Lögreglumaður segir að slíkar falskar mælingar komi fyrir en séu ekki algengar. Frétt DV um málið vakti mikla athygli í vikunni, þar sem maðurinn sagðist ekkert botna í mælingunni þar sem hann hefði aldrei drukkið. Sagt er frá því að maðurinn hafi verið að maula á hádegismatnum sínum í bílnum, skinduhyrnu úr súrdeigi. Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri umferðardeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það hafi verið rétt viðbrögð að leyfa manninum að blása aftur eftir að hafa skolað munninn, en þá hafi ekkert áfengi mælst. Hann veit ekki hvers vegna súrdeigið getur valdið þessu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í súrdeigsbrauði, en það væntanlega á sér stað einhver gerjun þarna. En hún er mjög lítil og hann hefur væntanlega bara verið nýbúinn að kyngja bita af súrdeigi þegar hann blés í mælinn.“ Logi segir að önnur matvæli sem geti valdið falskri mælingu séu léttbjórar, malt og slíkt. Þannig drykkir geti mælst svona rétt eftir síðasta sopa. En svona konfekt með rommi og slíkt? Ég held það sé ekki áfengi í því, ég veit ekki til þess. Logi segir að það sé ekki algengt að lögreglan fái falska niðurstöðu í mælingum. Mælitækin séu orðin nokkuð nákvæm. „Já þau eru það en samt gefa þessir mælar sem eru notaði úti á vettvangi bara vísbendingu sem síðan er unnið eftir. Yfirleitt er hlustað á rök manna ef þeir mæla eindregið á móti því að áfengi hafi verið haft við hönd,“ segir Logi. Áfengi Bylgjan Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Frétt DV um málið vakti mikla athygli í vikunni, þar sem maðurinn sagðist ekkert botna í mælingunni þar sem hann hefði aldrei drukkið. Sagt er frá því að maðurinn hafi verið að maula á hádegismatnum sínum í bílnum, skinduhyrnu úr súrdeigi. Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri umferðardeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það hafi verið rétt viðbrögð að leyfa manninum að blása aftur eftir að hafa skolað munninn, en þá hafi ekkert áfengi mælst. Hann veit ekki hvers vegna súrdeigið getur valdið þessu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í súrdeigsbrauði, en það væntanlega á sér stað einhver gerjun þarna. En hún er mjög lítil og hann hefur væntanlega bara verið nýbúinn að kyngja bita af súrdeigi þegar hann blés í mælinn.“ Logi segir að önnur matvæli sem geti valdið falskri mælingu séu léttbjórar, malt og slíkt. Þannig drykkir geti mælst svona rétt eftir síðasta sopa. En svona konfekt með rommi og slíkt? Ég held það sé ekki áfengi í því, ég veit ekki til þess. Logi segir að það sé ekki algengt að lögreglan fái falska niðurstöðu í mælingum. Mælitækin séu orðin nokkuð nákvæm. „Já þau eru það en samt gefa þessir mælar sem eru notaði úti á vettvangi bara vísbendingu sem síðan er unnið eftir. Yfirleitt er hlustað á rök manna ef þeir mæla eindregið á móti því að áfengi hafi verið haft við hönd,“ segir Logi.
Áfengi Bylgjan Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira