Reykjavík

Fréttamynd

Vilja vita meira um skólpið

Sjósundsfólk fagnar nýrri skiptiaðstöðu við Ægisíðu í Vesturbænum en kallar eftir ítarlegri upplýsingum um vatnsgæði í rauntíma þar sem skólphreinsistöð stendur þar skammt frá.

Innlent
Fréttamynd

Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag

Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 

Innlent
Fréttamynd

„Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig“

Strætóbílstjóra á leið frá Selfossi til Reykjavíkur var hótað barsmíðum af farþega sem vildi komast út á miðri Breiðholtsbraut. Framkvæmdastjóri Strætó segir það reglulega koma fyrir að farþegar angri bílstjóra með einum eða öðrum hætti. 

Innlent
Fréttamynd

Mið­næturopnunin „krefjandi“ og kostnaðar­samari en gert var ráð fyrir

Lenging opnunartíma Laugardalslaugar í Reykjavík á fimmtudögum hefur reynst kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Þá hefur yngra fólk helst nýtt sér miðnæturopnunina og hefur það oft reynst krefjandi fyrir starfsfólk laugarinnar að ráða við aðstæður. Ekki er fjármagn til að halda miðnæturopnuninni áfram.

Innlent
Fréttamynd

Eitt helsta kenni­leiti Vestur­bæjar stór­skemmt

Talsvert tjón varð á Hagavagninum, hamborgarastað við Vesturbæjarlaug í Reykjavík, þegar eldur kviknaði þar undir morgun 21. janúar. Eigandi staðarins segir að tekið gæti upp undir þrjá mánuði að koma staðnum í samt lag og opna hann á ný.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára fangelsi fyrir gróf brot gegn tveimur konum

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi. Um var að ræða brot gegn tveimur konum í aðskildum málum en bæði brotin áttu sér stað þann 1. ágúst 2022.

Innlent
Fréttamynd

Fækka beygju­ak­reinum og tak­marka hraða

Til stendur að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs. Það verður meðal annars gert með því að fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi, breikka gönguleið sunnan vegarins og bæta götulýsingu.

Innlent
Fréttamynd

Fær bætur eftir að hafa fræst á sér hand­legginn

Rafiðnaðarmaður, sem slasaðist illa þegar fræsari hrökk í handlegg hans við vinnu, fær greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu Sjóvár. Sjóvá hafnaði ábyrgð og bar fyrir sig að um óhappaatvik hafi verið að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtæki áhugasöm um að byggja á Hólmsheiði

Borginni bárust 56 erindi eftir að hafa auglýst eftir fyrirtækjum sem væru áhugasöm um að byggja á Hólmsheiði. Heildarþörfin á svæðinu er 978 þúsund fermetrar lands undir atvinnuhúsnæði á 239 þúsund fermetrum.

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvers vegna far­þegum var vísað út í ó­veðrið

Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Karókí brid­gespilara fyrir bí eftir að ælt var á græjurnar

Hópur af bridgespilurum neyddist til að hætta við karókí eftir að ælt var á karókíræjurnar á Bankastræti Club. Hópurinn sem samanstóð af spilurum sem höfðu verið að keppa á Reykjavík Bridge Festival þurfti því að sætta sig við að spjalla saman en ekki syngja saman.

Innlent
Fréttamynd

Börn staðin að þjófnaði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gær þar sem börn reyndust hafa gerst sek um lögbrot. Í báðum tilvikum var um að ræða þjófnað.

Innlent
Fréttamynd

Heimurinn hrynji ekki þó tíma­lína raskist

Mennta- og barnamálaráðherra heldur fast í tímaáætlun þjóðarhallar og telur raunhæft að höllin muni rísa árið 2025. Kostnaður við uppbyggingu eru tæpir fimmtán milljarðar og skipting milli ríkis og borgar liggur ekki fyrir. Upphaflega sagðist Reykjavíkurborg eiga tvo milljarða til.

Innlent
Fréttamynd

Undarleg hljóð reyndust húsráðandi að berja svínakjöt með hamri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi vegna háværra dynkja sem bárust frá íbuð í hverfi 105. Þegar á vettvang var komið kom í ljóst að dynkirnir áttu sér eðlilegar skýringar. Húsráðandi var að berja svínakjöt með kjöthamri með tilheyrandi látum.

Innlent
Fréttamynd

Lands­réttur sneri sýknu­ van­hæfa dómarans við

Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu.

Innlent