Parísarhjólið varla óvinsælt ef sextíu þúsund vilja taka snúning Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 13:51 Einar er hæstánægður með parísarhjólið og telur það ekki óvinsælt ef sextíu þúsund manns ákveða að skella sér hring. Vísir/Bjarni Borgarstjóri hefur ekki áhyggjur af því sem kallaður hefur verið lítill áhugi landsmanna á parísarhjólinu við Miðbakka í Reykjavík. Fimmtán prósent þjóðarinnar reiknar með að fara hring í hjólinu í sumar. Í könnun sem Prósent framkvæmdi á dögunum voru Íslendingar spurðir að því hversu líklegt eða ólíklegt væri að þeir færu í parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn. Fimmtán prósent svarenda sögðu það líklegt eða hafa nú þegar farið í parísarhjólið. Tólf prósent sögðu það hvorki líklegt né ólíklegt og sjötíu og þrjú prósent sögðu ólíklegt að þau fari í parísarhjólið í sumar. Morgunblaðið slær því upp að parísarhjólið sé óvinsælt meðal landsmanna. Þessu er Einar Þorsteinsson borgarstjóri ekki sammála. Hann hefur farið snúning í hjólinu, þann fyrsta, og naut sín vel, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: „Ég held að enginn hafi séð það fyrir sér að öll íslenska þjóðin myndi fara í þetta parísarhjól. Þessi könnun sýnir að fimmtán prósent landsmanna sjá fyrir sér eða telji líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Það er hátt í sextíu þúsund manns. Í Reykjavík er áhuginn þannig að 33 þúsund manns telja líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Ég held að það sé nú í góðu samræmi við væntingar. Það er verið að reyna að auka afþreyingu í borginni og þetta er ein leið til þess.“ Engin áhætta fyrir borgina Einar segir að borgin beri enga fjárhagslega áhættu af rekstri parísarhjólsins, hún leigi einfaldlega litla lóð undir hjólið og rekstraraðili sjái um rest. „Nú er þetta könnun, nú þurfum við bara að sjá hvernig sumarið verður. Þetta verður út september og svo metum við stöðuna, hvort áhuginn verði enn til staðar.“ Hann hafi ekki rætt við rekstraraðila parísarhjólsins síðan það var fór að snúast þann 17. júní. Hann viti því ekki hvort hann uni hag sínum vel við rekstur parísarhjólsins. Eðlilegar skýringar á minni áhuga landsbyggðarfólks Þá sýnir könnunin fram á það að aðeins átta prósent íbúa landsbyggðarinnar sjái fyrir sér að fara í parísarhjólið. Það segir Einar eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki alveg hvaða væntingar fólk hafi átt að hafa til þess að fólk færi að gera sér ferð til Reykjavíkur, til þess eins að fara í parísarhjól. Hugsanlega eru landfræðilegar ástæður sem skýra þennan mismunandi áhuga milli fólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. En mér þykir þetta nú bara nokkuð gott hlutfall, ef átta prósent fólks á landsbyggðinni telur líklegt að það fari í parísarhjólið og býð það velkomið til Reykjavíkur.“ Reykjavík Borgarstjórn Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34 Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03 Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12 Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í könnun sem Prósent framkvæmdi á dögunum voru Íslendingar spurðir að því hversu líklegt eða ólíklegt væri að þeir færu í parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn. Fimmtán prósent svarenda sögðu það líklegt eða hafa nú þegar farið í parísarhjólið. Tólf prósent sögðu það hvorki líklegt né ólíklegt og sjötíu og þrjú prósent sögðu ólíklegt að þau fari í parísarhjólið í sumar. Morgunblaðið slær því upp að parísarhjólið sé óvinsælt meðal landsmanna. Þessu er Einar Þorsteinsson borgarstjóri ekki sammála. Hann hefur farið snúning í hjólinu, þann fyrsta, og naut sín vel, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: „Ég held að enginn hafi séð það fyrir sér að öll íslenska þjóðin myndi fara í þetta parísarhjól. Þessi könnun sýnir að fimmtán prósent landsmanna sjá fyrir sér eða telji líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Það er hátt í sextíu þúsund manns. Í Reykjavík er áhuginn þannig að 33 þúsund manns telja líklegt að þeir fari í parísarhjólið. Ég held að það sé nú í góðu samræmi við væntingar. Það er verið að reyna að auka afþreyingu í borginni og þetta er ein leið til þess.“ Engin áhætta fyrir borgina Einar segir að borgin beri enga fjárhagslega áhættu af rekstri parísarhjólsins, hún leigi einfaldlega litla lóð undir hjólið og rekstraraðili sjái um rest. „Nú er þetta könnun, nú þurfum við bara að sjá hvernig sumarið verður. Þetta verður út september og svo metum við stöðuna, hvort áhuginn verði enn til staðar.“ Hann hafi ekki rætt við rekstraraðila parísarhjólsins síðan það var fór að snúast þann 17. júní. Hann viti því ekki hvort hann uni hag sínum vel við rekstur parísarhjólsins. Eðlilegar skýringar á minni áhuga landsbyggðarfólks Þá sýnir könnunin fram á það að aðeins átta prósent íbúa landsbyggðarinnar sjái fyrir sér að fara í parísarhjólið. Það segir Einar eiga sér eðlilegar skýringar. „Ég veit ekki alveg hvaða væntingar fólk hafi átt að hafa til þess að fólk færi að gera sér ferð til Reykjavíkur, til þess eins að fara í parísarhjól. Hugsanlega eru landfræðilegar ástæður sem skýra þennan mismunandi áhuga milli fólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. En mér þykir þetta nú bara nokkuð gott hlutfall, ef átta prósent fólks á landsbyggðinni telur líklegt að það fari í parísarhjólið og býð það velkomið til Reykjavíkur.“
Reykjavík Borgarstjórn Parísarhjól á Miðbakka Tengdar fréttir Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34 Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03 Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12 Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þrjú þúsund krónur fyrir ferð í parísarhjólið Parísarhjólið sem staðir hefur á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn í slétta viku hefur vakið nokkra athygli enda sést það víða að. Aðgangseyrir í hjólið er 3000 krónur fyrir staka ferð. 24. júní 2024 12:34
Borgarstjóri fór fyrstu ferð í nýju parísarhjóli Borgarstjóri fór jómfrúarferð Parísarhjólsins ásamt fréttamanni Stöðvar 2 í dag klukkan þrjú. Parísarhjólið. Einar segir að um tilraunaverkefni sé að ræða í sumar. 17. júní 2024 17:03
Parísarhjól sprettur upp við höfnina Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn. 16. júní 2024 14:12
Leita að parísarhjólsstjóra Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 5. mars 2024 14:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent