Reykjavík

Fréttamynd

Lög­regla biðst af­sökunar vegna myndarinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á því að hafa dreift falsaðri mynd af meintum dísilþjófum sem var augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla dreifði gjör­breyttri mynd af díselþjófum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar þessara manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum mönnum sem sjást á myndinni sem er hér að ofan vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Lang­þreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“

Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Fundu týnda brú við Suður­lands­braut

Óvænt brú fannst við framkvæmdir við Suðurlandsbraut fyrr í sumar. Verkefnastjóri telur brúna frá upphafi síðustu aldar en hún hafði verið týnd í rúmlega fimmtíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu tón­leikar Purrksins í fjöru­tíu ár

Purrkur Pillnik, ein ástsælasta pönksveit landsins, mun um helgina frumflytja þrjú glæný lög. Þetta er í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem sveitin spilar nýja hljóma en þeir segjast alls ekki ætla að baða sig í fortíðinni. Yrkisefni pönkaranna er að þessu sinni loftslagsváin og kórónuveirufaraldurinn meðal annars, að sögn aðalsöngvarans.

Lífið
Fréttamynd

Lauma sér inn í út­farir og senda kirkjuvörðum fingurinn

Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það.

Innlent
Fréttamynd

Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg

Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert hægt að gera nema hús­eig­endur kæri

Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hægt að gera í málum tveggja manna, sem hafa ítrekað verið teknir fyrir húsbrot, nema hlutaðeigandi eigendur kæri þá. Fólk haldi oft að ekki þurfi að aðhafast frekar en að hringja á lögreglu og kæri því ekki.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn glóð­volgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum

Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­bíll án verðmerkingar og veitinga­staðir í ó­leyfi

Lögreglumenn urðu varir við að íslenska fánanum var flaggað á fánastöng í miðbænum eftir miðnætti. Þar sem ekki náðist í neinn í húsinu var fáninn tekinn niður af lögreglu. Einnig var ökumaður leigubíls stöðvaður fyrir að vera ekki með sýnilegar verðmerkingar og höfð afskipti af fimm veitingastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Tjald vonarinnar brann til kaldra kola

Kveikt var í hinu svokallaða Tjaldi vonarinnar í Laugardal í gærkvöldi. Þegar komið var að tjaldinu í morgun var það brunnið til kaldra kola, en því var haldið úti af samtökunum TC Ísland, sem hefur það að markmiði að styðja við jaðarsetta hópa og aðstoða fólk með fíknivanda.

Innlent
Fréttamynd

Líkams­á­rás í far­þega­skipi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í dag um líkamsárás í farþegaskipi. Aðilarnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Vínsalar látnir klára vakt eftir and­lát í versluninni

Starfsfólki Vínbúðarinnar í Austurstræti var gert að klára vinnudaginn sinn eftir að maður lést í versluninni í síðustu viku. Stjórnendur ÁTVR harma að svo illa hafi verið brugðist við en segja að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp næsta dag.

Innlent
Fréttamynd

Annar stór skartgripaþjófnaður í mið­borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þjófnað úr skartgripabúð, hvaðan þjófarnir komust með talsverð verðmæti í gær. Á mánudag var einnig tilkynnt um skartgripaþjófa á ferð. Málin eru sögð sambærileg en ekki liggur fyrir hvort þau tengist.

Innlent
Fréttamynd

„Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“

Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt.

Innlent
Fréttamynd

Spellvirkinn líka grunaður um líkams­á­rás og man­sal

Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið handtekinn af sérsveitinni í Garðabæ vegna gruns um skemmdarverk í Reykjavík. Síðar var greint frá að maður hefði verið handtekinn grunaður um líkamsárás, hótanir og mansal. Um sama mann og sama mál er að ræða.

Innlent