Grindavík

Fréttamynd

Eldur í mosa við Grindavík

Slökkviliðið í Grindavík óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logar í mosa í hrauninu við Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Hlutfall ungra mæðra hátt á Suðurnesjum

Hlutfall mæðra sem ekki hafa náð tvítugsaldri er mun hærra á Suðurnesjum en á landsvísu. Á landinu öllu fæddu 6,8 stúlkur af hverjum 1.000, á aldrinum fimmtán til nítján ára, börn á árunum 2014-2018 en á Suðurnesjum voru þær 17 af 1.000.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstarfsmenn fá gjafabréf fyrir aðhald

Um 240 starfsmenn Grindavíkurbæjar fá 10 þúsund króna gjafabréf frá bænum. Verðlaun fyrir góða afkomu bæjarins og að sviðsstjórum tókst almennt vel að halda fjárhagsáætlun. Hógvær þakklætisvottur, segir bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Hefja uppbyggingu við Reykjanesvita

Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega.

Innlent
Fréttamynd

Segir starfsmennina ekki taka við mútum

Eftirlitsmönnum Fiskistofu er iðulega boðið að þiggja fisk án endurgjalds. Eftirlitsmaður var settur í leyfi vegna gruns um alvarlegt brot við eftirlit í Grindavík. Um afmarkað tilvik að ræða, segir fiskistofustjóri.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta á Grindavíkurvegi

Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Bíllinn fór út af veginum og valt í vegkantinum.

Innlent
Fréttamynd

Grindvíkingar hækka lægstu laun einhliða

Grindavíkurbær ætlar sér að hækka laun þeirra starfshópa í bæjarfélaginu sem eru með hvað lægstu launin. Bæjarfulltrúar telja lægst launuðu starfsmenn sveitarfélagsins hafa of lág laun og vilja bæta þau.

Innlent