Innlent

Fyrsta myndin af gosinu: Sprungan virðist 200 metra löng

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veðurstofan

Syðri endi hrauntungunnar sem rennur úr gosinu er um 2,6 km frá Suðurstrandarvegi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Meðfylgjandi er fyrsta myndin sem birt er af gosinu.

Myndin er tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Veðurstofan segir að miðað við fyrstu upplýsingar sé sprungan um 200 metra löng.

Upptök eldgossins virðast vera í Geldingadal, vestan megin við Fagradalsfjall.

Fyrsta mynd af gosinu. Tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Syðri endi tungunnar er um 2,6 km frá Suðurstrandarvegi. Miðað við fyrstu upplýsingar er sprungan um 200 m löng.

Posted by Veðurstofa Íslands on Föstudagur, 19. mars 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×