Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Kvaddi MR með dansi uppi á borðum

Nýstúdentinn Franziska Una Dagsdóttir segist hafa vitað að hún væri í góðum málum þegar hún vissi að hún hafi staðist stúdentspróf í sögu. Hún segir jafnframt að góðar minningar úr menntaskóla vegi margfalt hærra en einkunnir.

Lífið
Fréttamynd

Mikil ánægja með Stekkjaskóla á Selfossi

Borðaklipping fór fram á Selfossi þegar nýjasti grunnskólinn í Árborg, Stekkjaskóli var formlega vígður. Skólinn er í dag í fjögur þúsund fermetra byggingu og það er strax byrjað að byggja við hann fjögur þúsund fermetra í viðbót vegna mikillar fjölgun skólabarna á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Sonur minn er þörunga­sér­fræðingur

„Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer.

Skoðun
Fréttamynd

Fær ekki nöfn sam­nem­enda sem sögðu hann slugsa

Nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands hefur ekki rétt á því að fá afrit af framvinduyfirlitum hópfélaga sinna í hópverkefni án þess að þau séu nafnhreinsuð. Nemandinn hlaut lægri einkunn fyrir verkefnið en samnemendurnir þar sem þeir sögðu hann ekki hafa tekið þátt í verkefninu sem skyldi.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjóri og mótorhjólatöffari í Hafnarfirði

Hann er ekki bara skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og annar af „Hundur í óskilum“ því hann er líka mótorhjóla töffari og elskar stangaveiði og fluguveiði. Hér erum við að tala um Eirík Stephensen, sem var gestur Magnúsar Hlyns í þættinum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi

Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Nýr gjaldmiðill á Hellu og mikill áhugi á mótorkrossi

Nýr gjaldmiðill var tekin upp á Hellu í vikunni þegar nemendur grunnskólans buðu bæjarbúum á markað í íþróttahúsinu þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði. Krossarar komu líka við sögu á hátíðinni og þá voru nemendur með sína eigin fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“

Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút.

Innlent
Fréttamynd

Fagna rétt­læti fyrir dóttur sem kennari sló

Magnea Rún Magnúsdóttir, móðir unglingsstúlku sem var löðrunguð af kennara í Dalvíkurskóla árið 2021, segir viðsnúning Landsréttar í máli kennarans létti. Málið sé búið að liggja eins og mara á fjölskyldunni í langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar undir­rituðu kjara­samninga

Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara skrifuðu nú undir kvöld undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða skammtímasamninga til eins árs.

Innlent
Fréttamynd

Hlaut meðal­ein­kunn sem aldrei verður toppuð

Sögulegt met var slegið á útskriftarathöfn Menntaskólans í Kópavogi í dag þegar Orri Þór Eggertsson var útskrifaður með hreina tíu í meðaleinkunn. Ljóst er að met Orra Þórs mun standa um ókomna tíð.

Innlent
Fréttamynd

Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman

Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Eins og sameining sé ákveðin og „sýndarsamráð“ tekið við

Framhaldsskólakennari í Keili furðar sig á því sem fram kom á fundi sem stýrihópur mennta- og barnamálaráðuneytisins boðaði til vegna mögulegrar sameiningar skólans við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Langflestir séu ósáttir en að hans mati virtist vera sem búið væri að taka ákvörðun um sameiningu. Nú sé eins og svokölluð sýndarsamráð hafi tekið við.

Innlent
Fréttamynd

Mesta brott­fall í Evrópu

Brottfall ungs fólks úr námi er á uppleið aftur eftir covid faraldurinn og er nú það hæsta í Evrópu. Tvöfalt fleiri drengir hverfa á brott úr námi en stúlkur. Dósent í félagsfræði segir vandann hefjast í grunnskólum.

Innlent
Fréttamynd

Sú fyrsta sem fær tíu í ein­kunn fyrir meistara­vörn

Guðrún Sólveig Sigríðardóttir Pöpperl, laganemi við Háskóla Íslands, hlaut í gær 10 í einkunn fyrir vörn á meistararitgerð sinni í greininni. Þetta er í fyrsta sinn sem hæsta einkunn er gefin fyrir meistararitgerð við deildina.

Lífið
Fréttamynd

Amma kölluð út í morgun vegna verk­falla

Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu.

Innlent
Fréttamynd

Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert

Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað.

Skoðun