Stefna á opnun Ævintýraborgar á bílastæðaplaninu við Laugardalsvöll Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2023 13:00 Bílaplanið þar sem vonir standa til að Ævintýraborgin muni rísa. Vísir/Ívar Reykjavíkurborg stefnir á að opna tímabundinn leikskóla á bílastæðaplaninu við Laugardalsvöll, næst hringtorginu á mótum Reykjavegar og Engjavegar. Gangi allt eftir er gert ráð fyrir að leikskólinn, sem yrði svokölluð Ævintýraborg, myndi opna á fyrri hluta næsta árs og geta tekið við um hundrað börnum. Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi Laugardals var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á fundi fyrr í vikunni en málinu hins vegar frestað. Breytingin felst í að skilgreina tímabundinn byggingarreit fyrir leikskólann Laugasól á bílastæðinu. Væri um að ræða einnar hæðar byggingareiningar og lagt til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu. Mikið hefur verið fjallað um leikskólavandann í Reykjavík síðustu misserin, vandi sem nýr meðal annars að mönnunarvanda, myglu í leikskólabyggingum og hvernig hægt sé að brúa bilið fyrir foreldra milli fæðingarorlofs og leikskóla. Stefnt er að því að leikskólinn verði tímabundið á bílastæðinu við hringtorgið á mótum Reykjavegar og Engjavegar. Vísir/Vilhelm Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihópsins Brúum bilið, kveðst vongóður um að hægt verði að opna Ævintýraborgina á fyrri hluta næsta árs. Skúli Helgason er formaður stýrihópsins Brúum bilið.Vísir/Vilhelm „Við erum með marga bolta á lofti varðandi leikskóla, meðal annars í Vesturbæ og Laugardal. Þessi lausn myndi hjálpa tveimur leikskólum – Laugasól og Hof – þar sem til stendur að stækka og ráðast í endurbætur,“ segir Skúli. Hann segir að um væri að ræða tímabundna lausn. „Þetta er góð lausn sem gengur vonandi eftir. Við höfum verið í samskiptum við KSÍ og vonandi kemst þetta í auglýsingu sem fyrst til að hægt sé að fá viðbrögð þeirra sem skoðun hafa á málinu. Þetta eru sambærilegar einingar og hafa verið settar upp við Eggertsgötu, Vogabyggð og við Nauthólsveg.“ Skúli segir að horft sé til þess að þarna myndu skapast leikskólapláss fyrir um hundrað börn og að vonandi yrði hægt að opna á fyrri hluta næsta árs. „En það fer einnig meðal annars eftir framleiðsluferlinu hjá birgja,“ segir Skúli. Bílastæðið sem um ræðir. Vísir/Ívar Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi Laugardals var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á fundi fyrr í vikunni en málinu hins vegar frestað. Breytingin felst í að skilgreina tímabundinn byggingarreit fyrir leikskólann Laugasól á bílastæðinu. Væri um að ræða einnar hæðar byggingareiningar og lagt til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu. Mikið hefur verið fjallað um leikskólavandann í Reykjavík síðustu misserin, vandi sem nýr meðal annars að mönnunarvanda, myglu í leikskólabyggingum og hvernig hægt sé að brúa bilið fyrir foreldra milli fæðingarorlofs og leikskóla. Stefnt er að því að leikskólinn verði tímabundið á bílastæðinu við hringtorgið á mótum Reykjavegar og Engjavegar. Vísir/Vilhelm Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihópsins Brúum bilið, kveðst vongóður um að hægt verði að opna Ævintýraborgina á fyrri hluta næsta árs. Skúli Helgason er formaður stýrihópsins Brúum bilið.Vísir/Vilhelm „Við erum með marga bolta á lofti varðandi leikskóla, meðal annars í Vesturbæ og Laugardal. Þessi lausn myndi hjálpa tveimur leikskólum – Laugasól og Hof – þar sem til stendur að stækka og ráðast í endurbætur,“ segir Skúli. Hann segir að um væri að ræða tímabundna lausn. „Þetta er góð lausn sem gengur vonandi eftir. Við höfum verið í samskiptum við KSÍ og vonandi kemst þetta í auglýsingu sem fyrst til að hægt sé að fá viðbrögð þeirra sem skoðun hafa á málinu. Þetta eru sambærilegar einingar og hafa verið settar upp við Eggertsgötu, Vogabyggð og við Nauthólsveg.“ Skúli segir að horft sé til þess að þarna myndu skapast leikskólapláss fyrir um hundrað börn og að vonandi yrði hægt að opna á fyrri hluta næsta árs. „En það fer einnig meðal annars eftir framleiðsluferlinu hjá birgja,“ segir Skúli. Bílastæðið sem um ræðir. Vísir/Ívar
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira