Stefna á opnun Ævintýraborgar á bílastæðaplaninu við Laugardalsvöll Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2023 13:00 Bílaplanið þar sem vonir standa til að Ævintýraborgin muni rísa. Vísir/Ívar Reykjavíkurborg stefnir á að opna tímabundinn leikskóla á bílastæðaplaninu við Laugardalsvöll, næst hringtorginu á mótum Reykjavegar og Engjavegar. Gangi allt eftir er gert ráð fyrir að leikskólinn, sem yrði svokölluð Ævintýraborg, myndi opna á fyrri hluta næsta árs og geta tekið við um hundrað börnum. Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi Laugardals var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á fundi fyrr í vikunni en málinu hins vegar frestað. Breytingin felst í að skilgreina tímabundinn byggingarreit fyrir leikskólann Laugasól á bílastæðinu. Væri um að ræða einnar hæðar byggingareiningar og lagt til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu. Mikið hefur verið fjallað um leikskólavandann í Reykjavík síðustu misserin, vandi sem nýr meðal annars að mönnunarvanda, myglu í leikskólabyggingum og hvernig hægt sé að brúa bilið fyrir foreldra milli fæðingarorlofs og leikskóla. Stefnt er að því að leikskólinn verði tímabundið á bílastæðinu við hringtorgið á mótum Reykjavegar og Engjavegar. Vísir/Vilhelm Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihópsins Brúum bilið, kveðst vongóður um að hægt verði að opna Ævintýraborgina á fyrri hluta næsta árs. Skúli Helgason er formaður stýrihópsins Brúum bilið.Vísir/Vilhelm „Við erum með marga bolta á lofti varðandi leikskóla, meðal annars í Vesturbæ og Laugardal. Þessi lausn myndi hjálpa tveimur leikskólum – Laugasól og Hof – þar sem til stendur að stækka og ráðast í endurbætur,“ segir Skúli. Hann segir að um væri að ræða tímabundna lausn. „Þetta er góð lausn sem gengur vonandi eftir. Við höfum verið í samskiptum við KSÍ og vonandi kemst þetta í auglýsingu sem fyrst til að hægt sé að fá viðbrögð þeirra sem skoðun hafa á málinu. Þetta eru sambærilegar einingar og hafa verið settar upp við Eggertsgötu, Vogabyggð og við Nauthólsveg.“ Skúli segir að horft sé til þess að þarna myndu skapast leikskólapláss fyrir um hundrað börn og að vonandi yrði hægt að opna á fyrri hluta næsta árs. „En það fer einnig meðal annars eftir framleiðsluferlinu hjá birgja,“ segir Skúli. Bílastæðið sem um ræðir. Vísir/Ívar Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi Laugardals var lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á fundi fyrr í vikunni en málinu hins vegar frestað. Breytingin felst í að skilgreina tímabundinn byggingarreit fyrir leikskólann Laugasól á bílastæðinu. Væri um að ræða einnar hæðar byggingareiningar og lagt til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu. Mikið hefur verið fjallað um leikskólavandann í Reykjavík síðustu misserin, vandi sem nýr meðal annars að mönnunarvanda, myglu í leikskólabyggingum og hvernig hægt sé að brúa bilið fyrir foreldra milli fæðingarorlofs og leikskóla. Stefnt er að því að leikskólinn verði tímabundið á bílastæðinu við hringtorgið á mótum Reykjavegar og Engjavegar. Vísir/Vilhelm Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihópsins Brúum bilið, kveðst vongóður um að hægt verði að opna Ævintýraborgina á fyrri hluta næsta árs. Skúli Helgason er formaður stýrihópsins Brúum bilið.Vísir/Vilhelm „Við erum með marga bolta á lofti varðandi leikskóla, meðal annars í Vesturbæ og Laugardal. Þessi lausn myndi hjálpa tveimur leikskólum – Laugasól og Hof – þar sem til stendur að stækka og ráðast í endurbætur,“ segir Skúli. Hann segir að um væri að ræða tímabundna lausn. „Þetta er góð lausn sem gengur vonandi eftir. Við höfum verið í samskiptum við KSÍ og vonandi kemst þetta í auglýsingu sem fyrst til að hægt sé að fá viðbrögð þeirra sem skoðun hafa á málinu. Þetta eru sambærilegar einingar og hafa verið settar upp við Eggertsgötu, Vogabyggð og við Nauthólsveg.“ Skúli segir að horft sé til þess að þarna myndu skapast leikskólapláss fyrir um hundrað börn og að vonandi yrði hægt að opna á fyrri hluta næsta árs. „En það fer einnig meðal annars eftir framleiðsluferlinu hjá birgja,“ segir Skúli. Bílastæðið sem um ræðir. Vísir/Ívar
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira