„Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. desember 2024 07:00 Reynsla Garðars úr æsku mótaði hann fyrir lífstíð. Vísir/Vilhelm Garðar Baldvinsson ólst upp á heimili þar sem hann sá og upplifði hluti sem ekkert barn ætti að verða vitni að. Bernskuheimur hans var mótaður af ofbeldi og ofbeldismaðurinn var móðir hans. Garðar er rithöfundur og hefur í gegnum tíðina nýtt reynslu sína úr æsku í skrifunum. Garðar og yngsti bróðir hans áttu einstakt og kærleiksríkt samband og Garðar lagði sig fram við að vernda bróður sinn í þeim erfiðu aðstæðum sem þeir ólust upp við. Bróðir hans lést af slysförum árið 1980, einungis sautján ára gamall. Í kjölfarið tók Garðar þá ákvörðun að umbylta lífi sínu, meðal annars að ganga menntaveginn og gerast rithöfundur. Á dögunum gaf hann út ljóðabókina Sjötíu bragandi dúfur, til heiðurs bróður sínum. Níu ára húsbóndi á heimilinu Garðar ólst upp í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratug seinustu aldar. Systkinin voru átta talsins. Sex ólust upp heima, tvö í fóstri. Garðar er sá næstelsti í hópnum. Hann veit fyrir víst að móðir hans glímdi við einhverskonar geðræn vandamál. Það var þó aldrei staðfest. Hegðun hennar lýsti sér í reglulegum skapofsa og bræðisköstum sem skiluðu sér í ofbeldi gagnvart föður Garðars og börnunum. Garðar á mjög skýrar minningar af móður sinni þar sem hún elti föður hans um allt hús með hnífi sem hún lagði að hálsi hans. Fyrr í haust greindu fjölmiðlar frá atviki sem átti sér stað í Vogahverfinu í Reykjavík, þar sem lögreglan afvopnaði konu með ungt barn sitt og hníf í hendi. Það vakti upp minningu hjá Garðari frá því hann var átta ára gamall. „Móðir mín stóð upp frá matarborðinu með sex mánaða gamlan bróður minn í fanginu og sótti hnífinn sinn til að ota honum að pabba. Við systir mín stóðum upp og reyndum að hindra hana – en hún henti okkur eiginlega frá og sagði: „Hann þarf að sjá hvers konar aumingi pabbi hans er.“Átta ára gamall upplifir maður bara skelfingu - skelfist örlög bróður síns, sjálfs sín og föður síns. Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því, hefur stundum verið sagt. Ég er að mörgu leyti sammála því.“ Faðir Garðars var sjómaður og fór reglulega á vertíð. Á meðan voru Garðar og systkini hans ein með móður sinni. „Hún lamdi okkur, sprautaði á okkur köldu vatni og læsti okkur niðri í kjallara þar sem hún sagði okkur að skemmta okkur með draugunum sem hún sagði okkur frá ótal sinnum. “ Garðar lýsir sambandi foreldra sinna sem einhverskonar „ástarhaturssambandi.“ „Það kom enginn auga á það á þessum tíma, en pabbi var að sjálfsögðu kúgaður- af mömmu. Hann var sjómaður, vel á sig kominn og vöðvastæltur, og hafði vissulega líkamlega burði til að verjast mömmu. Og hann gat meira að segja verið mjög skapmikill og harðhentur. Það breytti því þó ekki að það var hann sem var fórnarlamb heimilisofbeldis í þessu tilfelli.“ Foreldrar Garðars voru saman alla tíð. Síðustu orð föður Garðars á banalegunni voru ástarjátning til móðurinnar. „Þau skildu reyndar í eitt skipti, þegar ég var níu ára. Þá tók pabbi saman dótið sitt og flutti heim til bróður síns sem bjó í Blesugrófinni.“ Garðar rifjar upp að hafa sem níu ára drengur hafi hann byrjað að ala með sér viðvarandi kvíða yfir því að geta ekki fengið vinnu og skaffað. Vegna þess að hann sá fram á að þurfa nú að sjá fyrir fjölskyldunni. Hann sá fram á að þurfa að vera húsbóndinn á heimilinu. Þessi mynd af Garðari var tekin árið 1969.Aðsend „Á meðan pabbi var í burtu og var hjá bróður sínum var voðalega rólegt á heimilinu, þó að mamma væri döpur. En nokkrum vikum seinna var bankað á dyrnar og pabbi stóð fyrir utan, hann hafði gleymt rakdótinu sínu. Hann fór aldrei aftur.“ Stóra systir varð mamman Garðar lýsir því hvernig hann og systir hans, sem var tveimur árum eldri, sáu það sem sitt hlutverk að bera ábyrgð á heimilinu. „Við þurftum að passa að mamma og pabba dræpu ekki hvort annað. Og við vorum að reyna að vernda yngri systkini okkar,“ segir hann. „Um aldarmótin fórum ég og systir mín, sem nú er því miður látin, að ræða þetta allt saman fyrir alvöru. Þá uppgötvuðum við að við höfðum séð og upplifað þessa atburði gjörólíkt, þó svo að við hefðum verið hlið við hlið þegar við gegnum í gegnum þetta. Systir mín var á sínum tíma sett í hlutverk mömmu, hún varð mamma okkar hinna, og mamma gerði hana líka að trúnaðarvinkonu sinni. Þegar ég var í sjö ára og átta ára bekk fór hún í foreldraviðtal hjá kennaranum í skólanum. Hún var minn fulltrúi í staðinn fyrir mömmu. Hvernig í ósköpunum gat skólinn látið þetta viðgangast? Hvernig gat skólinn tekið svona við henni?“ Basl að fá afhent gögn Heimilið var undir eftirliti barnaverndarnefndar árum saman og lögreglan var tíður gestur. En af einhverjum ástæðum, sem Garðar hefur aldrei skilið eða fengið svör við, þá var aldrei gripið inn í málin. „Þegar ég var í barnaskóla, frá sex til tólf ára, þá kom barnaverndarnefndin þrisvar sinnum í heimsókn til að tékka á málum. Mamma sagði við okkur að við þyrftum að vera prúð og stillt þegar fólkið kæmi og við mættum ekki segja neitt slæmt um fjölskylduna. Annars yrðum við tekin í burtu og myndum aldrei sjá hvort annað aftur. Og svo myndi hún lemja okkur. Nefndin gleypti við þessu öllu saman.“ Árið 2008, og aftur árið 2016 fór Garðar á stúfana og reyndi að hafa uppi á gögnum, skýrslum lögreglu og barnaverndar sem ritaðar voru á sínum tíma. Það gekk seint og illa. „Ástæðan var sú að lögreglan var kölluð til beilínis út af mér eða okkur systkinum, heldur bara út af mömmu. Í tvígang óskaði ég eftir gögnum, það er að segja þau gögn sem Borgarskjalasafn átti til, og í bæði skiptin þurfti ég að leggja inn kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Elsta skýrslan sem ég fékk hendurnar var rituð þegar ég var fjögurra mánaða gamall. Þá var lögreglan kölluð til af því að ég hafði verið grátandi í marga daga.“ Garðar gagnrýnir harðlega aðgerðaleysi barnaverndaryfirvalda á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Enginn hugsaði um börnin Í einni skýrslunni er sagt frá atviki sem stendur Garðari ljóslifandi fyrir sjónum. „Ég nota orðalagið „brennt í börk.“ Af því að þessi minning er brennd í heilabörkinn.“ Atvikið átti sér stað um sumarið þegar Garðar var sex ára að verða sjö ára. „Þá var lögreglan kölluð heim til mín. Mamma og pabbi höfðu verið að slást, og eins og alltaf þá átti mamma frumkvæðið. Hún var búin að hlaupa á eftir pabba með hníf í marga klukkutíma. Ég og systir mín sátum í stiganum og fylgdumst með. Þetta var það sem við bjuggum við. Mamma var búin að vera henda glösum í pabba, með tilheyrandi brothljóðum, og öskra á hann. Svo kýla þau hvort annað, og mamma rotast. Lögreglan er kölluð til, pabbi er tekinn fastur og settur í steininn og mamma er flutt á slysavarðstofuna. Í lögregluskýrslunni kemur fram að þegar faðirinn hafi verið fjarlægður hafi heimilinu „hafi tvö börn, á að giska sex til átta ára staðið skelkuð í dyrunum.“ Skýrsla barnaverndarnefndar er inni í lögregluskýrslunni. Það kemur fram að „ætlunin sé að ræða við börnin.“ Það var aldrei gert. Á þessum tíma var ekki til sú hugsun innan kerfisins að börnin þyrftu aðstoð. Það var eingöngu hugað að móðurinni og faðirinn var „vondi kallinn.“Það var aldrei neitt gert fyrir börnin. Breytti um ham Líkt og áður segir var móðir Garðars að öllum líkindum haldin geðveilu sem aldrei fékkst staðfest. „Það kom oft fyrir að mamma var í einhverskonar kasti, hrækjandi og öskrandi, með hnífinn upp að hálsinum á pabba, að degi til, klukkan ellefu um morgun eða tvö um daginn. Svo hringdi síminn eða það var bankað á útidyrahurðina. Þá breytti hún algjörlega um ham og heilsaði þeim sem var að banka eða hringja með alúð. „Nei sæl elskan mín, komdu inn!“Og á meðan stóð pabbi stjarfur með hausinn upp við vegg.“ Garðar minnist þess einnig að móðir hans hafi lagt allt kapp á að mála föður hans upp sem skrímsli. Í dag myndi sú hegðun flokkast sem það sem kallað er foreldraútilokun (e. parental alienation.) „Mamma ól okkur upp í þeirri hugsun að pabbi væri uppspretta alls ills á heimilinu. Hann væri vondur maður. Hún taldi okkur trú um að hann tímdi ekki að kaupa handa okkur bækur eða föt eða skóladót. Alltaf þegar pabbi fór á sjóinn þá málaði mamma hann upp sem algjöran djöful og sjálfa sig sem engil. Þegar þú ert fimm ára barn þá trúir þú því sem er sagt við þig," segir hann. „Það var ákveðin hugljómun fyrir mig að lesa femínisma á háskólaárum mínum, að sjá hvernig samfélagið hafði kúgað móður mína í hjónabandi svo að hún yfirfærði ofbeldið yfir á okkur. En smám saman var þetta ekki nóg. Ofbeldið var svo yfirgengilegt á heimilinu – og verknaðirnar töldust í tugum þúsunda. Og þegar ég tjái mig um að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu konu hefur oft verið gert lítið úr því, meðal annars með því að segja hana geðveika. Eins og karlmenn sem beita ofbeldi séu ekki geðveikir heldur ofbeldishneigðir af því þeir eru karlmenn, að það sé eðli karla að beita ofbeldi – en kvenna að vera blíðar og góðar. Verst er þó þegar sumir femínistar, jafnvel framarlega í umræðunni, fara að segja mér eða samfélaginu að það megi ekki tala um konur sem beita ofbeldi á heimilinu – því það sé bakslag í baráttunni og jafngildi því að segja að jörðin sé flöt. Mér finnst þetta líka vera ofbeldi. Að femínistar séu farnir að beita mig ofbeldi – af því ég segi hver beitti mig gífurlega ofbeldi í bernsku. Og að faðir minn hafi ekki verið gerandinn. Það er erfitt að standa í þessum sporum, eins og vera aftur beittur ofbeldi og af gerendum af sama kyni og móðir mín.“ Taldi skáldskap koma frá djöflinum Garðar hafði yndi af því að lesa bækur þegar hann var lítill drengur. Móðir hans tók því illa. „Ég las alltaf mikið sem barn, og við systkinin öll. Það var oft tilefni til rifrilda og barsmíða og innilokunar af hálfu mömmu. Ég mátti ekki tala um bókmenntir, þá var ég laminn og það var rifist. Það var ekki fyrr en löngu seinna eftir að ég komst á fullorðinsár, að ég áttaði mig á samhenginu í þessu. Málið var að mamma ólst upp í aðventisma. Einn af brauðryðjendum aðventista hataðist út í skáldskap og sagði skáldskap koma frá djöflinum. Í augum aðventista voru skáld að vinna í umboði djöfulsins. Mamma fékk þessi gildi. Seinna meir hafnaði mamma aðventismanum og gekk í Fríkirkjuna. Hún sagði okkur alltaf að hún þoldi ekki aðventisma, en við fengum aldrei að vita neitt meira. En mamma tók samt þennan part úr aðventismanum með sér, þetta hatur á skáldskap.“ Það er alltaf sagt að í upphafi skuli endann skoða. Garðar er sammála því. „Ég veit að mamma ólst sjálf upp við gífurlegt ofbeldi, af hálfu móður sinnar, ömmu minnar. Hún sagði mér sjálf sögur af því, og ég hef heyrt það frá öðrum í ættinni. Systir mömmu átti mjög erfitt með að heimsækja hana því það vakti upp svo hræðilegar minningar frá bernskuárunum. Það má alveg taka það með í reikninginn án þess að vera að afsaka eitt eða neitt. Í gegnum tíðina, þegar ég hef sagt fólki frá ofbeldinu þá hafa margir viljað skrifa þetta á drykkju hjá foreldrum mínum. „Þau voru náttúrulega bara alkar!“ Það var vissulega oft drykkja á heimilinu, og því fylgdi alltaf slagsmál. En drykkjan var ekki rótin, ekki nema kannski í tíu til þrjátíu prósent tilfella. Mamma, hennar brestir, það var rótin. Fyrirgefningin Garðar segir að þrátt fyrir að óteljandi minningar úr bernsku hans séu litaðar af hryllingi, ógeðslegar og dökkar, þá séu líka aðrar minningar sem séu fallegar og bjartar. Móðir hans hafi svo sannarlega sýnt á sér góðar hliðar. „Og þá sýndi hún kærleika, og var ein kærleikríkasta manneskja sem ég hef kynnst. Einu sinni áttum við einn fisk í matinn og mamma heyrði að vinkona sín ætti ekki matarörðu handa sínum þrettán börnum og sendi mig með fiskinn til þeirra – og við borðuðum súrmjólk það kvöldið. Hún var líka frábær sögumaður og sagði okkur skemmtilegar sögur af lífi sínu, ekki síst í Skýlinu þegar hún var lítil. Þetta á örugglega sinn þátt í áhuga mínum á skáldskap og að segja sögur.“ Honum tókst að mestu leyti að ná sáttum við móður sína áður en hún lést. Í eitt skipti las hann fyrir hana eitt af ljóðunum sem hann hafði samið umofbeldið í æsku. Hún hlustaði, hugsaði sig um og hrósaði síðan ljóðinu. Garðar þurfti að grafa upp myndina af móður sinni og setja upp á vegg áður en þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm Hann minnist einnig stundar sem þau mæðgin áttu saman undir lokin. „Ég spurði hana hvernig henni hefði liðið á þessum verstu stundum, þegar allt fór í bál og brand. Hún starði fram fyrir sig og þagði lengi, í örugglega svona tvær mínútur, og sagði svo: „Já éghefði örugglega getað verið betri við hann Balda minn,“og átti þar við pabba sem var alltaf kallaður Baldi. Garðar segist þrátt fyrir allt ekki bera illan hug til móður sinnar. Hann sé ekki bitur. Hann hefur oft leitt hugann að fyrirgefningunni. „Í ófá skipti hef ég fengið að heyra að nú þurfi ég að fyrirgefa mömmu. Nú sé kominn tími til að grafa þetta, það sé óþarfi að vera að ræða þetta endalaust.“ Garðar minnist á Helförina í þessu samhengi. „Alltaf hefur verið gyðingum verið bent á að fyrirgefa illmennunum sem létu þá ganga í gegnum þennan hrylling. Margir þeirra hafa fyrirgefið- en svo hafa þeir samt haldið áfram að þjást. Í mínum augum er fyrirgefningin fyrst og fremst til þess að losa gerandann við ábyrgðina. Ég hef enga þörf fyrir að fyrirgefa mömmu. En ég get hins vegar skilið af hverju hún gerði margt af því sem hún gerði.“ Rufu vítahringinn Garðar segir að í gegnum árin hafi þau systkinin farið mismunandi leiðir til að gera upp fortíðina. Hann hefur sjálfur leitað sér aðstoðar, hjá sálfræðingum, geðlæknum og Píeta samtökunum. „Við systkinin ólumst upp í fjölskyldu þar sem allir voru beittir ofbeldi, skömmin var yfirgengileg og enginn kunni að takast á við aðstæðurnar. Við urðum samdauna ástandinu og það segir sig sjálft að það kemur enginn heill út úr þessum aðstæðum. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna, einhvern tímann á níunda áratugnum, að við systkinin fórum að horfa á þessa reynslu sem eitthvað annað en bara aumingjaskap í okkur fyrir að vera ekki búin að komast yfir þetta.“ Garðar á þrjú uppkomin börn sem hann er í góðu sambandi við í dag. „Það er þekkt að margir af þeim sem alast upp við ofbeldi beita sjálfir ofbeldi á fullorðinsárum. Þess vegna finnst mér mikilvægt að taka eitt fram. Þegar ég komst á fullorðinsár þá byrjaði að opnast þessi umræða um áföll; hvernig þau fylgja þér og móta þig. Þessi umræða og þessi orðræða var augljóslega ekki til í tíð mömmu og pabba, sem útskýrir vissulega svo margt þegar við horfum á þetta í stóra samhenginu. En síðan byrjaði þessi umræða að opnast og þá myndaðist glufa til að ræða þetta og ég held að það hafi skipt sköpum. Það varð til þess að okkur systkinunum, sem vorum af næstu kynslóð á eftir mömmu og pabba, okkur tókst að rjúfa þennan vítahring ofbeldisins. Ekkert okkar hefur lagt hendur á aðra, börnin okkar eða annað fólk.“ Breytti harmi í sigur Skrifin hafa verið bjargráð Garðars í gegnum tíðina. Hann hefur starfað sem fræðimaður og rithöfundur í meira en fjóra áratugi, sinnt bókmenntaþýðingum og birt smásögur í vönduðum bókmenntartímaritum. Hann hefur sent frá sér margar ljóðabækur og í mörgum af ljóðunum tjáir hann og túlkar reynslu sína úr æsku. Garðar á langan ritferil að baki sem spannar meira en fjóra áratugi.Vísir/Vilhelm Á dögunum kom út tíunda ljóðabók Garðars sem ber heitið Sjötíu bragandi dúfur. Í bókinni má finna flokk 38 ljóða til heiðurs yngsta bróðurs Garðars sem lést af slysförum einungis 17 ára gamall. Á bókarkápunni segir: „Í ljóðunum birtist kærleiksríkt samband þeirra bræðra sem búa við erfiðar aðstæður. Eldri bróðurinn langar að vernda þann yngri og leiða til betra lífs innan fjölskyldunnar og síðan utan hennar. Aðstæður hindra hann þó í því er á líður. Yngri bróðirinn stendur því um síðir einn andspænis ofbeldinu á heimilinu og villist æ meira afvega svo afbrot og fíkn blasa við. En með umhyggju og hlýju systur hans í Vestmannaeyjum nær hann að snúa við blaðinu fjarri heimili foreldranna. Hann er kominn á réttu brautina þegar hann deyr af slysförum aðeins sautján ára. Þá heitir eldri bróðirinn því að umbylta lífi sínu með því meðal annars að ganga menntaveginn og gerast rithöfundur. Í lokakafla bókarinnar tekst honum að snúa harmi í sigur.“ „Þessi bók er um yngsta bróður minn sem dó um vorið árið 1980. Fimm vikum áður hafði ég misst elsta bróður minn. Hann dó fyrir framan augun á mér,“segir Garðar. Upphafsljóðið í bókinni lýsir ástandinu sem Garðar ólst upp við. Það heitir Goðmögn. Ásgarður heitir gatan okkar fjórir bræður ein systir og elsti bróðir í sveit mamman hellir yfir mig ísköldu vatni hendir mér oní myrkan kjallara lemur mig rífst skammast hleypur um íbúðina með hníf rekur hann að hálsi pabbans „Þessi hrikalegi harmur sem ég gekk í gegnum árið 1980, þetta var svona „wake upp call.“ Þetta breytti minni sýn á lífið. Í einu ljóðinu í bókinni er þessi setning: Hver er næstur?“ Ég hugsaði að mér að ef ég yrði næstur í röðinni þá vildi ég gera eitthvað við líf mitt. Ég sneri lífinu þess vegna alveg við. Ég ætlaði ekki að fljóta sofandi að feigðarósi eins og mér fannst ég hafa verið að gera. Það hafði alltaf verið mín köllun að skrifa en það fórst fyrir í öllu ofbeldinu sem ég ólst upp við. Ég ákvað þarna að ganga menntaveginn og skrifa, eftir að hafa verið á sjónum og unnið í fiski. Tveimur árum síðar, árið 1982, kom fyrsta smásagan mín út og ári seinna kom fyrsta bókin mín út á prenti. Síðan þá hef ég bæði sinnt skáldskap og fræðistörfum. Næstsíðasta ljóðið í bókinni, Sjötugfaldur andi, er sigurljóð. Af því að ég breytti harmi mínum í sigur. Ef yngri bróðir minn hefði ekki dáið þá hefði ég hugsanlega aldrei skrifað neitt,“ segir Garðar en umrætt ljóð er svo: að breyta sjálfum mér hverfa frá fortíð frá lífi eins og hans hleypa inn þýðum vindum leyfa sól að lýsa upp nýjar vonir hverfa af brautum andstreymis foreldra hverfa inn á brautir framtíðar sjálfs opna hvolf andans sjötugfalda hlýða á óma sannleika ástar fegurðar Mótaður af ofbeldinu „Lífið er samt ekki þannig að maður velur hundrað prósent á milli þess að vera fórnarlamb og sigurvegari. Þetta er sitt á hvað,“ segir Garðar jafnframt. Hann stendur uppréttur en reynslan úr æsku mótaði hann fyrir lífstíð, og hefur svo sannarlega tekið sinn toll. „Ég er sjötugur. Og ég finn það enn þá,“ segir hann. „Af því að þetta er alltaf í manni. Þetta lifir í líkamanum og hamlar manni á ýmsan hátt í lífinu. Um daginn sá ég myndskeið á facebook þar sem sálfræðingur var að tala um áföll og afleiðingar. Þessi sálfræðingur líkti þessu við það að einhver pissar í vatnið þitt og mengar það. Þú getur ekki tekið pissið úr vatninu; þú getur bætt sykri í það en pissið verður samt alltaf þarna og það fer aldrei, vatnið er mengað fyrir lífstíð. Tráma er þess eðlis að þú ert alla ævina að reyna að sigra lífið, sigra trámað. Það er alltaf af hluti af þér, það er bara staðreynd. Þetta er eins og að rogast um með bakpoka á bakinu sem er fullur af grjóti. Ég hef hent þessum bakpoka frá mér ótal sinnum, ég hef endurfæðst mörgum sinnum. En þetta er inni í mér og ég get ekki losað mig við það.“ Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Höfundatal Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira
Garðar er rithöfundur og hefur í gegnum tíðina nýtt reynslu sína úr æsku í skrifunum. Garðar og yngsti bróðir hans áttu einstakt og kærleiksríkt samband og Garðar lagði sig fram við að vernda bróður sinn í þeim erfiðu aðstæðum sem þeir ólust upp við. Bróðir hans lést af slysförum árið 1980, einungis sautján ára gamall. Í kjölfarið tók Garðar þá ákvörðun að umbylta lífi sínu, meðal annars að ganga menntaveginn og gerast rithöfundur. Á dögunum gaf hann út ljóðabókina Sjötíu bragandi dúfur, til heiðurs bróður sínum. Níu ára húsbóndi á heimilinu Garðar ólst upp í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratug seinustu aldar. Systkinin voru átta talsins. Sex ólust upp heima, tvö í fóstri. Garðar er sá næstelsti í hópnum. Hann veit fyrir víst að móðir hans glímdi við einhverskonar geðræn vandamál. Það var þó aldrei staðfest. Hegðun hennar lýsti sér í reglulegum skapofsa og bræðisköstum sem skiluðu sér í ofbeldi gagnvart föður Garðars og börnunum. Garðar á mjög skýrar minningar af móður sinni þar sem hún elti föður hans um allt hús með hnífi sem hún lagði að hálsi hans. Fyrr í haust greindu fjölmiðlar frá atviki sem átti sér stað í Vogahverfinu í Reykjavík, þar sem lögreglan afvopnaði konu með ungt barn sitt og hníf í hendi. Það vakti upp minningu hjá Garðari frá því hann var átta ára gamall. „Móðir mín stóð upp frá matarborðinu með sex mánaða gamlan bróður minn í fanginu og sótti hnífinn sinn til að ota honum að pabba. Við systir mín stóðum upp og reyndum að hindra hana – en hún henti okkur eiginlega frá og sagði: „Hann þarf að sjá hvers konar aumingi pabbi hans er.“Átta ára gamall upplifir maður bara skelfingu - skelfist örlög bróður síns, sjálfs sín og föður síns. Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því, hefur stundum verið sagt. Ég er að mörgu leyti sammála því.“ Faðir Garðars var sjómaður og fór reglulega á vertíð. Á meðan voru Garðar og systkini hans ein með móður sinni. „Hún lamdi okkur, sprautaði á okkur köldu vatni og læsti okkur niðri í kjallara þar sem hún sagði okkur að skemmta okkur með draugunum sem hún sagði okkur frá ótal sinnum. “ Garðar lýsir sambandi foreldra sinna sem einhverskonar „ástarhaturssambandi.“ „Það kom enginn auga á það á þessum tíma, en pabbi var að sjálfsögðu kúgaður- af mömmu. Hann var sjómaður, vel á sig kominn og vöðvastæltur, og hafði vissulega líkamlega burði til að verjast mömmu. Og hann gat meira að segja verið mjög skapmikill og harðhentur. Það breytti því þó ekki að það var hann sem var fórnarlamb heimilisofbeldis í þessu tilfelli.“ Foreldrar Garðars voru saman alla tíð. Síðustu orð föður Garðars á banalegunni voru ástarjátning til móðurinnar. „Þau skildu reyndar í eitt skipti, þegar ég var níu ára. Þá tók pabbi saman dótið sitt og flutti heim til bróður síns sem bjó í Blesugrófinni.“ Garðar rifjar upp að hafa sem níu ára drengur hafi hann byrjað að ala með sér viðvarandi kvíða yfir því að geta ekki fengið vinnu og skaffað. Vegna þess að hann sá fram á að þurfa nú að sjá fyrir fjölskyldunni. Hann sá fram á að þurfa að vera húsbóndinn á heimilinu. Þessi mynd af Garðari var tekin árið 1969.Aðsend „Á meðan pabbi var í burtu og var hjá bróður sínum var voðalega rólegt á heimilinu, þó að mamma væri döpur. En nokkrum vikum seinna var bankað á dyrnar og pabbi stóð fyrir utan, hann hafði gleymt rakdótinu sínu. Hann fór aldrei aftur.“ Stóra systir varð mamman Garðar lýsir því hvernig hann og systir hans, sem var tveimur árum eldri, sáu það sem sitt hlutverk að bera ábyrgð á heimilinu. „Við þurftum að passa að mamma og pabba dræpu ekki hvort annað. Og við vorum að reyna að vernda yngri systkini okkar,“ segir hann. „Um aldarmótin fórum ég og systir mín, sem nú er því miður látin, að ræða þetta allt saman fyrir alvöru. Þá uppgötvuðum við að við höfðum séð og upplifað þessa atburði gjörólíkt, þó svo að við hefðum verið hlið við hlið þegar við gegnum í gegnum þetta. Systir mín var á sínum tíma sett í hlutverk mömmu, hún varð mamma okkar hinna, og mamma gerði hana líka að trúnaðarvinkonu sinni. Þegar ég var í sjö ára og átta ára bekk fór hún í foreldraviðtal hjá kennaranum í skólanum. Hún var minn fulltrúi í staðinn fyrir mömmu. Hvernig í ósköpunum gat skólinn látið þetta viðgangast? Hvernig gat skólinn tekið svona við henni?“ Basl að fá afhent gögn Heimilið var undir eftirliti barnaverndarnefndar árum saman og lögreglan var tíður gestur. En af einhverjum ástæðum, sem Garðar hefur aldrei skilið eða fengið svör við, þá var aldrei gripið inn í málin. „Þegar ég var í barnaskóla, frá sex til tólf ára, þá kom barnaverndarnefndin þrisvar sinnum í heimsókn til að tékka á málum. Mamma sagði við okkur að við þyrftum að vera prúð og stillt þegar fólkið kæmi og við mættum ekki segja neitt slæmt um fjölskylduna. Annars yrðum við tekin í burtu og myndum aldrei sjá hvort annað aftur. Og svo myndi hún lemja okkur. Nefndin gleypti við þessu öllu saman.“ Árið 2008, og aftur árið 2016 fór Garðar á stúfana og reyndi að hafa uppi á gögnum, skýrslum lögreglu og barnaverndar sem ritaðar voru á sínum tíma. Það gekk seint og illa. „Ástæðan var sú að lögreglan var kölluð til beilínis út af mér eða okkur systkinum, heldur bara út af mömmu. Í tvígang óskaði ég eftir gögnum, það er að segja þau gögn sem Borgarskjalasafn átti til, og í bæði skiptin þurfti ég að leggja inn kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Elsta skýrslan sem ég fékk hendurnar var rituð þegar ég var fjögurra mánaða gamall. Þá var lögreglan kölluð til af því að ég hafði verið grátandi í marga daga.“ Garðar gagnrýnir harðlega aðgerðaleysi barnaverndaryfirvalda á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Enginn hugsaði um börnin Í einni skýrslunni er sagt frá atviki sem stendur Garðari ljóslifandi fyrir sjónum. „Ég nota orðalagið „brennt í börk.“ Af því að þessi minning er brennd í heilabörkinn.“ Atvikið átti sér stað um sumarið þegar Garðar var sex ára að verða sjö ára. „Þá var lögreglan kölluð heim til mín. Mamma og pabbi höfðu verið að slást, og eins og alltaf þá átti mamma frumkvæðið. Hún var búin að hlaupa á eftir pabba með hníf í marga klukkutíma. Ég og systir mín sátum í stiganum og fylgdumst með. Þetta var það sem við bjuggum við. Mamma var búin að vera henda glösum í pabba, með tilheyrandi brothljóðum, og öskra á hann. Svo kýla þau hvort annað, og mamma rotast. Lögreglan er kölluð til, pabbi er tekinn fastur og settur í steininn og mamma er flutt á slysavarðstofuna. Í lögregluskýrslunni kemur fram að þegar faðirinn hafi verið fjarlægður hafi heimilinu „hafi tvö börn, á að giska sex til átta ára staðið skelkuð í dyrunum.“ Skýrsla barnaverndarnefndar er inni í lögregluskýrslunni. Það kemur fram að „ætlunin sé að ræða við börnin.“ Það var aldrei gert. Á þessum tíma var ekki til sú hugsun innan kerfisins að börnin þyrftu aðstoð. Það var eingöngu hugað að móðurinni og faðirinn var „vondi kallinn.“Það var aldrei neitt gert fyrir börnin. Breytti um ham Líkt og áður segir var móðir Garðars að öllum líkindum haldin geðveilu sem aldrei fékkst staðfest. „Það kom oft fyrir að mamma var í einhverskonar kasti, hrækjandi og öskrandi, með hnífinn upp að hálsinum á pabba, að degi til, klukkan ellefu um morgun eða tvö um daginn. Svo hringdi síminn eða það var bankað á útidyrahurðina. Þá breytti hún algjörlega um ham og heilsaði þeim sem var að banka eða hringja með alúð. „Nei sæl elskan mín, komdu inn!“Og á meðan stóð pabbi stjarfur með hausinn upp við vegg.“ Garðar minnist þess einnig að móðir hans hafi lagt allt kapp á að mála föður hans upp sem skrímsli. Í dag myndi sú hegðun flokkast sem það sem kallað er foreldraútilokun (e. parental alienation.) „Mamma ól okkur upp í þeirri hugsun að pabbi væri uppspretta alls ills á heimilinu. Hann væri vondur maður. Hún taldi okkur trú um að hann tímdi ekki að kaupa handa okkur bækur eða föt eða skóladót. Alltaf þegar pabbi fór á sjóinn þá málaði mamma hann upp sem algjöran djöful og sjálfa sig sem engil. Þegar þú ert fimm ára barn þá trúir þú því sem er sagt við þig," segir hann. „Það var ákveðin hugljómun fyrir mig að lesa femínisma á háskólaárum mínum, að sjá hvernig samfélagið hafði kúgað móður mína í hjónabandi svo að hún yfirfærði ofbeldið yfir á okkur. En smám saman var þetta ekki nóg. Ofbeldið var svo yfirgengilegt á heimilinu – og verknaðirnar töldust í tugum þúsunda. Og þegar ég tjái mig um að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu konu hefur oft verið gert lítið úr því, meðal annars með því að segja hana geðveika. Eins og karlmenn sem beita ofbeldi séu ekki geðveikir heldur ofbeldishneigðir af því þeir eru karlmenn, að það sé eðli karla að beita ofbeldi – en kvenna að vera blíðar og góðar. Verst er þó þegar sumir femínistar, jafnvel framarlega í umræðunni, fara að segja mér eða samfélaginu að það megi ekki tala um konur sem beita ofbeldi á heimilinu – því það sé bakslag í baráttunni og jafngildi því að segja að jörðin sé flöt. Mér finnst þetta líka vera ofbeldi. Að femínistar séu farnir að beita mig ofbeldi – af því ég segi hver beitti mig gífurlega ofbeldi í bernsku. Og að faðir minn hafi ekki verið gerandinn. Það er erfitt að standa í þessum sporum, eins og vera aftur beittur ofbeldi og af gerendum af sama kyni og móðir mín.“ Taldi skáldskap koma frá djöflinum Garðar hafði yndi af því að lesa bækur þegar hann var lítill drengur. Móðir hans tók því illa. „Ég las alltaf mikið sem barn, og við systkinin öll. Það var oft tilefni til rifrilda og barsmíða og innilokunar af hálfu mömmu. Ég mátti ekki tala um bókmenntir, þá var ég laminn og það var rifist. Það var ekki fyrr en löngu seinna eftir að ég komst á fullorðinsár, að ég áttaði mig á samhenginu í þessu. Málið var að mamma ólst upp í aðventisma. Einn af brauðryðjendum aðventista hataðist út í skáldskap og sagði skáldskap koma frá djöflinum. Í augum aðventista voru skáld að vinna í umboði djöfulsins. Mamma fékk þessi gildi. Seinna meir hafnaði mamma aðventismanum og gekk í Fríkirkjuna. Hún sagði okkur alltaf að hún þoldi ekki aðventisma, en við fengum aldrei að vita neitt meira. En mamma tók samt þennan part úr aðventismanum með sér, þetta hatur á skáldskap.“ Það er alltaf sagt að í upphafi skuli endann skoða. Garðar er sammála því. „Ég veit að mamma ólst sjálf upp við gífurlegt ofbeldi, af hálfu móður sinnar, ömmu minnar. Hún sagði mér sjálf sögur af því, og ég hef heyrt það frá öðrum í ættinni. Systir mömmu átti mjög erfitt með að heimsækja hana því það vakti upp svo hræðilegar minningar frá bernskuárunum. Það má alveg taka það með í reikninginn án þess að vera að afsaka eitt eða neitt. Í gegnum tíðina, þegar ég hef sagt fólki frá ofbeldinu þá hafa margir viljað skrifa þetta á drykkju hjá foreldrum mínum. „Þau voru náttúrulega bara alkar!“ Það var vissulega oft drykkja á heimilinu, og því fylgdi alltaf slagsmál. En drykkjan var ekki rótin, ekki nema kannski í tíu til þrjátíu prósent tilfella. Mamma, hennar brestir, það var rótin. Fyrirgefningin Garðar segir að þrátt fyrir að óteljandi minningar úr bernsku hans séu litaðar af hryllingi, ógeðslegar og dökkar, þá séu líka aðrar minningar sem séu fallegar og bjartar. Móðir hans hafi svo sannarlega sýnt á sér góðar hliðar. „Og þá sýndi hún kærleika, og var ein kærleikríkasta manneskja sem ég hef kynnst. Einu sinni áttum við einn fisk í matinn og mamma heyrði að vinkona sín ætti ekki matarörðu handa sínum þrettán börnum og sendi mig með fiskinn til þeirra – og við borðuðum súrmjólk það kvöldið. Hún var líka frábær sögumaður og sagði okkur skemmtilegar sögur af lífi sínu, ekki síst í Skýlinu þegar hún var lítil. Þetta á örugglega sinn þátt í áhuga mínum á skáldskap og að segja sögur.“ Honum tókst að mestu leyti að ná sáttum við móður sína áður en hún lést. Í eitt skipti las hann fyrir hana eitt af ljóðunum sem hann hafði samið umofbeldið í æsku. Hún hlustaði, hugsaði sig um og hrósaði síðan ljóðinu. Garðar þurfti að grafa upp myndina af móður sinni og setja upp á vegg áður en þessi mynd var tekin.Vísir/Vilhelm Hann minnist einnig stundar sem þau mæðgin áttu saman undir lokin. „Ég spurði hana hvernig henni hefði liðið á þessum verstu stundum, þegar allt fór í bál og brand. Hún starði fram fyrir sig og þagði lengi, í örugglega svona tvær mínútur, og sagði svo: „Já éghefði örugglega getað verið betri við hann Balda minn,“og átti þar við pabba sem var alltaf kallaður Baldi. Garðar segist þrátt fyrir allt ekki bera illan hug til móður sinnar. Hann sé ekki bitur. Hann hefur oft leitt hugann að fyrirgefningunni. „Í ófá skipti hef ég fengið að heyra að nú þurfi ég að fyrirgefa mömmu. Nú sé kominn tími til að grafa þetta, það sé óþarfi að vera að ræða þetta endalaust.“ Garðar minnist á Helförina í þessu samhengi. „Alltaf hefur verið gyðingum verið bent á að fyrirgefa illmennunum sem létu þá ganga í gegnum þennan hrylling. Margir þeirra hafa fyrirgefið- en svo hafa þeir samt haldið áfram að þjást. Í mínum augum er fyrirgefningin fyrst og fremst til þess að losa gerandann við ábyrgðina. Ég hef enga þörf fyrir að fyrirgefa mömmu. En ég get hins vegar skilið af hverju hún gerði margt af því sem hún gerði.“ Rufu vítahringinn Garðar segir að í gegnum árin hafi þau systkinin farið mismunandi leiðir til að gera upp fortíðina. Hann hefur sjálfur leitað sér aðstoðar, hjá sálfræðingum, geðlæknum og Píeta samtökunum. „Við systkinin ólumst upp í fjölskyldu þar sem allir voru beittir ofbeldi, skömmin var yfirgengileg og enginn kunni að takast á við aðstæðurnar. Við urðum samdauna ástandinu og það segir sig sjálft að það kemur enginn heill út úr þessum aðstæðum. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna, einhvern tímann á níunda áratugnum, að við systkinin fórum að horfa á þessa reynslu sem eitthvað annað en bara aumingjaskap í okkur fyrir að vera ekki búin að komast yfir þetta.“ Garðar á þrjú uppkomin börn sem hann er í góðu sambandi við í dag. „Það er þekkt að margir af þeim sem alast upp við ofbeldi beita sjálfir ofbeldi á fullorðinsárum. Þess vegna finnst mér mikilvægt að taka eitt fram. Þegar ég komst á fullorðinsár þá byrjaði að opnast þessi umræða um áföll; hvernig þau fylgja þér og móta þig. Þessi umræða og þessi orðræða var augljóslega ekki til í tíð mömmu og pabba, sem útskýrir vissulega svo margt þegar við horfum á þetta í stóra samhenginu. En síðan byrjaði þessi umræða að opnast og þá myndaðist glufa til að ræða þetta og ég held að það hafi skipt sköpum. Það varð til þess að okkur systkinunum, sem vorum af næstu kynslóð á eftir mömmu og pabba, okkur tókst að rjúfa þennan vítahring ofbeldisins. Ekkert okkar hefur lagt hendur á aðra, börnin okkar eða annað fólk.“ Breytti harmi í sigur Skrifin hafa verið bjargráð Garðars í gegnum tíðina. Hann hefur starfað sem fræðimaður og rithöfundur í meira en fjóra áratugi, sinnt bókmenntaþýðingum og birt smásögur í vönduðum bókmenntartímaritum. Hann hefur sent frá sér margar ljóðabækur og í mörgum af ljóðunum tjáir hann og túlkar reynslu sína úr æsku. Garðar á langan ritferil að baki sem spannar meira en fjóra áratugi.Vísir/Vilhelm Á dögunum kom út tíunda ljóðabók Garðars sem ber heitið Sjötíu bragandi dúfur. Í bókinni má finna flokk 38 ljóða til heiðurs yngsta bróðurs Garðars sem lést af slysförum einungis 17 ára gamall. Á bókarkápunni segir: „Í ljóðunum birtist kærleiksríkt samband þeirra bræðra sem búa við erfiðar aðstæður. Eldri bróðurinn langar að vernda þann yngri og leiða til betra lífs innan fjölskyldunnar og síðan utan hennar. Aðstæður hindra hann þó í því er á líður. Yngri bróðirinn stendur því um síðir einn andspænis ofbeldinu á heimilinu og villist æ meira afvega svo afbrot og fíkn blasa við. En með umhyggju og hlýju systur hans í Vestmannaeyjum nær hann að snúa við blaðinu fjarri heimili foreldranna. Hann er kominn á réttu brautina þegar hann deyr af slysförum aðeins sautján ára. Þá heitir eldri bróðirinn því að umbylta lífi sínu með því meðal annars að ganga menntaveginn og gerast rithöfundur. Í lokakafla bókarinnar tekst honum að snúa harmi í sigur.“ „Þessi bók er um yngsta bróður minn sem dó um vorið árið 1980. Fimm vikum áður hafði ég misst elsta bróður minn. Hann dó fyrir framan augun á mér,“segir Garðar. Upphafsljóðið í bókinni lýsir ástandinu sem Garðar ólst upp við. Það heitir Goðmögn. Ásgarður heitir gatan okkar fjórir bræður ein systir og elsti bróðir í sveit mamman hellir yfir mig ísköldu vatni hendir mér oní myrkan kjallara lemur mig rífst skammast hleypur um íbúðina með hníf rekur hann að hálsi pabbans „Þessi hrikalegi harmur sem ég gekk í gegnum árið 1980, þetta var svona „wake upp call.“ Þetta breytti minni sýn á lífið. Í einu ljóðinu í bókinni er þessi setning: Hver er næstur?“ Ég hugsaði að mér að ef ég yrði næstur í röðinni þá vildi ég gera eitthvað við líf mitt. Ég sneri lífinu þess vegna alveg við. Ég ætlaði ekki að fljóta sofandi að feigðarósi eins og mér fannst ég hafa verið að gera. Það hafði alltaf verið mín köllun að skrifa en það fórst fyrir í öllu ofbeldinu sem ég ólst upp við. Ég ákvað þarna að ganga menntaveginn og skrifa, eftir að hafa verið á sjónum og unnið í fiski. Tveimur árum síðar, árið 1982, kom fyrsta smásagan mín út og ári seinna kom fyrsta bókin mín út á prenti. Síðan þá hef ég bæði sinnt skáldskap og fræðistörfum. Næstsíðasta ljóðið í bókinni, Sjötugfaldur andi, er sigurljóð. Af því að ég breytti harmi mínum í sigur. Ef yngri bróðir minn hefði ekki dáið þá hefði ég hugsanlega aldrei skrifað neitt,“ segir Garðar en umrætt ljóð er svo: að breyta sjálfum mér hverfa frá fortíð frá lífi eins og hans hleypa inn þýðum vindum leyfa sól að lýsa upp nýjar vonir hverfa af brautum andstreymis foreldra hverfa inn á brautir framtíðar sjálfs opna hvolf andans sjötugfalda hlýða á óma sannleika ástar fegurðar Mótaður af ofbeldinu „Lífið er samt ekki þannig að maður velur hundrað prósent á milli þess að vera fórnarlamb og sigurvegari. Þetta er sitt á hvað,“ segir Garðar jafnframt. Hann stendur uppréttur en reynslan úr æsku mótaði hann fyrir lífstíð, og hefur svo sannarlega tekið sinn toll. „Ég er sjötugur. Og ég finn það enn þá,“ segir hann. „Af því að þetta er alltaf í manni. Þetta lifir í líkamanum og hamlar manni á ýmsan hátt í lífinu. Um daginn sá ég myndskeið á facebook þar sem sálfræðingur var að tala um áföll og afleiðingar. Þessi sálfræðingur líkti þessu við það að einhver pissar í vatnið þitt og mengar það. Þú getur ekki tekið pissið úr vatninu; þú getur bætt sykri í það en pissið verður samt alltaf þarna og það fer aldrei, vatnið er mengað fyrir lífstíð. Tráma er þess eðlis að þú ert alla ævina að reyna að sigra lífið, sigra trámað. Það er alltaf af hluti af þér, það er bara staðreynd. Þetta er eins og að rogast um með bakpoka á bakinu sem er fullur af grjóti. Ég hef hent þessum bakpoka frá mér ótal sinnum, ég hef endurfæðst mörgum sinnum. En þetta er inni í mér og ég get ekki losað mig við það.“
Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Höfundatal Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Sjá meira